Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. ágúst 2025 21:57 Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Anton Brink Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins var samþykktur í dag. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi var 66 milljónir krónur. Í tilkynningu segir að reksturinn sé „í takt við áætlanir.“ Heildartekjur annars ársfjórðungs námu 5.357 milljónum króna samanborið við 5.286 milljónir króna á sama tímabili 2024. Tekjurnar jukust því um 1,4 prósent milli ára. Tekjur af fjölmiðlum, interneti og farsímaþjónustu jukust um 3,4 prósent milli tímabila samkvæmt tilkynningu Sýnar til Kauphallar. Hagnaður fyrirtækis áður en vextir, skattar og afskriftir voru dregnir frá en eftir að tekið er tillit til leiguútgjalda (EBITDAaL) nam 716 milljónum króna en nam 733 milljónum á sama tímabili árið 2024. Ef fjárfestingar eru frádregnar nam hagnaðurinn 92 milljónum króna, en á sama tímabili fyrir árið síðan var 432 milljóna króna tap. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 66 milljónum króna, þremur milljónum meiri en á sama tímabili í fyrra en þá var rekstrarhagnaðurinn 63 milljónir króna. Eigið fé í lok tímabilsins var 8.148 milljónir króna og eiginhlutafjárhlutfall 27,1 prósent. Afkomuspá félagsins fyrir árið 2025 hefur verið uppfærð samhliða samþykkt árshlutareikningsins. Umfang fjárfestinga hefur verið lækkað og er nú 3.300 til 3.500 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn fyrir vexti, skatta og afskriftir með tilliti til leiguútgjalda sé á bilinu fjögur þúsund til 4.200 milljónir króna. „Árið hefur verið viðburðarríkt hjá Sýn og markað af tveimur stórum áföngum sem styrkja félagið bæði gagnvart viðskiptavinum og fjárfestum. Við höfum lokið endurmörkun vörumerkja félagsins undir einu merki og kynnt nýja pakka sem sameina fjarskipti og fjölmiðla á skýrari hátt en áður. Þessum breytingum hefur verið vel tekið og þær marka endapunkt á yfir 12 mánaða vinnu og undirbúningi sem fjöldi starfsfólks hefur komið að, með það að markmiði að gera vöruframboðið einfaldara og skýrara fyrir viðskiptavini,“ er haft eftir Herdísi Dröfn Fjelsted, forstjóra Sýnar, í tilkynningunni. „Heildarniðurstaðan eftir fyrstu sex mánuði ársins er því jákvæð: rekstur er í takt við áætlanir, kjarnatekjur sýna vöxt og félagið stendur traustum fótum. Með skýrri sýn, einfaldara vöruframboði, sterku vörumerki, Enska boltanum og áframhaldandi skilvirkni í rekstri erum við vel í stakk búin til að skapa viðskiptavinum betri upplifun og hluthöfum virði til framtíðar.“ Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í tilkynningu segir að reksturinn sé „í takt við áætlanir.“ Heildartekjur annars ársfjórðungs námu 5.357 milljónum króna samanborið við 5.286 milljónir króna á sama tímabili 2024. Tekjurnar jukust því um 1,4 prósent milli ára. Tekjur af fjölmiðlum, interneti og farsímaþjónustu jukust um 3,4 prósent milli tímabila samkvæmt tilkynningu Sýnar til Kauphallar. Hagnaður fyrirtækis áður en vextir, skattar og afskriftir voru dregnir frá en eftir að tekið er tillit til leiguútgjalda (EBITDAaL) nam 716 milljónum króna en nam 733 milljónum á sama tímabili árið 2024. Ef fjárfestingar eru frádregnar nam hagnaðurinn 92 milljónum króna, en á sama tímabili fyrir árið síðan var 432 milljóna króna tap. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 66 milljónum króna, þremur milljónum meiri en á sama tímabili í fyrra en þá var rekstrarhagnaðurinn 63 milljónir króna. Eigið fé í lok tímabilsins var 8.148 milljónir króna og eiginhlutafjárhlutfall 27,1 prósent. Afkomuspá félagsins fyrir árið 2025 hefur verið uppfærð samhliða samþykkt árshlutareikningsins. Umfang fjárfestinga hefur verið lækkað og er nú 3.300 til 3.500 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn fyrir vexti, skatta og afskriftir með tilliti til leiguútgjalda sé á bilinu fjögur þúsund til 4.200 milljónir króna. „Árið hefur verið viðburðarríkt hjá Sýn og markað af tveimur stórum áföngum sem styrkja félagið bæði gagnvart viðskiptavinum og fjárfestum. Við höfum lokið endurmörkun vörumerkja félagsins undir einu merki og kynnt nýja pakka sem sameina fjarskipti og fjölmiðla á skýrari hátt en áður. Þessum breytingum hefur verið vel tekið og þær marka endapunkt á yfir 12 mánaða vinnu og undirbúningi sem fjöldi starfsfólks hefur komið að, með það að markmiði að gera vöruframboðið einfaldara og skýrara fyrir viðskiptavini,“ er haft eftir Herdísi Dröfn Fjelsted, forstjóra Sýnar, í tilkynningunni. „Heildarniðurstaðan eftir fyrstu sex mánuði ársins er því jákvæð: rekstur er í takt við áætlanir, kjarnatekjur sýna vöxt og félagið stendur traustum fótum. Með skýrri sýn, einfaldara vöruframboði, sterku vörumerki, Enska boltanum og áframhaldandi skilvirkni í rekstri erum við vel í stakk búin til að skapa viðskiptavinum betri upplifun og hluthöfum virði til framtíðar.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira