Gervigrasvöllur í Vesturbæinn 6. júní 2009 06:00 Stórátak hefur verið gert í endurbótum á skólalóðum og leikskólalóðum Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu. Hluti af þessu átaki hefur falist í lagningu nýrra sparkvalla, gjarnan með gervigrasi, sem njóta mikilla vinsælda yngstu kynslóðarinnar. Í dag, laugardag, kl. 12 verður því fagnað á Stýró-vellinum við Öldugötu að löng bið barna og ungmenna í Gamla Vesturbænum eftir „mjúkum" sparkvelli er nú loks á enda þar sem hann hefur nú verið lagður gervigrasi. Öllum er velkomið að vera viðstaddir vígslu vallarins, sem verður í tengslum við hátíðarhöld KR-dagsins og munu ungir KR-ingar sjá um hana ásamt borgarfulltrúum. Um árabil hafa íbúar í Gamla Vesturbænum kvartað yfir lélegri aðstöðu til íþrótta og leikja í hverfinu. Sparkvöllum hafði fækkað mjög í hverfinu og einungis tveir malbikaðir vellir eftir, annar á lóð Vesturbæjarskóla, hinn við Öldugötu. Gamli Vesturbærinn var um árabil eina hverfi borgarinnar, þar sem ungviðið hafði ekki aðgang að sparkvelli með mjúku yfirborði, þ.e. með grasi eða gervigrasi. Sýnt hefur verið fram á að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er mun minni meðal barna og ungmenna norðan Hringbrautar en sunnan hennar. Skýringin er auðvitað sú að íþróttasvæði KR er við Frostaskjól, í töluverðri fjarlægð frá Gamla Vesturbænum, og þá er hin umferðarþunga Hringbraut farartálmi fyrir yngstu börnin. Vegna þessa er sérstaklega mikilvægt að leggja áherslu á að bæta leikja- og íþróttaaðstöðu í hverfinu. Á síðasta kjörtímabili lagði undirritaður fram nokkrar tillögur í nefndum og ráðum borgarinnar um að lagning „mjúks" sparkvallar í Vesturbænum yrði sett í forgang. Voru þær tillögur ýmist felldar af fulltrúum R-listans eða vísað til frekari skoðunar sem aldrei bar árangur. Á sl. ári var málið tekið upp að nýju með samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs og það hefur nú borið þennan ánægjulega árangur. Í vetur hófust endurbætur á skólalóð Vesturbæjarskóla og er nú unnið að undirbúningi þess að koma þar fyrir svokölluðum battavelli fyrir knattspyrnu og bæta körfuboltaaðstöðu. Þá hafa umferðarsérfræðingar borgarinnar það til skoðunar hvernig bæta megi göngutengsl yfir Hringbraut í því skyni að stuðla að greiðari aðgangi að KR-svæðinu við Frostaskjól. Ég óska Vesturbæingum til hamingju með endurbættan sparkvöll og hvet þá til að taka þátt í hátíðarhöldum KR-dagsins. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Stórátak hefur verið gert í endurbótum á skólalóðum og leikskólalóðum Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu. Hluti af þessu átaki hefur falist í lagningu nýrra sparkvalla, gjarnan með gervigrasi, sem njóta mikilla vinsælda yngstu kynslóðarinnar. Í dag, laugardag, kl. 12 verður því fagnað á Stýró-vellinum við Öldugötu að löng bið barna og ungmenna í Gamla Vesturbænum eftir „mjúkum" sparkvelli er nú loks á enda þar sem hann hefur nú verið lagður gervigrasi. Öllum er velkomið að vera viðstaddir vígslu vallarins, sem verður í tengslum við hátíðarhöld KR-dagsins og munu ungir KR-ingar sjá um hana ásamt borgarfulltrúum. Um árabil hafa íbúar í Gamla Vesturbænum kvartað yfir lélegri aðstöðu til íþrótta og leikja í hverfinu. Sparkvöllum hafði fækkað mjög í hverfinu og einungis tveir malbikaðir vellir eftir, annar á lóð Vesturbæjarskóla, hinn við Öldugötu. Gamli Vesturbærinn var um árabil eina hverfi borgarinnar, þar sem ungviðið hafði ekki aðgang að sparkvelli með mjúku yfirborði, þ.e. með grasi eða gervigrasi. Sýnt hefur verið fram á að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er mun minni meðal barna og ungmenna norðan Hringbrautar en sunnan hennar. Skýringin er auðvitað sú að íþróttasvæði KR er við Frostaskjól, í töluverðri fjarlægð frá Gamla Vesturbænum, og þá er hin umferðarþunga Hringbraut farartálmi fyrir yngstu börnin. Vegna þessa er sérstaklega mikilvægt að leggja áherslu á að bæta leikja- og íþróttaaðstöðu í hverfinu. Á síðasta kjörtímabili lagði undirritaður fram nokkrar tillögur í nefndum og ráðum borgarinnar um að lagning „mjúks" sparkvallar í Vesturbænum yrði sett í forgang. Voru þær tillögur ýmist felldar af fulltrúum R-listans eða vísað til frekari skoðunar sem aldrei bar árangur. Á sl. ári var málið tekið upp að nýju með samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs og það hefur nú borið þennan ánægjulega árangur. Í vetur hófust endurbætur á skólalóð Vesturbæjarskóla og er nú unnið að undirbúningi þess að koma þar fyrir svokölluðum battavelli fyrir knattspyrnu og bæta körfuboltaaðstöðu. Þá hafa umferðarsérfræðingar borgarinnar það til skoðunar hvernig bæta megi göngutengsl yfir Hringbraut í því skyni að stuðla að greiðari aðgangi að KR-svæðinu við Frostaskjól. Ég óska Vesturbæingum til hamingju með endurbættan sparkvöll og hvet þá til að taka þátt í hátíðarhöldum KR-dagsins. Höfundur er borgarfulltrúi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun