Hvað er fram undan? 22. janúar 2009 06:00 Fólk heldur áfram að efna til mótmæla, sem ég skil vel. Hef jafnvel mætt á suma þessara funda og klappað fyrir ræðumönnum. Enda af nógu að taka og margt mætti betur fara. Fólk kallar eftir kosningum og ég tek undir þá kröfu að þjóðin veiti Alþingi nýtt umboð til að takast á við vandann. Þess vegna sömu flokkum og nú stjórna. Það ræðst af því sem kemur upp úr kjörkössunum. Þetta snýst um lýðræði. En um leið og ég segi þetta, verða Íslendingar að horfast í augu við þá staðreynd, að hver svo sem stýrir stjórnarskútunni næstu misserin, kemst ekki hjá því að takast á við ástandið og þar er brýnast að koma á stöðugleika og draga úr halla fjárlaganna. Sníða sér stakk eftir vexti. Það verkefni verður ekki umflúið. Mótmælin gegn niðurskurði í heilbrigðismálum eru skiljanleg en því miður, sá niðurskurður er óhjákvæmilegur. Þar sem annars staðar í ríkisrekstrinum. Og hann þarf að vera meiri og dýpri við gerð næstu fjárlaga. Það er hinn napri veruleiki. Á öllum sviðum. Við getum auðvitað haft okkar skoðanir á því hvernig staðið er að niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og annars staðar, en eftir stendur að það er eins og fólk vilji ekki horfast augu við veruleikann. Við stöndum nefnilega á þeim krossgötum að fylleríinu er lokið. Timburmennirnir eru að koma í ljós. Þar með er ekki sagt að menn eigi að leggja upp laupana. Þjóðin hefur áður gengið í gegnum kreppur og lifað það af. Íslendingar voru raunar fátæk þjóð allt fram á miðja síðustu öld. Fólk bjó í bröggum, engir lífeyrissjóðir og ömmur og afar minnar kynslóðar komust aldrei til útlanda. Áttu hvorki ísskápa né ryksugur. Þau lifðu samt. Ég er nógu gamall til að muna, þegar ég var í sveit sem unglingur, að þar á bæ var ekki að finna hreinlætistæki, önnur en þau að kamarinn stóð á hlaðinu og lækurinn var baðherbergið. Samt leið mér vel í sveitinni. Með þessu er ég ekki að segja að við hverfum aftur til þessara sultarára, síður en svo. Heldur hitt að við getum og verðum að draga saman seglin um stundarsakir og getum samt lifað það af. Á umliðnum áratugum hafa lífskjör batnað og við höfum búið við velmegun. Við erum orðin góðu vön. Og allt gott um það að segja. En við hljótum líka að hafa þann arf og það þrek að geta tímabundið dregið úr kröfunum og yfirbyggingunni og séð á eftir ýmissi þjónustu hins opinbera, án þess að líta á það sem heimsendi. Og neitað okkur um ýmsa þá neyslu og aðstöðu, sem við höfum gengið út frá sem sjálfsagðri í seinni tíð. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið og lífið þarf ekki að verða óbærilegt, þótt ekki sé allt til alls. Það er þetta sem verið er að gera og þarf að gera, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og hver svo sem stjórnar þeirri ferð. Og til þess þarf að setja undir sig hausinn, ekki bara vondir kallar í ríkisstjórn, heldur við öll. Svo er það hitt, hvort við viljum halda okkur við krónuna. Sem auðvitað er þá umræðan um aðild að Evrópusambandinu og evrunni eða ekki. Margt hefur verið upplýst að undanförnu um kosti og galla Evrópuaðildar. En enginn, hversu fróður sem hann er um ESB eða hversu hann er mikið með eða á móti ESB aðild, veit í rauninni hvað felst í aðild, fyrr en það liggur á borðinu. Þess vegna eiga menn að leggja þessar deilur niður, ganga strax til aðildarviðræðna og leggja þau spil á borðið, sem gefin eru. Og kjósa síðan um það hvort við sættum okkur við þá stöðu eða ekki. Segja já eða nei. Þetta eru engin trúarbrögð. Þetta snýst um hagsmuni íslenskrar þjóðar, framtíðina, börnin okkar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Fólk heldur áfram að efna til mótmæla, sem ég skil vel. Hef jafnvel mætt á suma þessara funda og klappað fyrir ræðumönnum. Enda af nógu að taka og margt mætti betur fara. Fólk kallar eftir kosningum og ég tek undir þá kröfu að þjóðin veiti Alþingi nýtt umboð til að takast á við vandann. Þess vegna sömu flokkum og nú stjórna. Það ræðst af því sem kemur upp úr kjörkössunum. Þetta snýst um lýðræði. En um leið og ég segi þetta, verða Íslendingar að horfast í augu við þá staðreynd, að hver svo sem stýrir stjórnarskútunni næstu misserin, kemst ekki hjá því að takast á við ástandið og þar er brýnast að koma á stöðugleika og draga úr halla fjárlaganna. Sníða sér stakk eftir vexti. Það verkefni verður ekki umflúið. Mótmælin gegn niðurskurði í heilbrigðismálum eru skiljanleg en því miður, sá niðurskurður er óhjákvæmilegur. Þar sem annars staðar í ríkisrekstrinum. Og hann þarf að vera meiri og dýpri við gerð næstu fjárlaga. Það er hinn napri veruleiki. Á öllum sviðum. Við getum auðvitað haft okkar skoðanir á því hvernig staðið er að niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og annars staðar, en eftir stendur að það er eins og fólk vilji ekki horfast augu við veruleikann. Við stöndum nefnilega á þeim krossgötum að fylleríinu er lokið. Timburmennirnir eru að koma í ljós. Þar með er ekki sagt að menn eigi að leggja upp laupana. Þjóðin hefur áður gengið í gegnum kreppur og lifað það af. Íslendingar voru raunar fátæk þjóð allt fram á miðja síðustu öld. Fólk bjó í bröggum, engir lífeyrissjóðir og ömmur og afar minnar kynslóðar komust aldrei til útlanda. Áttu hvorki ísskápa né ryksugur. Þau lifðu samt. Ég er nógu gamall til að muna, þegar ég var í sveit sem unglingur, að þar á bæ var ekki að finna hreinlætistæki, önnur en þau að kamarinn stóð á hlaðinu og lækurinn var baðherbergið. Samt leið mér vel í sveitinni. Með þessu er ég ekki að segja að við hverfum aftur til þessara sultarára, síður en svo. Heldur hitt að við getum og verðum að draga saman seglin um stundarsakir og getum samt lifað það af. Á umliðnum áratugum hafa lífskjör batnað og við höfum búið við velmegun. Við erum orðin góðu vön. Og allt gott um það að segja. En við hljótum líka að hafa þann arf og það þrek að geta tímabundið dregið úr kröfunum og yfirbyggingunni og séð á eftir ýmissi þjónustu hins opinbera, án þess að líta á það sem heimsendi. Og neitað okkur um ýmsa þá neyslu og aðstöðu, sem við höfum gengið út frá sem sjálfsagðri í seinni tíð. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið og lífið þarf ekki að verða óbærilegt, þótt ekki sé allt til alls. Það er þetta sem verið er að gera og þarf að gera, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og hver svo sem stjórnar þeirri ferð. Og til þess þarf að setja undir sig hausinn, ekki bara vondir kallar í ríkisstjórn, heldur við öll. Svo er það hitt, hvort við viljum halda okkur við krónuna. Sem auðvitað er þá umræðan um aðild að Evrópusambandinu og evrunni eða ekki. Margt hefur verið upplýst að undanförnu um kosti og galla Evrópuaðildar. En enginn, hversu fróður sem hann er um ESB eða hversu hann er mikið með eða á móti ESB aðild, veit í rauninni hvað felst í aðild, fyrr en það liggur á borðinu. Þess vegna eiga menn að leggja þessar deilur niður, ganga strax til aðildarviðræðna og leggja þau spil á borðið, sem gefin eru. Og kjósa síðan um það hvort við sættum okkur við þá stöðu eða ekki. Segja já eða nei. Þetta eru engin trúarbrögð. Þetta snýst um hagsmuni íslenskrar þjóðar, framtíðina, börnin okkar. Höfundur er alþingismaður.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun