Púslmynd af brjóstakrabbameini Ragnheiður Haraldsdóttir skrifar 28. september 2010 06:00 Á fimmtudaginn birtist rannsóknargrein í hinu virta læknatímariti New England Journal of Medicine um árangur hópleitar að brjóstakrabbameinum í Noregi. Samkvæmt niðurstöðum á hópleitin minni þátt í lækkun dánartíðni en áður hefur verið talið. Í tíufréttum Ríkissjónvarpsins var þeirri spurningu varpað fram, hvort endurskoða þyrfti fjárframlög til hópleitarinnar hér á landi þar sem fjármunum væri e.t.v. betur varið með öðrum hætti. Greinin er einn biti í hinni flóknu púslmynd um brjóstakrabbamein og ber að skoða hana sem slíka. Hún er ekki öll myndin. Aðrir góðir bitar í púslið eru m.a. merkar niðurstöður rannsókna á vegum Krabbameinsfélagsins, sem vakið hafa mikla athygli. En myndin er samt ófullgerð. Stöðugt þarf að endurskoða áherslur í krabbameinsleitinni. Krabbameinsfélag Íslands hefur beint því til heilbrigðisyfirvalda að myndað verði sérstakt ráð sem meti hagkvæmni leitar að krabbameinum á frumstigi og veiti yfirvöldum ráðgjöf þar að lútandi. Leitin hér hefur verið talin til fyrirmyndar, en hún er framkvæmd samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið. Krabbameinsfélagið fagnar rannsóknum á krabbameinum og hefur stutt vísindastarfið með ráðum og dáð í bráðum sextíu ár. Krabbameinsleitin er byggð á gagnreyndri þekkingu og viðamiklum vísindarannsóknum. Engin hópleit er eins vel rannsökuð og leitin að brjóstakrabbameinum. Skemmst er að minnast umfjöllunar í British Medical Journal nú síðsumars um mikla lækkun dánartíðni hér. Viðbrögð við greininni í New England Journal of Medicine hafa verið áhugaverð. Fjöldi fræðimanna, meðferðaraðila og samtaka nota tækifærið til að benda á mikilvægi hópleitarinnar. Einn höfunda greinarinnar segist myndi fara í hópleit, væri hann kona. Greinin er innlegg í umræðuna, en ákvarðanir um að leggja niður mikilvæga þjónustu má ekki taka á grundvelli hennar. Öll samanburðarlönd okkar halda áfram að leggja mikla áherslu á þennan þátt þjónustunnar. Krabbameinsfélag Íslands býr yfir mikilli þekkingu á hópleit að krabbameinum, og er reiðubúið að miðla henni og taka þátt í umræðunni. Á næstunni munum við kynna áherslur okkar varðandi krabbameinsvarnir kvenna í hinum hefðbundna bleika októbermánuði. Hvetjum við landsmenn til að tileinka sér þá fræðslu sem við bjóðum og leggja okkur lið við árangursrík verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á fimmtudaginn birtist rannsóknargrein í hinu virta læknatímariti New England Journal of Medicine um árangur hópleitar að brjóstakrabbameinum í Noregi. Samkvæmt niðurstöðum á hópleitin minni þátt í lækkun dánartíðni en áður hefur verið talið. Í tíufréttum Ríkissjónvarpsins var þeirri spurningu varpað fram, hvort endurskoða þyrfti fjárframlög til hópleitarinnar hér á landi þar sem fjármunum væri e.t.v. betur varið með öðrum hætti. Greinin er einn biti í hinni flóknu púslmynd um brjóstakrabbamein og ber að skoða hana sem slíka. Hún er ekki öll myndin. Aðrir góðir bitar í púslið eru m.a. merkar niðurstöður rannsókna á vegum Krabbameinsfélagsins, sem vakið hafa mikla athygli. En myndin er samt ófullgerð. Stöðugt þarf að endurskoða áherslur í krabbameinsleitinni. Krabbameinsfélag Íslands hefur beint því til heilbrigðisyfirvalda að myndað verði sérstakt ráð sem meti hagkvæmni leitar að krabbameinum á frumstigi og veiti yfirvöldum ráðgjöf þar að lútandi. Leitin hér hefur verið talin til fyrirmyndar, en hún er framkvæmd samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið. Krabbameinsfélagið fagnar rannsóknum á krabbameinum og hefur stutt vísindastarfið með ráðum og dáð í bráðum sextíu ár. Krabbameinsleitin er byggð á gagnreyndri þekkingu og viðamiklum vísindarannsóknum. Engin hópleit er eins vel rannsökuð og leitin að brjóstakrabbameinum. Skemmst er að minnast umfjöllunar í British Medical Journal nú síðsumars um mikla lækkun dánartíðni hér. Viðbrögð við greininni í New England Journal of Medicine hafa verið áhugaverð. Fjöldi fræðimanna, meðferðaraðila og samtaka nota tækifærið til að benda á mikilvægi hópleitarinnar. Einn höfunda greinarinnar segist myndi fara í hópleit, væri hann kona. Greinin er innlegg í umræðuna, en ákvarðanir um að leggja niður mikilvæga þjónustu má ekki taka á grundvelli hennar. Öll samanburðarlönd okkar halda áfram að leggja mikla áherslu á þennan þátt þjónustunnar. Krabbameinsfélag Íslands býr yfir mikilli þekkingu á hópleit að krabbameinum, og er reiðubúið að miðla henni og taka þátt í umræðunni. Á næstunni munum við kynna áherslur okkar varðandi krabbameinsvarnir kvenna í hinum hefðbundna bleika októbermánuði. Hvetjum við landsmenn til að tileinka sér þá fræðslu sem við bjóðum og leggja okkur lið við árangursrík verkefni.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun