Tónleikar fyrir börnin ungu 16. apríl 2010 07:00 Maximús Músikús. Á morgun gefst öllum kostur á að heyra og sjá þetta nýja ævintýri en haldnir verða tvennir fjölskyldutónleikar kl. 14 og 17 Í dag þyrpast börn á leikskólaaldri í Háskólabíó og kynnast glænýrri sögu um hetjuna Maxímús Músíkús sem segir frá því þegar músin kemst í tónlistarskóla og kynnist þar ýmsum nýjum fyrirbærum, hljóðfærum af ýmsu tagi. Í hverju horni tónlistarskólans er æft og börnin eru öll afar spennt og kát því þeirra bíður sú þraut að spila með heilli sinfóníu. Heimsókn leikskólabarna hófst með tvennum tónleikum í gær og á morgun gefst foreldrum tækifæri til að sækja Sinfóníuna. Með hljómsveitinni koma fram ungir og efnilegir einleikarar og hópar tónlistarnema sem leika með hljómsveitinni, en inn á milli hljóma dillandi dansar þar sem Sinfóníuhljómsveitin er í aðalhlutverki. Sögumaður er Valur Freyr Einarsson leikari og Daníel Bjarnason heldur um tónsprotann. Tveir félagar Sinfóníuhljómsveitarinnar, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari, skópu Maxímús og eru enn að senda hann í ný ævintýri. Fyrsta bókin og geisladiskurinn um Maxímús Músíkús nutu gríðarlegra vinsælda. Auk þess að hljóta fjölda verðlauna hefur bókin nú verið gefin út á mörgum tungumálum. Þess má einnig geta að stórar erlendar sinfóníuhjómsveitir hafa sett Maxímús Músíkús á dagskrá hjá sér. Á morgun gefst svo öllum kostur á að heyra og sjá þetta nýja ævintýri en haldnir verða tvennir fjölskyldutónleikar kl. 14 og 17. Hægt er að nálgast miða í miðasölu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og á sinfonia.is. - pbb Lífið Menning Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Í dag þyrpast börn á leikskólaaldri í Háskólabíó og kynnast glænýrri sögu um hetjuna Maxímús Músíkús sem segir frá því þegar músin kemst í tónlistarskóla og kynnist þar ýmsum nýjum fyrirbærum, hljóðfærum af ýmsu tagi. Í hverju horni tónlistarskólans er æft og börnin eru öll afar spennt og kát því þeirra bíður sú þraut að spila með heilli sinfóníu. Heimsókn leikskólabarna hófst með tvennum tónleikum í gær og á morgun gefst foreldrum tækifæri til að sækja Sinfóníuna. Með hljómsveitinni koma fram ungir og efnilegir einleikarar og hópar tónlistarnema sem leika með hljómsveitinni, en inn á milli hljóma dillandi dansar þar sem Sinfóníuhljómsveitin er í aðalhlutverki. Sögumaður er Valur Freyr Einarsson leikari og Daníel Bjarnason heldur um tónsprotann. Tveir félagar Sinfóníuhljómsveitarinnar, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari, skópu Maxímús og eru enn að senda hann í ný ævintýri. Fyrsta bókin og geisladiskurinn um Maxímús Músíkús nutu gríðarlegra vinsælda. Auk þess að hljóta fjölda verðlauna hefur bókin nú verið gefin út á mörgum tungumálum. Þess má einnig geta að stórar erlendar sinfóníuhjómsveitir hafa sett Maxímús Músíkús á dagskrá hjá sér. Á morgun gefst svo öllum kostur á að heyra og sjá þetta nýja ævintýri en haldnir verða tvennir fjölskyldutónleikar kl. 14 og 17. Hægt er að nálgast miða í miðasölu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og á sinfonia.is. - pbb
Lífið Menning Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira