Íslenski boltinn

Íris Björk hætt með KR-liðið - á leið í nám

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik kvennaliðs KR í sumar.
Frá leik kvennaliðs KR í sumar. Mynd/Stefán

Íris Björk Eysteinsdóttir tilkynnti leikmönnum kvennaliðs KR eftir leikinn við Þór/KA í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í gær að hún myndi ekki halda áfram þjálfun liðsins. Íris er að fara í nám og hefur því ekki tök á að þjálfa liðið áfram. Þetta kom fram á heimasíðu KR-inga.

Íris Björk hefur þjálfað liðið í sumar ásamt Kristrúnu Lilju Daðadóttur en liðið missti nánast allt byrjunarliðið sitt frá því í fyrra og var byggt upp á mjög ungum stelpum í sumar.

„Þær tóku við liðinu í erfiðri stöðu en tókst að koma því á rétta braut. Eftir sumarið er kominn góður grunnur til að byggja á og koma KR aftur í fremstu röð. Það ber að þakka og óskar KR Írisi góðs gengis í náminu," segir um Írisi á heimasíðu KR.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×