Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Agnar Már Másson skrifar 24. júlí 2025 14:20 Frá höfuðstöðvum IRB í Ástralíu. Hampiðjan Hampiðjan hefur keypt ástralskan kaðlaframleiðanda. Kaupverð er ekki gefið upp en EBIDTA ástralska félagsins nam í fyrra 56 milljónum króna. Hampiðjan greinir frá í fréttatilkynningu að fyrirtækið hafi skrifað undir samning um kaup á International Rope Braid (IRB) á Gullströndinni sunnan Brisbane á austurströnd Ástralíu, og því er fyrirtækið skammt höfuðstöðvum Hampidjan Australia. Hampiðjan lauk í ár kaupum á indverskum kaðlaframleiðanda upp á þrjá milljarða króna og vinnur nú að kaupum á landi í Indlandi til frekari uppbyggingar. IRB var stofnað 2005 af hjónunum Dave og Suzy Allen, sem munu samkvæmt tilkynningunni selja allan sinn hlut en styðja við yfirtökuferlið næstu mánuðina. Frá höfuðstöðvum Hampidjan Australia.Hampiðjan Gert er ráð fyrir að rekstur IRB komi inn í samstæðureikning Hampiðjunnar frá 1. ágúst. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í að flétta kápur utan um ýmsar gerðir af ofurtógum og framleiðslu á slíkum tógum fyrir margs konar viðskiptavini. En mest er salan tengd seglskútum og stærri vélbátum sem notaðir eru til skemmtisiglinga ásamt sölu til fyrirtækja í námuvinnslu, fiskeldi, fiskveiðum og öðrum iðnaði. Velta IRB hefur verið um 1,7 milljónir evra á ári (241 m.kr.) síðustu ár og rekstrarhagnaður fyrir skatta og vexti var rúmlega 0,4 milljóni evra (56 m.kr.) á síðasta rekstrarári. Starfsmenn eru 16 talsins, samkvæmt tilkynningunni. Haft er efir Suzy og Dave Allan í tilkynningunni: „Við erum himinlifandi með að skilja fyrirtækið okkar og sérstaklega teymið okkar, sem er okkur mjög mikilvægt, eftir í svona hæfum höndum, vitandi að IRB í höndum Hampiðjunnar mun halda áfram að blómstra.” Hampiðjan Ástralía Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hampiðjan greinir frá í fréttatilkynningu að fyrirtækið hafi skrifað undir samning um kaup á International Rope Braid (IRB) á Gullströndinni sunnan Brisbane á austurströnd Ástralíu, og því er fyrirtækið skammt höfuðstöðvum Hampidjan Australia. Hampiðjan lauk í ár kaupum á indverskum kaðlaframleiðanda upp á þrjá milljarða króna og vinnur nú að kaupum á landi í Indlandi til frekari uppbyggingar. IRB var stofnað 2005 af hjónunum Dave og Suzy Allen, sem munu samkvæmt tilkynningunni selja allan sinn hlut en styðja við yfirtökuferlið næstu mánuðina. Frá höfuðstöðvum Hampidjan Australia.Hampiðjan Gert er ráð fyrir að rekstur IRB komi inn í samstæðureikning Hampiðjunnar frá 1. ágúst. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í að flétta kápur utan um ýmsar gerðir af ofurtógum og framleiðslu á slíkum tógum fyrir margs konar viðskiptavini. En mest er salan tengd seglskútum og stærri vélbátum sem notaðir eru til skemmtisiglinga ásamt sölu til fyrirtækja í námuvinnslu, fiskeldi, fiskveiðum og öðrum iðnaði. Velta IRB hefur verið um 1,7 milljónir evra á ári (241 m.kr.) síðustu ár og rekstrarhagnaður fyrir skatta og vexti var rúmlega 0,4 milljóni evra (56 m.kr.) á síðasta rekstrarári. Starfsmenn eru 16 talsins, samkvæmt tilkynningunni. Haft er efir Suzy og Dave Allan í tilkynningunni: „Við erum himinlifandi með að skilja fyrirtækið okkar og sérstaklega teymið okkar, sem er okkur mjög mikilvægt, eftir í svona hæfum höndum, vitandi að IRB í höndum Hampiðjunnar mun halda áfram að blómstra.”
Hampiðjan Ástralía Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira