Umfjöllun: Naumur sigur Breiðabliks í bikarnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júlí 2009 19:57 Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Blika í fyrri hálfleik. Mynd/Rósa Breiðablik vann heldur nauman 2-1 sigur á Þór/KA í fjórðungsúrslitum VISA-bikarkeppni kvenna í spennandi leik. Þrívegis hafnaði boltinn í stöng eða slá, þar af tvisvar eftir skot gestanna. Blikar komust þó í 2-0 í leiknum. Fyrst skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir strax á fyrstu mínútu og svo Harpa Þorsteinsdóttir á 66. mínútu. Bojana Besic minnkaði muninn fyrir Þór/KA með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndna leik. Harpa Þorsteinsdóttir gaf góða sendingu á Berglindi Björgu sem afgreiddi knöttinn í netið með laglegu skoti á vítateigslínunni. Þór/KA vann 2-0 sigur á Breiðabliki í deildinni á föstudaginn síðastliðinn og tók það því síðarnefnda liðið ekki langan tíma að byrja að hefna ófaranna. Blikar byrjuðu mun betur í leiknum og var Harpa næstum sloppin ein í gegn eftir sjö mínútna leik en Berglind Magnúsdóttir, markvörður Þór/KA, var fyrri til að grípa til knattarins. Besta færi Þór/KA í fyrri hálfleik fékk Bojana Besic á 23. mínútu er hún átti hörkuskot af löngu færi úr aukaspyrnu sem hafnaði í þverslá Blikamarksins. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik eftir þetta. Blikar voru þó meira með boltann en gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Þór/KA náði svo að ógna nokkrum sinnum eftir skyndisóknir. Það sama var upp á teningnum lengst af í síðari hálfleik. Blikar voru meira með boltann en öðru sinni komust gestirnir nálægt því að jafna metin. Í þetta sinn var það Mateja Zver sem átti gott skot að marki á 49. mínútu en nú hafnaði það í stönginni. Á 64. mínútu voru það Blikar sem áttu marktilraun sem hafnaði í markrammanum. Erna Björk Sigurðardóttir átti þá skalla í slá eftir hornspyrnu. Aðeins tveimur mínútum síðar náðu Blikar að tvöfalda forystuna. Fanndís Friðriksdóttir vann boltann af varnarmanni og gaf fyrir þar sem Harpa var á réttum stað og stýrði knettinum í netið af stuttu færi. Um tíu mínútum síðar þurfti Fanndís að fara af velli vegna meiðsla og virtist nokkuð þjáð. Eina mark Þór/KA kom á 82. mínútu. Mateja Zver var þá við það að sleppa í gegnum vörn Blika en Guðrún Erla Hilmarsdóttir var dæmd brotleg og víti dæmt. Umdeildur dómur en Besic skoraði af öryggi úr vítinu. Gestirnir náðu lítið að ógna marki Blika eftir þetta sem gátu því fagnað góðum 2-1 sigri og sæti í undanúrslitum bikarsins. Breiðablik - Þór/KA 2-1 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (1.) 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (66.) 2-1 Bojana Besic (82.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Hákon ÞorsteinssonSkot (á mark): 13-9 (6-4)Varin skot: Elsa Hlín 1 - Berglind 3.Horn: 5-2Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-0Breiðablik (4-4-2): Elsa Hlín Einarsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Erna Björk Sigurðardóttir Hekla Pálmadóttir Fanndís Friðriksdóttir (gult, 49.) (78. Ásta Einarsdóttir) Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Þór/KA (4-3-3): Berglind Magnúsdóttir Rakel Hinriksdóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Bojana Besic Inga Dís Júlíusdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Karen Nóadóttir Elva Friðjónsdóttir Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Vesna Smiljkovic Íslenski boltinn Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira
Breiðablik vann heldur nauman 2-1 sigur á Þór/KA í fjórðungsúrslitum VISA-bikarkeppni kvenna í spennandi leik. Þrívegis hafnaði boltinn í stöng eða slá, þar af tvisvar eftir skot gestanna. Blikar komust þó í 2-0 í leiknum. Fyrst skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir strax á fyrstu mínútu og svo Harpa Þorsteinsdóttir á 66. mínútu. Bojana Besic minnkaði muninn fyrir Þór/KA með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndna leik. Harpa Þorsteinsdóttir gaf góða sendingu á Berglindi Björgu sem afgreiddi knöttinn í netið með laglegu skoti á vítateigslínunni. Þór/KA vann 2-0 sigur á Breiðabliki í deildinni á föstudaginn síðastliðinn og tók það því síðarnefnda liðið ekki langan tíma að byrja að hefna ófaranna. Blikar byrjuðu mun betur í leiknum og var Harpa næstum sloppin ein í gegn eftir sjö mínútna leik en Berglind Magnúsdóttir, markvörður Þór/KA, var fyrri til að grípa til knattarins. Besta færi Þór/KA í fyrri hálfleik fékk Bojana Besic á 23. mínútu er hún átti hörkuskot af löngu færi úr aukaspyrnu sem hafnaði í þverslá Blikamarksins. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik eftir þetta. Blikar voru þó meira með boltann en gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Þór/KA náði svo að ógna nokkrum sinnum eftir skyndisóknir. Það sama var upp á teningnum lengst af í síðari hálfleik. Blikar voru meira með boltann en öðru sinni komust gestirnir nálægt því að jafna metin. Í þetta sinn var það Mateja Zver sem átti gott skot að marki á 49. mínútu en nú hafnaði það í stönginni. Á 64. mínútu voru það Blikar sem áttu marktilraun sem hafnaði í markrammanum. Erna Björk Sigurðardóttir átti þá skalla í slá eftir hornspyrnu. Aðeins tveimur mínútum síðar náðu Blikar að tvöfalda forystuna. Fanndís Friðriksdóttir vann boltann af varnarmanni og gaf fyrir þar sem Harpa var á réttum stað og stýrði knettinum í netið af stuttu færi. Um tíu mínútum síðar þurfti Fanndís að fara af velli vegna meiðsla og virtist nokkuð þjáð. Eina mark Þór/KA kom á 82. mínútu. Mateja Zver var þá við það að sleppa í gegnum vörn Blika en Guðrún Erla Hilmarsdóttir var dæmd brotleg og víti dæmt. Umdeildur dómur en Besic skoraði af öryggi úr vítinu. Gestirnir náðu lítið að ógna marki Blika eftir þetta sem gátu því fagnað góðum 2-1 sigri og sæti í undanúrslitum bikarsins. Breiðablik - Þór/KA 2-1 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (1.) 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (66.) 2-1 Bojana Besic (82.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Hákon ÞorsteinssonSkot (á mark): 13-9 (6-4)Varin skot: Elsa Hlín 1 - Berglind 3.Horn: 5-2Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-0Breiðablik (4-4-2): Elsa Hlín Einarsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Erna Björk Sigurðardóttir Hekla Pálmadóttir Fanndís Friðriksdóttir (gult, 49.) (78. Ásta Einarsdóttir) Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Þór/KA (4-3-3): Berglind Magnúsdóttir Rakel Hinriksdóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Bojana Besic Inga Dís Júlíusdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Karen Nóadóttir Elva Friðjónsdóttir Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Vesna Smiljkovic
Íslenski boltinn Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira