Betra að vera fangi en stúdent? Hildur Björnsdóttir skrifar 24. júlí 2009 07:45 Það var líkt og hendi væri veifað. Í einni svipan breyttist íslenskt efnahagsundur í efnahagssplundur og menn báðu Guð að blessa Ísland. Örvænting greip um sig meðal þjóðarinnar og látlaus vonbrigði brennimerktu íslensku þjóðarsálina. Stórasta land í heimi var nú krossfest, dáið, grafið. Kannski svolítið dramatískt, en alvarlegt var það - ástandið sem heltók nú fallega, hreina Ísland. Fjármálakreppan ógurlega hefur víða gert vart við sig. Ótal samfélagshópar berjast nú í bökkum og enginn vill komast í of náin kynni við niðurskurðarhníf stjórnvalda. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa stúdentar þó alltaf beðið úti í kuldanum, aldrei notið góðs af góðærinu og sitja nú sífellt undir hnífsblaði stjórnvalda. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum LÍN mun tekjulaus námsmaður í leiguhúsnæði fá 100.600 kr. mánaðarlega næsta skólaár. Það er óhætt að fullyrða að enginn annar samfélagshópur býr við svo bág kjör en stjórnvöld hafa haldið námsmönnum undir fátækramörkum um árabil. Til nánari rökstuðnings á fáránleika fjárhæðarinnar reiknar Lánasjóðurinn með því að námsmaður geti brauðfætt sig á 584 kr. daglega. Því til samanburðar greiðir ríkið 1.300 kr. daglega í matarkostnað fyrir hvern afplánunarfanga. Það er rúmlega tvöföld sú upphæð sem námsmönnum reiknast og rúmlega margfalt fáránlegur raunveruleiki. Eiga afbrotamenn þjóðarinnar virkilega skilið betri lífskjör en námsmenn? Nú þegar þúsundir landsmanna standa frammi fyrir atvinnuleysi hvetja stjórnvöld fólk til að ganga menntaveginn. Stjórnvöldum gleymist þó ætíð sú staðreynd hve óhagstætt það er að vera námsmaður. Ráðamenn þjóðarinnar hafa í gegnum árin búið betur í haginn fyrir alla aðra samfélagshópa - öryrkja, atvinnulausa, fólk á félagsbótum - jafnvel verst settu hóparnir hafa það náðugra en námsmenn. Við biðjum ekki um mikið. Við biðjum um jafngóða máltíð og afplánunarfangar og afbrotamenn. Er það til of mikils mælst? Áður en stjórnvöld geta með góðri samvisku boðið menntun sem fýsilegan kost þarf að tryggja nokkrar grundvallarbreytingar. Grunnframfærsla námslána þarf að vera í samræmi við framfærslugrunn atvinnulausra, öryrkja og afplánunarfanga. Fyrirbyggja þarf að nám verði að forréttindum hinna ríku og efnameiri. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við námsmenn og tryggja þeim viðunandi lífsskilyrði svo einstaklingar sjái áfram hag sinn í því að sækja sér æðri menntun - því menntun er skynsamleg fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Það var líkt og hendi væri veifað. Í einni svipan breyttist íslenskt efnahagsundur í efnahagssplundur og menn báðu Guð að blessa Ísland. Örvænting greip um sig meðal þjóðarinnar og látlaus vonbrigði brennimerktu íslensku þjóðarsálina. Stórasta land í heimi var nú krossfest, dáið, grafið. Kannski svolítið dramatískt, en alvarlegt var það - ástandið sem heltók nú fallega, hreina Ísland. Fjármálakreppan ógurlega hefur víða gert vart við sig. Ótal samfélagshópar berjast nú í bökkum og enginn vill komast í of náin kynni við niðurskurðarhníf stjórnvalda. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa stúdentar þó alltaf beðið úti í kuldanum, aldrei notið góðs af góðærinu og sitja nú sífellt undir hnífsblaði stjórnvalda. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum LÍN mun tekjulaus námsmaður í leiguhúsnæði fá 100.600 kr. mánaðarlega næsta skólaár. Það er óhætt að fullyrða að enginn annar samfélagshópur býr við svo bág kjör en stjórnvöld hafa haldið námsmönnum undir fátækramörkum um árabil. Til nánari rökstuðnings á fáránleika fjárhæðarinnar reiknar Lánasjóðurinn með því að námsmaður geti brauðfætt sig á 584 kr. daglega. Því til samanburðar greiðir ríkið 1.300 kr. daglega í matarkostnað fyrir hvern afplánunarfanga. Það er rúmlega tvöföld sú upphæð sem námsmönnum reiknast og rúmlega margfalt fáránlegur raunveruleiki. Eiga afbrotamenn þjóðarinnar virkilega skilið betri lífskjör en námsmenn? Nú þegar þúsundir landsmanna standa frammi fyrir atvinnuleysi hvetja stjórnvöld fólk til að ganga menntaveginn. Stjórnvöldum gleymist þó ætíð sú staðreynd hve óhagstætt það er að vera námsmaður. Ráðamenn þjóðarinnar hafa í gegnum árin búið betur í haginn fyrir alla aðra samfélagshópa - öryrkja, atvinnulausa, fólk á félagsbótum - jafnvel verst settu hóparnir hafa það náðugra en námsmenn. Við biðjum ekki um mikið. Við biðjum um jafngóða máltíð og afplánunarfangar og afbrotamenn. Er það til of mikils mælst? Áður en stjórnvöld geta með góðri samvisku boðið menntun sem fýsilegan kost þarf að tryggja nokkrar grundvallarbreytingar. Grunnframfærsla námslána þarf að vera í samræmi við framfærslugrunn atvinnulausra, öryrkja og afplánunarfanga. Fyrirbyggja þarf að nám verði að forréttindum hinna ríku og efnameiri. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við námsmenn og tryggja þeim viðunandi lífsskilyrði svo einstaklingar sjái áfram hag sinn í því að sækja sér æðri menntun - því menntun er skynsamleg fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun