Í kvöld fóru fram leikir í undanúrslitum Poweradebikars kvenna í körfubolta og þá varð ljóst að það verða KR og Hamar sem mætast í úrslitaleik.
KR vann Grindavík 67-37 í Vesturbænum og Hamar gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann Hauka 73-84.
Úrslitaleikurinn fer fram í Laugardalshöll, sunnudaginn 4. október næstkomandi.
Úrslit kvöldsins og tölfræði:
KR-Grindavík 67-37 (39-20)
Stigahæstar: Margrét Kara Sturludóttir 12, Jenny Pfeiffer-Finora 8, Þorbjörg Friðriksdóttir 8, Helga Einarsdóttir 7 (7 frák.), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7 (5 stolnir) - Helga Hallgrímsdóttir 9 (15 frák.), Íris Sverrisdóttir 7.
Haukar-Hamar 73-84
Stigahæstar: Heather Ezell 35 (10 stolnir) - Sigrún Ámundadóttir 23 (10 frák.,5 stoðs., 5 stolnir), Koren Schram 19, Kristrún Sigurjónsdóttir 16, Guðbjörg Sverrisdóttir 14.