Körfubolti

Stórt tap í Svartfjallalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu í kvöld.
Logi Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu í kvöld.

Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði stórt fyrir geysisterku liði Svartfjallalands í B-deild Evrópumóts karla, 102-58.

Svartfjallaland komst í 7-0 forystu í upphafi leiksins og vann fyrsta fjórðunginn með sautján stiga mun, 29-12. Ísland náði sér þó ágætlega á strik í öðrum leikhluta og var munurinn í hálfleik tólf stig, 46-34.

En heimamenn stungu endanlega af í síðari hálfleik og unnu sigur með 44 stiga mun.

Logi Gunnarsson skoraði tólf stig, Helgi Már Magnússon og Sigurður Þorsteinsson tíu hvor. Jón Arnór Stefánsson og Magnús Þór Gunnarsson skoruðu átta stig hvor.

Í sama riðli unnu Hollendingar stóran sigur á Dönum á heimavelli, 82-54. Ísland vann um helgina góðan sigur á Hollendingum. Ísland er með tíu stig í riðlinum, rétt eins og Austurríki en þessi lið mætast í Smáranum um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×