Hækkun varð á asískum hlutabréfum í fyrsta sinn í fimm daga þegar bréf orkuframleiðenda og hátæknifyrirtækja tóku sveiflu upp á við.
Kínverski olíuframleiðandinn Cnooc hækkaði um 4,6 prósent og hátæknifyrirtækið Sony um fimm í kjölfar yfirlýsingar frá fjárfestingabankanum Merrill Lynch um stórbætta samkeppnisstöðu Sony vegna skipulagsbreytinga þar á bæ.