Keypti vörubíla fyrir gróða af fíkniefnum Stígur Helgason skrifar 11. júní 2009 00:01 Sigurður var handtekinn á skrifstofu sinni í fyrirtækinu R. Sigmundssyni á mánudag. Hann sat þar í stjórn. Sigurður Ólason, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að tengjast alþjóðlegum glæpahring, stofnaði í janúar fyrirtækið Hollís ásamt Hollendingi og Ísraela. Hann hefur síðan, í gegnum félagið, oftsinnis tekið á móti peningum frá mönnunum tveimur. Talið er að peningunum hafi verið varið til kaupa á vörubílum og vinnuvélum, og að um peningaþvætti vegna fíkniefnaviðskipta sé að ræða. Ísraelinn, Erez Zizov, og Hollendingurinn, Ronny Verwoerd, hafa báðir verið handteknir á meginlandi Evrópu vegna málsins. Ársæll Snorrason, vinur Sigurðar til fjölda ára, situr einnig í varðhaldi vegna málsins og er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins talinn vera tenging Sigurðar við mennina tvo. Hann hafi kynnst Hollendingnum þegar hann sat í fangelsi í Hollandi vegna fíkniefnasmygls fyrir nokkrum árum. Lögreglan hefur hlerað síma sakborninga í málinu um langt skeið, að því er heimildir blaðsins herma. Sigurður, sem er 54 ára, var handtekinn á skrifstofu sinni í fyrirtækinu R. Sigmundsson á mánudag. Hann er í stjórn félagsins og hefur þar aðsetur. Sigurður hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir aðild sína að smygli á þrjátíu kílóum af hassi til landsins. Þá er Sigurður skráður eigandi að minnst sextán öðrum fyrirtækjum, sem flest eru til heimilis að Suðurlandsbraut 6, eins og Hollís, eða að Tjaldanesi, heimili Sigurðar. Sigurður er skráður stjórnarmaður í flestum fyrirtækjunum, prókúruhafi í stórum hluta þeirra og framkvæmdastjóri nokkurra. Hann hefur einnig verið skráður eigandi fjölda annarra fyrirtækja undanfarin ár sem nú hafa verið afskráð. Hann tengist enn fleiri fyrirtækjum sem stjórnarmaður, stofnandi og skráður endurskoðandi. Sigurður, eða félög honum tengd, á tugi fasteigna í borginni. Sola Capital á til dæmis um tuttugu fasteignir og Funahöfði ehf. um tíu. Sigurður á meðal annars helmingshlut í Austurstræti 3, þar sem skyndibitastaðurinn Subway er til húsa. Hann keypti húsnæðið af Ásgeiri Þór Davíðssyni, kenndum við Goldfinger, árið 2007. Einn til viðbótar er í varðhaldi vegna málsins. Sá heitir Gunnar Viðar Árnason og var handtekinn 22. maí eftir að nokkur kíló af hörðum fíkniefnum fundust í hraðsendingu, en sá fundur hratt málinu af stað. Zizov og Verwoerd eru taldir tengjast því smygli. Í nóvember 2007 kom upp eldur í tvílyftu timburhúsi við Grettisgötu. Engan sakaði í brunanum en rýma þurfti fjölda húsa í grenndinni. Húsið var í eigu Sigurðar. Fram kom í fréttum í kjölfarið að mikið ónæði hefði verið af fólki sem hafst hefði við í húsinu. Það hefði verið í mikilli óreglu og ítrekað hefðu komið upp mál vegna fíkniefnabrota og þýfi og vopn gerð upptæk. Ekki var útilokað að um íkveikju hefði verið að ræða. Í samtali við Vísi.is daginn eftir brunann sagðist Sigurður upphaflega hafa leyft óreglufólkinu að hafast við í húsinu gegn smávægilegri greiðslu, en síðan rekið það á dyr. Eftir það hafi hann og menn á hans vegum vaktað húsið og séð til þess að þar væri enginn. Spurður hvort hugsanlega hafi verið kveikt í húsinu vegna fíkniefnauppgjörs sagðist Sigurður ekki geta sagt til um það. Lögreglumál Tengdar fréttir Bruninn á Grettisgötu: Eigandinn vaktaði húsið Sigurður Ólason eigandi Grettisgötu 61 sem kviknaði í í nótt segist sjálfur hafa vaktað húsið í vikunni. Hann sagði i leigjendum upp um mánaðarmótin og enginn hefur verið í húsinu síðan um helgina. 8. nóvember 2007 16:58 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Sigurður Ólason, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að tengjast alþjóðlegum glæpahring, stofnaði í janúar fyrirtækið Hollís ásamt Hollendingi og Ísraela. Hann hefur síðan, í gegnum félagið, oftsinnis tekið á móti peningum frá mönnunum tveimur. Talið er að peningunum hafi verið varið til kaupa á vörubílum og vinnuvélum, og að um peningaþvætti vegna fíkniefnaviðskipta sé að ræða. Ísraelinn, Erez Zizov, og Hollendingurinn, Ronny Verwoerd, hafa báðir verið handteknir á meginlandi Evrópu vegna málsins. Ársæll Snorrason, vinur Sigurðar til fjölda ára, situr einnig í varðhaldi vegna málsins og er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins talinn vera tenging Sigurðar við mennina tvo. Hann hafi kynnst Hollendingnum þegar hann sat í fangelsi í Hollandi vegna fíkniefnasmygls fyrir nokkrum árum. Lögreglan hefur hlerað síma sakborninga í málinu um langt skeið, að því er heimildir blaðsins herma. Sigurður, sem er 54 ára, var handtekinn á skrifstofu sinni í fyrirtækinu R. Sigmundsson á mánudag. Hann er í stjórn félagsins og hefur þar aðsetur. Sigurður hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir aðild sína að smygli á þrjátíu kílóum af hassi til landsins. Þá er Sigurður skráður eigandi að minnst sextán öðrum fyrirtækjum, sem flest eru til heimilis að Suðurlandsbraut 6, eins og Hollís, eða að Tjaldanesi, heimili Sigurðar. Sigurður er skráður stjórnarmaður í flestum fyrirtækjunum, prókúruhafi í stórum hluta þeirra og framkvæmdastjóri nokkurra. Hann hefur einnig verið skráður eigandi fjölda annarra fyrirtækja undanfarin ár sem nú hafa verið afskráð. Hann tengist enn fleiri fyrirtækjum sem stjórnarmaður, stofnandi og skráður endurskoðandi. Sigurður, eða félög honum tengd, á tugi fasteigna í borginni. Sola Capital á til dæmis um tuttugu fasteignir og Funahöfði ehf. um tíu. Sigurður á meðal annars helmingshlut í Austurstræti 3, þar sem skyndibitastaðurinn Subway er til húsa. Hann keypti húsnæðið af Ásgeiri Þór Davíðssyni, kenndum við Goldfinger, árið 2007. Einn til viðbótar er í varðhaldi vegna málsins. Sá heitir Gunnar Viðar Árnason og var handtekinn 22. maí eftir að nokkur kíló af hörðum fíkniefnum fundust í hraðsendingu, en sá fundur hratt málinu af stað. Zizov og Verwoerd eru taldir tengjast því smygli. Í nóvember 2007 kom upp eldur í tvílyftu timburhúsi við Grettisgötu. Engan sakaði í brunanum en rýma þurfti fjölda húsa í grenndinni. Húsið var í eigu Sigurðar. Fram kom í fréttum í kjölfarið að mikið ónæði hefði verið af fólki sem hafst hefði við í húsinu. Það hefði verið í mikilli óreglu og ítrekað hefðu komið upp mál vegna fíkniefnabrota og þýfi og vopn gerð upptæk. Ekki var útilokað að um íkveikju hefði verið að ræða. Í samtali við Vísi.is daginn eftir brunann sagðist Sigurður upphaflega hafa leyft óreglufólkinu að hafast við í húsinu gegn smávægilegri greiðslu, en síðan rekið það á dyr. Eftir það hafi hann og menn á hans vegum vaktað húsið og séð til þess að þar væri enginn. Spurður hvort hugsanlega hafi verið kveikt í húsinu vegna fíkniefnauppgjörs sagðist Sigurður ekki geta sagt til um það.
Lögreglumál Tengdar fréttir Bruninn á Grettisgötu: Eigandinn vaktaði húsið Sigurður Ólason eigandi Grettisgötu 61 sem kviknaði í í nótt segist sjálfur hafa vaktað húsið í vikunni. Hann sagði i leigjendum upp um mánaðarmótin og enginn hefur verið í húsinu síðan um helgina. 8. nóvember 2007 16:58 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Bruninn á Grettisgötu: Eigandinn vaktaði húsið Sigurður Ólason eigandi Grettisgötu 61 sem kviknaði í í nótt segist sjálfur hafa vaktað húsið í vikunni. Hann sagði i leigjendum upp um mánaðarmótin og enginn hefur verið í húsinu síðan um helgina. 8. nóvember 2007 16:58