Körfubolti

Logi Gunnarsson samdi við lið í frönsku C-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson lék vel með landsliðinu í haust.
Logi Gunnarsson lék vel með landsliðinu í haust.

Logi Gunnarsson gekk í dag frá eins árs samningi við franska liðið Saint Etienne en það spilar í NM1-deildinni í Frakklandi sem er þriðja hæsta deildin í landinu. Þetta kom fram á karfan.is.

Saint Etienne var í frönsku b-deildinni á síðasta tímabili og hélt sæti sínu en var í vikunni dæmt niður um deild vegna skandals framkvæmdastjóra félagsins. Fyrir vikið hefur liðið misst af tveimur fyrstu umferðunum í deildinni og byrjar ekki að spila fyrr en 3. umferð.

Saint Eitenne verður sjötta atvinnumannafélag Loga sem hefur einnig spilað með þýsku liðunumm Ulm, Giessen 49ers og Bayreuth, spænska liðinu Farho Gijon og finnska liðinu ToPo.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×