Hinir ríkustu gætu þróast yfir í aðra manntegund 26. október 2009 10:44 Ríkustu íbúar jarðarinnar gætu þróast yfir í aðra manntegund í framtíðinni vegna framfara í líftækni og hönnun vélmenna. Þetta segir bandaríski framtíðarfræðingurinn Paul Soffo. Í umfjöllun blaðsins Sunday Times um málið kemur fram að Soffo segir að í framtíðinni muni fólk geta ræktað sín eigin líffæri og skipt þeim út fyrir þau gömlu, tekið inn sérhönnuð lyf sem lengja æfi þeirra og notað genatækni til að fá aðvörun um ættgenga sjúkdóma og kvilla. Þetta rímar nokkuð við orð bandaríska vísindamannsins Ray Kurzweil sem segir að ódauðleikinn sé aðeins 20 ár inn í framtíðinni vegna hraðrar þróunar í örtækni (nanotechnology). Soffo segir að heimur morgundagsins verði samruni líffræði og tækni þar sem vélmenni sinni störfunum, bílar aki sér sjálfir og gervilimir verði betri en raunverulegir. Sá hængur er á málinu að aðeins þeir ofurríku muni geta borgað fyrir þetta. Framfarirnar muni leiða til mismununar milli stétta og að endanum gætu hinir ofurríku þróast yfir í aðra manntegund. „Á níunda áratugnum kom einkatölvan út úr bílskúrnum og breytti heiminum. Á tíunda áratugnum var það netið. Næsti stóri hluturinn í lífi okkar verða vélmenni," segir Soffo í viðtali við Sunday Times. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ríkustu íbúar jarðarinnar gætu þróast yfir í aðra manntegund í framtíðinni vegna framfara í líftækni og hönnun vélmenna. Þetta segir bandaríski framtíðarfræðingurinn Paul Soffo. Í umfjöllun blaðsins Sunday Times um málið kemur fram að Soffo segir að í framtíðinni muni fólk geta ræktað sín eigin líffæri og skipt þeim út fyrir þau gömlu, tekið inn sérhönnuð lyf sem lengja æfi þeirra og notað genatækni til að fá aðvörun um ættgenga sjúkdóma og kvilla. Þetta rímar nokkuð við orð bandaríska vísindamannsins Ray Kurzweil sem segir að ódauðleikinn sé aðeins 20 ár inn í framtíðinni vegna hraðrar þróunar í örtækni (nanotechnology). Soffo segir að heimur morgundagsins verði samruni líffræði og tækni þar sem vélmenni sinni störfunum, bílar aki sér sjálfir og gervilimir verði betri en raunverulegir. Sá hængur er á málinu að aðeins þeir ofurríku muni geta borgað fyrir þetta. Framfarirnar muni leiða til mismununar milli stétta og að endanum gætu hinir ofurríku þróast yfir í aðra manntegund. „Á níunda áratugnum kom einkatölvan út úr bílskúrnum og breytti heiminum. Á tíunda áratugnum var það netið. Næsti stóri hluturinn í lífi okkar verða vélmenni," segir Soffo í viðtali við Sunday Times.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira