Íslenski boltinn

Þorkell Máni: Stefnum á að taka dolluna næsta sumar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Þorkell Máni Pétursson.
Þorkell Máni Pétursson.

„Ég er svekktur með tapið en við börðumst og stefndum á sigur og ekkert annað. Það dugði því miður ekki að þessu sinni. Valsstúlkurnar þurftu samt virkilega að hafa fyrir sigrinum og mér fannst við vera að spila vel, sérstaklega í fyrri hálfleik.

En Valsstúlkur eru náttúrlega sigurvegarar og Freyr Alexandersson hefur gert mjög góða hluti með þetta lið. það er því engin skömm að viðurkenna það að Valur er með betra lið en við," segir Þorkell Máni, þjálfari Stjörnunnar, i í samtali við Vísi í leikslok eftir 0-2 tap gegn Val í kvöld.

Þorkell Máni er þó fullviss um að Stjörnustúlkur muni fá fleiri tækifæri á að keppa um titla á næstu árum.

„Það er samt sem áður frábært fyrir Garðbæinga að við hefðum náð að búa til úrslitaleik hér í kvöld og við erum mjög stolt af stelpunum. Þær hafa tekið miklum framförum í sumar og umgjörðin í kringum liðið hefur verið frábær.

Félagið er á góðum stað og verður fimmtíu ára á næsta ári og við eigum að segja það án þess að hika að við stefnum á að taka dolluna næsta sumar.

Hvort sem ég verð uppi í stúku eða á hliðarlínunni þá verður þetta ekkert síðasti úrslitaleikur í deildinni sem spilaður verður hér í Garðabæ á næstu árum," segir Þorkell Máni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×