Hvað er fram undan? 22. janúar 2009 06:00 Fólk heldur áfram að efna til mótmæla, sem ég skil vel. Hef jafnvel mætt á suma þessara funda og klappað fyrir ræðumönnum. Enda af nógu að taka og margt mætti betur fara. Fólk kallar eftir kosningum og ég tek undir þá kröfu að þjóðin veiti Alþingi nýtt umboð til að takast á við vandann. Þess vegna sömu flokkum og nú stjórna. Það ræðst af því sem kemur upp úr kjörkössunum. Þetta snýst um lýðræði. En um leið og ég segi þetta, verða Íslendingar að horfast í augu við þá staðreynd, að hver svo sem stýrir stjórnarskútunni næstu misserin, kemst ekki hjá því að takast á við ástandið og þar er brýnast að koma á stöðugleika og draga úr halla fjárlaganna. Sníða sér stakk eftir vexti. Það verkefni verður ekki umflúið. Mótmælin gegn niðurskurði í heilbrigðismálum eru skiljanleg en því miður, sá niðurskurður er óhjákvæmilegur. Þar sem annars staðar í ríkisrekstrinum. Og hann þarf að vera meiri og dýpri við gerð næstu fjárlaga. Það er hinn napri veruleiki. Á öllum sviðum. Við getum auðvitað haft okkar skoðanir á því hvernig staðið er að niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og annars staðar, en eftir stendur að það er eins og fólk vilji ekki horfast augu við veruleikann. Við stöndum nefnilega á þeim krossgötum að fylleríinu er lokið. Timburmennirnir eru að koma í ljós. Þar með er ekki sagt að menn eigi að leggja upp laupana. Þjóðin hefur áður gengið í gegnum kreppur og lifað það af. Íslendingar voru raunar fátæk þjóð allt fram á miðja síðustu öld. Fólk bjó í bröggum, engir lífeyrissjóðir og ömmur og afar minnar kynslóðar komust aldrei til útlanda. Áttu hvorki ísskápa né ryksugur. Þau lifðu samt. Ég er nógu gamall til að muna, þegar ég var í sveit sem unglingur, að þar á bæ var ekki að finna hreinlætistæki, önnur en þau að kamarinn stóð á hlaðinu og lækurinn var baðherbergið. Samt leið mér vel í sveitinni. Með þessu er ég ekki að segja að við hverfum aftur til þessara sultarára, síður en svo. Heldur hitt að við getum og verðum að draga saman seglin um stundarsakir og getum samt lifað það af. Á umliðnum áratugum hafa lífskjör batnað og við höfum búið við velmegun. Við erum orðin góðu vön. Og allt gott um það að segja. En við hljótum líka að hafa þann arf og það þrek að geta tímabundið dregið úr kröfunum og yfirbyggingunni og séð á eftir ýmissi þjónustu hins opinbera, án þess að líta á það sem heimsendi. Og neitað okkur um ýmsa þá neyslu og aðstöðu, sem við höfum gengið út frá sem sjálfsagðri í seinni tíð. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið og lífið þarf ekki að verða óbærilegt, þótt ekki sé allt til alls. Það er þetta sem verið er að gera og þarf að gera, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og hver svo sem stjórnar þeirri ferð. Og til þess þarf að setja undir sig hausinn, ekki bara vondir kallar í ríkisstjórn, heldur við öll. Svo er það hitt, hvort við viljum halda okkur við krónuna. Sem auðvitað er þá umræðan um aðild að Evrópusambandinu og evrunni eða ekki. Margt hefur verið upplýst að undanförnu um kosti og galla Evrópuaðildar. En enginn, hversu fróður sem hann er um ESB eða hversu hann er mikið með eða á móti ESB aðild, veit í rauninni hvað felst í aðild, fyrr en það liggur á borðinu. Þess vegna eiga menn að leggja þessar deilur niður, ganga strax til aðildarviðræðna og leggja þau spil á borðið, sem gefin eru. Og kjósa síðan um það hvort við sættum okkur við þá stöðu eða ekki. Segja já eða nei. Þetta eru engin trúarbrögð. Þetta snýst um hagsmuni íslenskrar þjóðar, framtíðina, börnin okkar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Fólk heldur áfram að efna til mótmæla, sem ég skil vel. Hef jafnvel mætt á suma þessara funda og klappað fyrir ræðumönnum. Enda af nógu að taka og margt mætti betur fara. Fólk kallar eftir kosningum og ég tek undir þá kröfu að þjóðin veiti Alþingi nýtt umboð til að takast á við vandann. Þess vegna sömu flokkum og nú stjórna. Það ræðst af því sem kemur upp úr kjörkössunum. Þetta snýst um lýðræði. En um leið og ég segi þetta, verða Íslendingar að horfast í augu við þá staðreynd, að hver svo sem stýrir stjórnarskútunni næstu misserin, kemst ekki hjá því að takast á við ástandið og þar er brýnast að koma á stöðugleika og draga úr halla fjárlaganna. Sníða sér stakk eftir vexti. Það verkefni verður ekki umflúið. Mótmælin gegn niðurskurði í heilbrigðismálum eru skiljanleg en því miður, sá niðurskurður er óhjákvæmilegur. Þar sem annars staðar í ríkisrekstrinum. Og hann þarf að vera meiri og dýpri við gerð næstu fjárlaga. Það er hinn napri veruleiki. Á öllum sviðum. Við getum auðvitað haft okkar skoðanir á því hvernig staðið er að niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og annars staðar, en eftir stendur að það er eins og fólk vilji ekki horfast augu við veruleikann. Við stöndum nefnilega á þeim krossgötum að fylleríinu er lokið. Timburmennirnir eru að koma í ljós. Þar með er ekki sagt að menn eigi að leggja upp laupana. Þjóðin hefur áður gengið í gegnum kreppur og lifað það af. Íslendingar voru raunar fátæk þjóð allt fram á miðja síðustu öld. Fólk bjó í bröggum, engir lífeyrissjóðir og ömmur og afar minnar kynslóðar komust aldrei til útlanda. Áttu hvorki ísskápa né ryksugur. Þau lifðu samt. Ég er nógu gamall til að muna, þegar ég var í sveit sem unglingur, að þar á bæ var ekki að finna hreinlætistæki, önnur en þau að kamarinn stóð á hlaðinu og lækurinn var baðherbergið. Samt leið mér vel í sveitinni. Með þessu er ég ekki að segja að við hverfum aftur til þessara sultarára, síður en svo. Heldur hitt að við getum og verðum að draga saman seglin um stundarsakir og getum samt lifað það af. Á umliðnum áratugum hafa lífskjör batnað og við höfum búið við velmegun. Við erum orðin góðu vön. Og allt gott um það að segja. En við hljótum líka að hafa þann arf og það þrek að geta tímabundið dregið úr kröfunum og yfirbyggingunni og séð á eftir ýmissi þjónustu hins opinbera, án þess að líta á það sem heimsendi. Og neitað okkur um ýmsa þá neyslu og aðstöðu, sem við höfum gengið út frá sem sjálfsagðri í seinni tíð. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið og lífið þarf ekki að verða óbærilegt, þótt ekki sé allt til alls. Það er þetta sem verið er að gera og þarf að gera, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og hver svo sem stjórnar þeirri ferð. Og til þess þarf að setja undir sig hausinn, ekki bara vondir kallar í ríkisstjórn, heldur við öll. Svo er það hitt, hvort við viljum halda okkur við krónuna. Sem auðvitað er þá umræðan um aðild að Evrópusambandinu og evrunni eða ekki. Margt hefur verið upplýst að undanförnu um kosti og galla Evrópuaðildar. En enginn, hversu fróður sem hann er um ESB eða hversu hann er mikið með eða á móti ESB aðild, veit í rauninni hvað felst í aðild, fyrr en það liggur á borðinu. Þess vegna eiga menn að leggja þessar deilur niður, ganga strax til aðildarviðræðna og leggja þau spil á borðið, sem gefin eru. Og kjósa síðan um það hvort við sættum okkur við þá stöðu eða ekki. Segja já eða nei. Þetta eru engin trúarbrögð. Þetta snýst um hagsmuni íslenskrar þjóðar, framtíðina, börnin okkar. Höfundur er alþingismaður.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun