Körfubolti

Þjóðverjar unnu óvæntan sigur á Evrópumeisturum Rússa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tony Parker var frábær hjá Frökkum.
Tony Parker var frábær hjá Frökkum. Mynd/AFP
Það halda áfram óvæntir hlutir að gerast á Evrópumótinu í körfubolta í Póllandi. Þjóðverjar voru nálægt því að vinna Frakka í fyrsta leik en þeir bættu fyrir það með því að vinna 76-73 á Evrópumeisturum Rússa í gær. Grikkir, Frakkar, Slóvenar, Pólverjar og Tyrkir eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Jan-Hendrik Jagla var með 19 stig og 11 fráköst í 76-73 sigr Þjóðverja en Rússar sakna augljóslega J.R. Holden og Andrei Kirilenko sem voru aðalmennirnir á bak við Evrópumeistaratitil þeirra 2007. Sigur Þjóðverja er enn merkilegri fyrir það að liðið er án stærstu stjörnu sinnar Dirk Nowitzki.

Tony Parker var enn á ný betri en enginn fyrir Frakka en hann skoraði 23 stig í 60-51 sigri Frakka á Litháum. Frakkar hafa unnið báða leiki sína og eru efstir í B-riðli.

Pau Gasol skoraði 27 stig í 84-76 sigri Spánverja á Bretum en spænska liðið hafði tapað óvænt fyrir Serbum í fyrsta leik. Serbar náðu þó ekki að fylgja þeim leik eftir og töpuðu 80-69 fyrir Slóvenum. Slóvenar eru efstir í C-riðli með 2 sigra í 2 leikjum.

Heimamenn í Póllandi unnu 86-75 sigur á Litháum og Tyrkir unnu Búlgari létt eða 94-66. Bæði liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni og eru efst og jöfn í D-riðli.

Grikkir eru efstir í A-riðli eftir 76-68 sigur á Króötum en Ísraelsmenn eru hinsvegar án sigurs á botninum eftir 79-82 tap fyrir Makedóníumönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×