Höfðu forgöngu eða vitneskju um milljónastyrki 13. apríl 2009 18:38 Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006. Fyrrverandi samstarfsflokkur þeirra þáði einnig tugi milljóna í styrki frá bönkum og eigendum þeirra þetta sama ár. Bankarnir og félög að baki bönkunum voru stórtæk í styrkveitingum til Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar árið 2006, en flokkarnir hófu samstarf í ríkisstjórn vorið 2007. Sjálfstæðisflokkurinn fékk á árinu 2006 milljóna styrki frá bönkum og stærstu eigendum þeirra, ekki eingöngu risastyrki frá Landsbanka og FL group,. sem Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins hefur gengist við að hafa tekið við. Samfylkingin fékk líka milljóna styrki frá bönkunum og félögum sem ýmist voru stórir eigendur þar eða í eigu tengdra aðila. Menn sem þekkja vel til innan samfylkingarinnar fullyrða við fréttastofu að milljóna styrkir hefðu ekki komið til án milligöngu eða vitneskju Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þáverandi formanns samfylkingarinnar og Össurar Skarphéðinssonar fyrrverandi formanns. Aðrir samfylkingarmenn sem gjörþekkja til fjármála flokksins neita þessu ekki. Hvorki hefur náðst í Ingibjörgu né Össur. Heimildir fréttastofu herma einnig að Samfylkingin hafi ekki fengið styrki af þessari stærðargráðu fyrr en árið 2006. Þeir eru háir enda þótt þeir kunni að virðast smáir miðað við risastyrkina sem Sjálfstæðisflokkurinn tók við. Nefna má að Alþingi ákvað sjálft að miða við 300 þúsund króna hámakrsstyrk. Enginn sá ástæðu til að viðurkenna eða upplýsa neitt um þessar styrkveitingar fyrr en fréttastofa Stöðvar tvö upplýsti um risastyrk FL group til Sjálfstæðsflokksins, skömmu áður en lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi. Ríkisstjórn undir forystu Geir H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. var enn starfandi í ársbyrjun 2008, þegar alvarlegar viðvaranir komu um stöðu bankanna. Viðbrögð þeirra voru að fara út í heim með bankamönnum til þess að sannfæra fólk um ágæti íslenska fjármálakerfisins. Kosningar 2009 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006. Fyrrverandi samstarfsflokkur þeirra þáði einnig tugi milljóna í styrki frá bönkum og eigendum þeirra þetta sama ár. Bankarnir og félög að baki bönkunum voru stórtæk í styrkveitingum til Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar árið 2006, en flokkarnir hófu samstarf í ríkisstjórn vorið 2007. Sjálfstæðisflokkurinn fékk á árinu 2006 milljóna styrki frá bönkum og stærstu eigendum þeirra, ekki eingöngu risastyrki frá Landsbanka og FL group,. sem Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins hefur gengist við að hafa tekið við. Samfylkingin fékk líka milljóna styrki frá bönkunum og félögum sem ýmist voru stórir eigendur þar eða í eigu tengdra aðila. Menn sem þekkja vel til innan samfylkingarinnar fullyrða við fréttastofu að milljóna styrkir hefðu ekki komið til án milligöngu eða vitneskju Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þáverandi formanns samfylkingarinnar og Össurar Skarphéðinssonar fyrrverandi formanns. Aðrir samfylkingarmenn sem gjörþekkja til fjármála flokksins neita þessu ekki. Hvorki hefur náðst í Ingibjörgu né Össur. Heimildir fréttastofu herma einnig að Samfylkingin hafi ekki fengið styrki af þessari stærðargráðu fyrr en árið 2006. Þeir eru háir enda þótt þeir kunni að virðast smáir miðað við risastyrkina sem Sjálfstæðisflokkurinn tók við. Nefna má að Alþingi ákvað sjálft að miða við 300 þúsund króna hámakrsstyrk. Enginn sá ástæðu til að viðurkenna eða upplýsa neitt um þessar styrkveitingar fyrr en fréttastofa Stöðvar tvö upplýsti um risastyrk FL group til Sjálfstæðsflokksins, skömmu áður en lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi. Ríkisstjórn undir forystu Geir H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. var enn starfandi í ársbyrjun 2008, þegar alvarlegar viðvaranir komu um stöðu bankanna. Viðbrögð þeirra voru að fara út í heim með bankamönnum til þess að sannfæra fólk um ágæti íslenska fjármálakerfisins.
Kosningar 2009 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira