Sláturtíð Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 24. september 2009 06:00 Þær skipta með sér verkum, systurnar fjórar sem saman taka slátur á hverju hausti og fylla frystikistur sínar af blóðmör og lifrarpylsu svo dugar fram á vor. Vinnulagið er fumlaust, hver og ein gengur til sinna verka haust eftir haust. Fyrir þá sem ekki vita þá útheimtir það talsverða vinnu að taka slátur. Að ekki sé minnst á ef afraksturinn á að duga í eina til tvær máltíðir í viku fyrir fjórar fjölmennar fjölskyldur í heilan vetur. Í sláturtíðinni þetta árið koma systurnar saman og sauma sínar vambir, brytja mör og hakka lifur. Yfir þessu er spjallað um þjóðmálin. Stjórnmálin. Þau eru vitlaus sem aldrei fyrr, segja þær en muna nú sitthvað frá því í gamla daga. Lifðu stríð, bæði það eiginlega og kalda. Hér hafa löngum verið kjöraðstæður fyrir vitlaus stjórnmál. Umræðan oftar en ekki snúist um form í stað efnis. Leki merkilegar upplýsingar er frekar rætt um lekann en upplýsingarnar. Sendiboðarnir eru skotnir. Smáatriði verða að aðalatriðum. Oftast hefur þetta verið í lagi. Líf og limir hafa ekki verið í húfi. En nú er það bara óvart þannig. Líf og limir eru í húfi. Stjórnmálamennirnir okkar þurfa að mæta til þingsetningar í næstu viku með endurnýjað hugarfar. Þeir þurfa að vera staðráðnir í að vinna saman. En svo að af slíku samstarfi geti orðið þurfa formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna að byrja á að byggja upp traust sín á milli. Auðséð er að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon treysta illa Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hér er ekki átt við tittlingaskít á borð við að þau telji að þeir kunni ekki að þegja yfir leyndarmáli heldur þá tegund trausts sem þarf að ríkja á milli fólks sem saman ætlar að bjarga heilu samfélagi frá endanlegri glötun. Helst þyrftu þau fjögur að sverjast í fóstbræðralag líkt og gert var til forna. Ályktun þingflokks Framsóknarflokksins frá í vikunni gæti, merkilegt nokk, orðið grunnur að nánu samstarfi stjórnmálaflokkanna fjögurra. Í henni kvað við nýjan tón. Hvatning framsóknarmannanna til ríkisstjórnarinnar um að grípa til aðgerða til bjargar skuldsettum heimilum var í alla staði vinsamleg. Af einlægni er skorað á stjórnvöld að leita samstöðu með öllum sem lagt hafa málinu lið. Ríkisstjórnin getur ekki annað en tekið Framsókn á orðinu. Þegar fjallað er um stjórnmálastöðuna verður að hafa í huga að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa aðeins gegnt embættum í fáa mánuði. Ekki er sjálfsagt að ætla að fólk veljist fullþroska til formennsku í stjórnmálaflokki. Breytir þá engu hverra manna það er. Bjarni og Sigmundur hafa auðvitað misstigið sig á þessum mánuðum en ekki er ástæða til að ætla annað en að þeir nálgist viðfangsefni sín af stakri fagmennsku í vetur. Jóhanna og Steingrímur hafa líka gert mistök. Bæði við stjórn landsins og í samskiptum við stjórnarandstöðuna. Þau hljóta að hafa lært af þeim mistökum. Stjórnmál sem hafa það að leiðarljósi að gæta og efla hag borgaranna eru ekki vísindi. Þvert á móti eru þau einföld í eðli sínu. Það góða fólk sem hér var nefnt þarf að hafa það hugfast og gæta þess um leið að láta ekki bullara og samsæriskenningasmiði trufla sig við mikilvæg störf sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þær skipta með sér verkum, systurnar fjórar sem saman taka slátur á hverju hausti og fylla frystikistur sínar af blóðmör og lifrarpylsu svo dugar fram á vor. Vinnulagið er fumlaust, hver og ein gengur til sinna verka haust eftir haust. Fyrir þá sem ekki vita þá útheimtir það talsverða vinnu að taka slátur. Að ekki sé minnst á ef afraksturinn á að duga í eina til tvær máltíðir í viku fyrir fjórar fjölmennar fjölskyldur í heilan vetur. Í sláturtíðinni þetta árið koma systurnar saman og sauma sínar vambir, brytja mör og hakka lifur. Yfir þessu er spjallað um þjóðmálin. Stjórnmálin. Þau eru vitlaus sem aldrei fyrr, segja þær en muna nú sitthvað frá því í gamla daga. Lifðu stríð, bæði það eiginlega og kalda. Hér hafa löngum verið kjöraðstæður fyrir vitlaus stjórnmál. Umræðan oftar en ekki snúist um form í stað efnis. Leki merkilegar upplýsingar er frekar rætt um lekann en upplýsingarnar. Sendiboðarnir eru skotnir. Smáatriði verða að aðalatriðum. Oftast hefur þetta verið í lagi. Líf og limir hafa ekki verið í húfi. En nú er það bara óvart þannig. Líf og limir eru í húfi. Stjórnmálamennirnir okkar þurfa að mæta til þingsetningar í næstu viku með endurnýjað hugarfar. Þeir þurfa að vera staðráðnir í að vinna saman. En svo að af slíku samstarfi geti orðið þurfa formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna að byrja á að byggja upp traust sín á milli. Auðséð er að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon treysta illa Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hér er ekki átt við tittlingaskít á borð við að þau telji að þeir kunni ekki að þegja yfir leyndarmáli heldur þá tegund trausts sem þarf að ríkja á milli fólks sem saman ætlar að bjarga heilu samfélagi frá endanlegri glötun. Helst þyrftu þau fjögur að sverjast í fóstbræðralag líkt og gert var til forna. Ályktun þingflokks Framsóknarflokksins frá í vikunni gæti, merkilegt nokk, orðið grunnur að nánu samstarfi stjórnmálaflokkanna fjögurra. Í henni kvað við nýjan tón. Hvatning framsóknarmannanna til ríkisstjórnarinnar um að grípa til aðgerða til bjargar skuldsettum heimilum var í alla staði vinsamleg. Af einlægni er skorað á stjórnvöld að leita samstöðu með öllum sem lagt hafa málinu lið. Ríkisstjórnin getur ekki annað en tekið Framsókn á orðinu. Þegar fjallað er um stjórnmálastöðuna verður að hafa í huga að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa aðeins gegnt embættum í fáa mánuði. Ekki er sjálfsagt að ætla að fólk veljist fullþroska til formennsku í stjórnmálaflokki. Breytir þá engu hverra manna það er. Bjarni og Sigmundur hafa auðvitað misstigið sig á þessum mánuðum en ekki er ástæða til að ætla annað en að þeir nálgist viðfangsefni sín af stakri fagmennsku í vetur. Jóhanna og Steingrímur hafa líka gert mistök. Bæði við stjórn landsins og í samskiptum við stjórnarandstöðuna. Þau hljóta að hafa lært af þeim mistökum. Stjórnmál sem hafa það að leiðarljósi að gæta og efla hag borgaranna eru ekki vísindi. Þvert á móti eru þau einföld í eðli sínu. Það góða fólk sem hér var nefnt þarf að hafa það hugfast og gæta þess um leið að láta ekki bullara og samsæriskenningasmiði trufla sig við mikilvæg störf sín.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar