Körfubolti

Íslendingaliðin byrjuðu vel í sænska körfuboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Már Magnússon gaf 5 stoðsendingar á félaga sína í Solna-liðinu í kvöld.
Helgi Már Magnússon gaf 5 stoðsendingar á félaga sína í Solna-liðinu í kvöld. Mynd/Anton

Íslendingaliðin í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta byrjuðu vel en fyrsta umferðin fór fram í kvöld. Sundsvall, lið Jakobs Sigurðarsonar vann 73-66 heimasigur á Gothia og lærisveinar Sigurðar Ingimundarsonar í Solna unnu 66-72 útisigur á Borås en með liðinu spilar líka Helgi Már Magnússon.

Helgi Már Magnússon var stoðsendingahæstur hjá Solnamönnum í sex stiga sigurleik í Boråshallen en hann skoraði sex stig og gaf 5 stoðsendingar á 22 mínútum. Báðar körfu Helga komu fyrir utan þriggja stiga línunba.

Stigahæsti leikmaður Solna-liðsins var bandaríski framherjinn Leon Buchanan með 16 stig en hann tók einnig 12 fráköst. Solna var 38-28 yfir í hálfleik en Borås Basket náði að minnka muninn í þrjú stig (51-54) fyrir lokaleikhlutann.

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 12 stig fyrir Sundsvall Dragons og var annar stigahæsti leikmaður liðsins á eftir Johan Jeansson sem skoraði 21 stig. Sundsvall lenti 15-26 undir eftir fyrsta leikhluta en var síðan komið með 15 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×