Viðskipti erlent

Skondin uppákoma á kynningarfundi Debenhams

Financial Times greinir frá skondinni uppákomu á fundi sem Rob Templeman forstjóri Debenhams hélt í gær til að kynna afkomu verslunarkeðjunnar. "Svolítil íslenskur brandari," segir Financial Times um það sem gerðist.

Meðal viðstaddra á fundinum var Matthew McEachran greinandi hjá Singer Capital Markets sem áður var í eigu Kaupþings. McEachran spurði Templeman um hverjir gætu hugsanlega orðið meðeigendur að Debenhams í staðinn fyrir Baug.

"Það er ykkar gamla dót," svaraði Templeman. "Segðu okkur hvað þið ætlið að gera við skuldirnar og við munum segja ykkur hvað við munum gera við plássið."

Síðar á fundinum þegar McEachran ætlaði að fylgja spurningu gall í Templeman um leið: "Hefur þú svarið um alla þessa íslensku skuld?"












Fleiri fréttir

Sjá meira


×