Hvað er fram undan? 22. janúar 2009 06:00 Fólk heldur áfram að efna til mótmæla, sem ég skil vel. Hef jafnvel mætt á suma þessara funda og klappað fyrir ræðumönnum. Enda af nógu að taka og margt mætti betur fara. Fólk kallar eftir kosningum og ég tek undir þá kröfu að þjóðin veiti Alþingi nýtt umboð til að takast á við vandann. Þess vegna sömu flokkum og nú stjórna. Það ræðst af því sem kemur upp úr kjörkössunum. Þetta snýst um lýðræði. En um leið og ég segi þetta, verða Íslendingar að horfast í augu við þá staðreynd, að hver svo sem stýrir stjórnarskútunni næstu misserin, kemst ekki hjá því að takast á við ástandið og þar er brýnast að koma á stöðugleika og draga úr halla fjárlaganna. Sníða sér stakk eftir vexti. Það verkefni verður ekki umflúið. Mótmælin gegn niðurskurði í heilbrigðismálum eru skiljanleg en því miður, sá niðurskurður er óhjákvæmilegur. Þar sem annars staðar í ríkisrekstrinum. Og hann þarf að vera meiri og dýpri við gerð næstu fjárlaga. Það er hinn napri veruleiki. Á öllum sviðum. Við getum auðvitað haft okkar skoðanir á því hvernig staðið er að niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og annars staðar, en eftir stendur að það er eins og fólk vilji ekki horfast augu við veruleikann. Við stöndum nefnilega á þeim krossgötum að fylleríinu er lokið. Timburmennirnir eru að koma í ljós. Þar með er ekki sagt að menn eigi að leggja upp laupana. Þjóðin hefur áður gengið í gegnum kreppur og lifað það af. Íslendingar voru raunar fátæk þjóð allt fram á miðja síðustu öld. Fólk bjó í bröggum, engir lífeyrissjóðir og ömmur og afar minnar kynslóðar komust aldrei til útlanda. Áttu hvorki ísskápa né ryksugur. Þau lifðu samt. Ég er nógu gamall til að muna, þegar ég var í sveit sem unglingur, að þar á bæ var ekki að finna hreinlætistæki, önnur en þau að kamarinn stóð á hlaðinu og lækurinn var baðherbergið. Samt leið mér vel í sveitinni. Með þessu er ég ekki að segja að við hverfum aftur til þessara sultarára, síður en svo. Heldur hitt að við getum og verðum að draga saman seglin um stundarsakir og getum samt lifað það af. Á umliðnum áratugum hafa lífskjör batnað og við höfum búið við velmegun. Við erum orðin góðu vön. Og allt gott um það að segja. En við hljótum líka að hafa þann arf og það þrek að geta tímabundið dregið úr kröfunum og yfirbyggingunni og séð á eftir ýmissi þjónustu hins opinbera, án þess að líta á það sem heimsendi. Og neitað okkur um ýmsa þá neyslu og aðstöðu, sem við höfum gengið út frá sem sjálfsagðri í seinni tíð. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið og lífið þarf ekki að verða óbærilegt, þótt ekki sé allt til alls. Það er þetta sem verið er að gera og þarf að gera, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og hver svo sem stjórnar þeirri ferð. Og til þess þarf að setja undir sig hausinn, ekki bara vondir kallar í ríkisstjórn, heldur við öll. Svo er það hitt, hvort við viljum halda okkur við krónuna. Sem auðvitað er þá umræðan um aðild að Evrópusambandinu og evrunni eða ekki. Margt hefur verið upplýst að undanförnu um kosti og galla Evrópuaðildar. En enginn, hversu fróður sem hann er um ESB eða hversu hann er mikið með eða á móti ESB aðild, veit í rauninni hvað felst í aðild, fyrr en það liggur á borðinu. Þess vegna eiga menn að leggja þessar deilur niður, ganga strax til aðildarviðræðna og leggja þau spil á borðið, sem gefin eru. Og kjósa síðan um það hvort við sættum okkur við þá stöðu eða ekki. Segja já eða nei. Þetta eru engin trúarbrögð. Þetta snýst um hagsmuni íslenskrar þjóðar, framtíðina, börnin okkar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Fólk heldur áfram að efna til mótmæla, sem ég skil vel. Hef jafnvel mætt á suma þessara funda og klappað fyrir ræðumönnum. Enda af nógu að taka og margt mætti betur fara. Fólk kallar eftir kosningum og ég tek undir þá kröfu að þjóðin veiti Alþingi nýtt umboð til að takast á við vandann. Þess vegna sömu flokkum og nú stjórna. Það ræðst af því sem kemur upp úr kjörkössunum. Þetta snýst um lýðræði. En um leið og ég segi þetta, verða Íslendingar að horfast í augu við þá staðreynd, að hver svo sem stýrir stjórnarskútunni næstu misserin, kemst ekki hjá því að takast á við ástandið og þar er brýnast að koma á stöðugleika og draga úr halla fjárlaganna. Sníða sér stakk eftir vexti. Það verkefni verður ekki umflúið. Mótmælin gegn niðurskurði í heilbrigðismálum eru skiljanleg en því miður, sá niðurskurður er óhjákvæmilegur. Þar sem annars staðar í ríkisrekstrinum. Og hann þarf að vera meiri og dýpri við gerð næstu fjárlaga. Það er hinn napri veruleiki. Á öllum sviðum. Við getum auðvitað haft okkar skoðanir á því hvernig staðið er að niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og annars staðar, en eftir stendur að það er eins og fólk vilji ekki horfast augu við veruleikann. Við stöndum nefnilega á þeim krossgötum að fylleríinu er lokið. Timburmennirnir eru að koma í ljós. Þar með er ekki sagt að menn eigi að leggja upp laupana. Þjóðin hefur áður gengið í gegnum kreppur og lifað það af. Íslendingar voru raunar fátæk þjóð allt fram á miðja síðustu öld. Fólk bjó í bröggum, engir lífeyrissjóðir og ömmur og afar minnar kynslóðar komust aldrei til útlanda. Áttu hvorki ísskápa né ryksugur. Þau lifðu samt. Ég er nógu gamall til að muna, þegar ég var í sveit sem unglingur, að þar á bæ var ekki að finna hreinlætistæki, önnur en þau að kamarinn stóð á hlaðinu og lækurinn var baðherbergið. Samt leið mér vel í sveitinni. Með þessu er ég ekki að segja að við hverfum aftur til þessara sultarára, síður en svo. Heldur hitt að við getum og verðum að draga saman seglin um stundarsakir og getum samt lifað það af. Á umliðnum áratugum hafa lífskjör batnað og við höfum búið við velmegun. Við erum orðin góðu vön. Og allt gott um það að segja. En við hljótum líka að hafa þann arf og það þrek að geta tímabundið dregið úr kröfunum og yfirbyggingunni og séð á eftir ýmissi þjónustu hins opinbera, án þess að líta á það sem heimsendi. Og neitað okkur um ýmsa þá neyslu og aðstöðu, sem við höfum gengið út frá sem sjálfsagðri í seinni tíð. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið og lífið þarf ekki að verða óbærilegt, þótt ekki sé allt til alls. Það er þetta sem verið er að gera og þarf að gera, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og hver svo sem stjórnar þeirri ferð. Og til þess þarf að setja undir sig hausinn, ekki bara vondir kallar í ríkisstjórn, heldur við öll. Svo er það hitt, hvort við viljum halda okkur við krónuna. Sem auðvitað er þá umræðan um aðild að Evrópusambandinu og evrunni eða ekki. Margt hefur verið upplýst að undanförnu um kosti og galla Evrópuaðildar. En enginn, hversu fróður sem hann er um ESB eða hversu hann er mikið með eða á móti ESB aðild, veit í rauninni hvað felst í aðild, fyrr en það liggur á borðinu. Þess vegna eiga menn að leggja þessar deilur niður, ganga strax til aðildarviðræðna og leggja þau spil á borðið, sem gefin eru. Og kjósa síðan um það hvort við sættum okkur við þá stöðu eða ekki. Segja já eða nei. Þetta eru engin trúarbrögð. Þetta snýst um hagsmuni íslenskrar þjóðar, framtíðina, börnin okkar. Höfundur er alþingismaður.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun