Umfjöllun: Naumur sigur Breiðabliks í bikarnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júlí 2009 19:57 Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Blika í fyrri hálfleik. Mynd/Rósa Breiðablik vann heldur nauman 2-1 sigur á Þór/KA í fjórðungsúrslitum VISA-bikarkeppni kvenna í spennandi leik. Þrívegis hafnaði boltinn í stöng eða slá, þar af tvisvar eftir skot gestanna. Blikar komust þó í 2-0 í leiknum. Fyrst skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir strax á fyrstu mínútu og svo Harpa Þorsteinsdóttir á 66. mínútu. Bojana Besic minnkaði muninn fyrir Þór/KA með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndna leik. Harpa Þorsteinsdóttir gaf góða sendingu á Berglindi Björgu sem afgreiddi knöttinn í netið með laglegu skoti á vítateigslínunni. Þór/KA vann 2-0 sigur á Breiðabliki í deildinni á föstudaginn síðastliðinn og tók það því síðarnefnda liðið ekki langan tíma að byrja að hefna ófaranna. Blikar byrjuðu mun betur í leiknum og var Harpa næstum sloppin ein í gegn eftir sjö mínútna leik en Berglind Magnúsdóttir, markvörður Þór/KA, var fyrri til að grípa til knattarins. Besta færi Þór/KA í fyrri hálfleik fékk Bojana Besic á 23. mínútu er hún átti hörkuskot af löngu færi úr aukaspyrnu sem hafnaði í þverslá Blikamarksins. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik eftir þetta. Blikar voru þó meira með boltann en gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Þór/KA náði svo að ógna nokkrum sinnum eftir skyndisóknir. Það sama var upp á teningnum lengst af í síðari hálfleik. Blikar voru meira með boltann en öðru sinni komust gestirnir nálægt því að jafna metin. Í þetta sinn var það Mateja Zver sem átti gott skot að marki á 49. mínútu en nú hafnaði það í stönginni. Á 64. mínútu voru það Blikar sem áttu marktilraun sem hafnaði í markrammanum. Erna Björk Sigurðardóttir átti þá skalla í slá eftir hornspyrnu. Aðeins tveimur mínútum síðar náðu Blikar að tvöfalda forystuna. Fanndís Friðriksdóttir vann boltann af varnarmanni og gaf fyrir þar sem Harpa var á réttum stað og stýrði knettinum í netið af stuttu færi. Um tíu mínútum síðar þurfti Fanndís að fara af velli vegna meiðsla og virtist nokkuð þjáð. Eina mark Þór/KA kom á 82. mínútu. Mateja Zver var þá við það að sleppa í gegnum vörn Blika en Guðrún Erla Hilmarsdóttir var dæmd brotleg og víti dæmt. Umdeildur dómur en Besic skoraði af öryggi úr vítinu. Gestirnir náðu lítið að ógna marki Blika eftir þetta sem gátu því fagnað góðum 2-1 sigri og sæti í undanúrslitum bikarsins. Breiðablik - Þór/KA 2-1 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (1.) 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (66.) 2-1 Bojana Besic (82.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Hákon ÞorsteinssonSkot (á mark): 13-9 (6-4)Varin skot: Elsa Hlín 1 - Berglind 3.Horn: 5-2Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-0Breiðablik (4-4-2): Elsa Hlín Einarsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Erna Björk Sigurðardóttir Hekla Pálmadóttir Fanndís Friðriksdóttir (gult, 49.) (78. Ásta Einarsdóttir) Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Þór/KA (4-3-3): Berglind Magnúsdóttir Rakel Hinriksdóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Bojana Besic Inga Dís Júlíusdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Karen Nóadóttir Elva Friðjónsdóttir Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Vesna Smiljkovic Íslenski boltinn Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Breiðablik vann heldur nauman 2-1 sigur á Þór/KA í fjórðungsúrslitum VISA-bikarkeppni kvenna í spennandi leik. Þrívegis hafnaði boltinn í stöng eða slá, þar af tvisvar eftir skot gestanna. Blikar komust þó í 2-0 í leiknum. Fyrst skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir strax á fyrstu mínútu og svo Harpa Þorsteinsdóttir á 66. mínútu. Bojana Besic minnkaði muninn fyrir Þór/KA með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndna leik. Harpa Þorsteinsdóttir gaf góða sendingu á Berglindi Björgu sem afgreiddi knöttinn í netið með laglegu skoti á vítateigslínunni. Þór/KA vann 2-0 sigur á Breiðabliki í deildinni á föstudaginn síðastliðinn og tók það því síðarnefnda liðið ekki langan tíma að byrja að hefna ófaranna. Blikar byrjuðu mun betur í leiknum og var Harpa næstum sloppin ein í gegn eftir sjö mínútna leik en Berglind Magnúsdóttir, markvörður Þór/KA, var fyrri til að grípa til knattarins. Besta færi Þór/KA í fyrri hálfleik fékk Bojana Besic á 23. mínútu er hún átti hörkuskot af löngu færi úr aukaspyrnu sem hafnaði í þverslá Blikamarksins. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik eftir þetta. Blikar voru þó meira með boltann en gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Þór/KA náði svo að ógna nokkrum sinnum eftir skyndisóknir. Það sama var upp á teningnum lengst af í síðari hálfleik. Blikar voru meira með boltann en öðru sinni komust gestirnir nálægt því að jafna metin. Í þetta sinn var það Mateja Zver sem átti gott skot að marki á 49. mínútu en nú hafnaði það í stönginni. Á 64. mínútu voru það Blikar sem áttu marktilraun sem hafnaði í markrammanum. Erna Björk Sigurðardóttir átti þá skalla í slá eftir hornspyrnu. Aðeins tveimur mínútum síðar náðu Blikar að tvöfalda forystuna. Fanndís Friðriksdóttir vann boltann af varnarmanni og gaf fyrir þar sem Harpa var á réttum stað og stýrði knettinum í netið af stuttu færi. Um tíu mínútum síðar þurfti Fanndís að fara af velli vegna meiðsla og virtist nokkuð þjáð. Eina mark Þór/KA kom á 82. mínútu. Mateja Zver var þá við það að sleppa í gegnum vörn Blika en Guðrún Erla Hilmarsdóttir var dæmd brotleg og víti dæmt. Umdeildur dómur en Besic skoraði af öryggi úr vítinu. Gestirnir náðu lítið að ógna marki Blika eftir þetta sem gátu því fagnað góðum 2-1 sigri og sæti í undanúrslitum bikarsins. Breiðablik - Þór/KA 2-1 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (1.) 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (66.) 2-1 Bojana Besic (82.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Hákon ÞorsteinssonSkot (á mark): 13-9 (6-4)Varin skot: Elsa Hlín 1 - Berglind 3.Horn: 5-2Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-0Breiðablik (4-4-2): Elsa Hlín Einarsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Erna Björk Sigurðardóttir Hekla Pálmadóttir Fanndís Friðriksdóttir (gult, 49.) (78. Ásta Einarsdóttir) Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Þór/KA (4-3-3): Berglind Magnúsdóttir Rakel Hinriksdóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Bojana Besic Inga Dís Júlíusdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Karen Nóadóttir Elva Friðjónsdóttir Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Vesna Smiljkovic
Íslenski boltinn Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira