Hlynur: Subasic var orðinn baggi á okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2009 12:56 Hlynur var ekki ánægður með Subasic. Mynd/Stefán „Ástandið var orðið þannig að hann var orðinn baggi á okkur í stað þess að vera styrkur. Það var ekki hægt að una lengur við óbreytt ástand og þess vegna ákváðum við að reka hann. Við teljum okkur eiga meiri möguleika án hans gegn Grindavík en með honum," sagði Hlynur Bæringsson, annar þjálfari Snæfells, um uppsögn Slobodan Subasic hjá Snæfelli. Tíðindin komu nokkuð á óvart en samt ekki þar sem Subasic hefur verið afspyrnuslakur með Snæfellsliðinu. „Þetta er ágætis náungi en hann hefur verið eitthvað illa upplagður lengi. Þessi neikvæðni í kringum hann hafði staðið yfir svo vikum skipti og þetta gekk einfaldlega ekki lengur," sagði Hlynur en hvað var það nákvæmlega við hegðun Subasic sem var svona slæm? „Hann var bara í fýlu og með almenna neikvæðni. Það var reynt að tala við hann en það skilaði engu. Hann kom ágætlega fram við okkur þjálfarana en sýndi mörgum öðrum leikmönnum óvirðingu. Sérstaklega þeim sem hann fannst vera á eftir sér í goggunarröðinni. Ekki veit ég hvaða hann fékk það," sagði Hlynur og bætti við. „Honum fannst strákarnir ekki heldur sýna sér virðingu. Svo kvartaði hann yfir of litlum spiltíma hjá sér og fannst að ungu strákarnir spiluðu of mikið. Hann hefur einfaldlega ekki staðið sig eins og atvinnumaður og þess vegna var hann látinn fara." Aðspurður um hver ábyrgð þjálfaranna væri, af hverju þeir hefðu ekki tekið fyrr í taumana, sagði Hlynur. „Það eru kannski mistök að hafa ekki gert þetta fyrr. Hefðum við samt gert það hefðum við líklega verið sakaðir um að gefa honum ekki tækifæri. Við verðum ekki sakaðir um það. Þetta fór samt hríðversnandi og var ekki boðlegt lengur," sagði Hlynur Bæringsson. Þriðji leikur Snæfells og Grindavíkur í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram i Grindavík á morgun. Grindavík leiðir einvígið 2-0 og getur komist í úrslitaeinvígið með sigri. Dominos-deild karla Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Sjá meira
„Ástandið var orðið þannig að hann var orðinn baggi á okkur í stað þess að vera styrkur. Það var ekki hægt að una lengur við óbreytt ástand og þess vegna ákváðum við að reka hann. Við teljum okkur eiga meiri möguleika án hans gegn Grindavík en með honum," sagði Hlynur Bæringsson, annar þjálfari Snæfells, um uppsögn Slobodan Subasic hjá Snæfelli. Tíðindin komu nokkuð á óvart en samt ekki þar sem Subasic hefur verið afspyrnuslakur með Snæfellsliðinu. „Þetta er ágætis náungi en hann hefur verið eitthvað illa upplagður lengi. Þessi neikvæðni í kringum hann hafði staðið yfir svo vikum skipti og þetta gekk einfaldlega ekki lengur," sagði Hlynur en hvað var það nákvæmlega við hegðun Subasic sem var svona slæm? „Hann var bara í fýlu og með almenna neikvæðni. Það var reynt að tala við hann en það skilaði engu. Hann kom ágætlega fram við okkur þjálfarana en sýndi mörgum öðrum leikmönnum óvirðingu. Sérstaklega þeim sem hann fannst vera á eftir sér í goggunarröðinni. Ekki veit ég hvaða hann fékk það," sagði Hlynur og bætti við. „Honum fannst strákarnir ekki heldur sýna sér virðingu. Svo kvartaði hann yfir of litlum spiltíma hjá sér og fannst að ungu strákarnir spiluðu of mikið. Hann hefur einfaldlega ekki staðið sig eins og atvinnumaður og þess vegna var hann látinn fara." Aðspurður um hver ábyrgð þjálfaranna væri, af hverju þeir hefðu ekki tekið fyrr í taumana, sagði Hlynur. „Það eru kannski mistök að hafa ekki gert þetta fyrr. Hefðum við samt gert það hefðum við líklega verið sakaðir um að gefa honum ekki tækifæri. Við verðum ekki sakaðir um það. Þetta fór samt hríðversnandi og var ekki boðlegt lengur," sagði Hlynur Bæringsson. Þriðji leikur Snæfells og Grindavíkur í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram i Grindavík á morgun. Grindavík leiðir einvígið 2-0 og getur komist í úrslitaeinvígið með sigri.
Dominos-deild karla Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Sjá meira