Tónleikar fyrir börnin ungu 16. apríl 2010 07:00 Maximús Músikús. Á morgun gefst öllum kostur á að heyra og sjá þetta nýja ævintýri en haldnir verða tvennir fjölskyldutónleikar kl. 14 og 17 Í dag þyrpast börn á leikskólaaldri í Háskólabíó og kynnast glænýrri sögu um hetjuna Maxímús Músíkús sem segir frá því þegar músin kemst í tónlistarskóla og kynnist þar ýmsum nýjum fyrirbærum, hljóðfærum af ýmsu tagi. Í hverju horni tónlistarskólans er æft og börnin eru öll afar spennt og kát því þeirra bíður sú þraut að spila með heilli sinfóníu. Heimsókn leikskólabarna hófst með tvennum tónleikum í gær og á morgun gefst foreldrum tækifæri til að sækja Sinfóníuna. Með hljómsveitinni koma fram ungir og efnilegir einleikarar og hópar tónlistarnema sem leika með hljómsveitinni, en inn á milli hljóma dillandi dansar þar sem Sinfóníuhljómsveitin er í aðalhlutverki. Sögumaður er Valur Freyr Einarsson leikari og Daníel Bjarnason heldur um tónsprotann. Tveir félagar Sinfóníuhljómsveitarinnar, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari, skópu Maxímús og eru enn að senda hann í ný ævintýri. Fyrsta bókin og geisladiskurinn um Maxímús Músíkús nutu gríðarlegra vinsælda. Auk þess að hljóta fjölda verðlauna hefur bókin nú verið gefin út á mörgum tungumálum. Þess má einnig geta að stórar erlendar sinfóníuhjómsveitir hafa sett Maxímús Músíkús á dagskrá hjá sér. Á morgun gefst svo öllum kostur á að heyra og sjá þetta nýja ævintýri en haldnir verða tvennir fjölskyldutónleikar kl. 14 og 17. Hægt er að nálgast miða í miðasölu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og á sinfonia.is. - pbb Lífið Menning Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira
Í dag þyrpast börn á leikskólaaldri í Háskólabíó og kynnast glænýrri sögu um hetjuna Maxímús Músíkús sem segir frá því þegar músin kemst í tónlistarskóla og kynnist þar ýmsum nýjum fyrirbærum, hljóðfærum af ýmsu tagi. Í hverju horni tónlistarskólans er æft og börnin eru öll afar spennt og kát því þeirra bíður sú þraut að spila með heilli sinfóníu. Heimsókn leikskólabarna hófst með tvennum tónleikum í gær og á morgun gefst foreldrum tækifæri til að sækja Sinfóníuna. Með hljómsveitinni koma fram ungir og efnilegir einleikarar og hópar tónlistarnema sem leika með hljómsveitinni, en inn á milli hljóma dillandi dansar þar sem Sinfóníuhljómsveitin er í aðalhlutverki. Sögumaður er Valur Freyr Einarsson leikari og Daníel Bjarnason heldur um tónsprotann. Tveir félagar Sinfóníuhljómsveitarinnar, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari, skópu Maxímús og eru enn að senda hann í ný ævintýri. Fyrsta bókin og geisladiskurinn um Maxímús Músíkús nutu gríðarlegra vinsælda. Auk þess að hljóta fjölda verðlauna hefur bókin nú verið gefin út á mörgum tungumálum. Þess má einnig geta að stórar erlendar sinfóníuhjómsveitir hafa sett Maxímús Músíkús á dagskrá hjá sér. Á morgun gefst svo öllum kostur á að heyra og sjá þetta nýja ævintýri en haldnir verða tvennir fjölskyldutónleikar kl. 14 og 17. Hægt er að nálgast miða í miðasölu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og á sinfonia.is. - pbb
Lífið Menning Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira