Staða efnahagsmála verri en talið var 7. apríl 2009 08:45 Rólegt Umsvif á hafnarbakkanum eru nú minni en oft áður, enda hefur innflutningur dregist verulega saman. En útflutningsatvinnuvegirnir eiga líka undir högg að sækja sökum lækkandi söluverðs. Fréttablaðið/GVA Horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar voru verri á vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans 19. mars en við stýrivaxtaákvörðun 29. janúar. Þetta má lesa úr fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, frá 17. og 18. mars. Þar er gerð grein fyrir ákvörðunum nefndarinnar um eins prósentustigs lækkun stýrivaxta 19. mars og forsendum þeirra. Um miðjan mars var eftirspurn í heiminum orðin minni en gert hafði verið ráð fyrir, efnahagskreppan hafði dýpkað á heimsvísu og vaxtarhorfur helstu viðskiptalanda Íslendinga versnað. Áhrif þessa komu fram í lægra verði fyrir helstu útflutningsafurðir. Í fundargerðinni segir að spáð sé að verð á áli fyrir árið 2009 verði um átta prósentum lægra en áætlað var í janúar. Þá sýni ný gögn um sjávarútveginn að spáin í janúar hafi byggt á of mikilli bjartsýni. Fiskverð hafi lækkað um fjögur prósent milli mánaða í janúar og hafi haldið áfram að lækka í febrúar og mars. Endurskipulagning innlenda bankakerfisins gekk hægar en ætlað var samkvæmt fundargerðinni. Útlán innlánsstofnana frá bankahruninu hafi verið nánast engin. Þá hafi gengi krónunnar veikst, eftir hækkun í byrjun ársins. Í fundargerðinni kemur fram að þjóðarbúskapurinn aðlagist hratt, sem endurspegli sveigjanleika hans. Verðbólguþrýstingur muni óðum hverfa og verðlag verða stöðugt á meðan gengið helst tiltölulega stöðugt. Peningastefnunefndin var sammála um að við núverandi aðstæður væri mikilvægast að tryggja gengisstöðugleika. Því var tekin ákvörðun um hóflega lækkun stýrivaxta, úr átján prósentum í sautján. Það hafi verið viðeigandi með hliðsjón af hugsanlegum neikvæðum áhrifum af slökun peningastefnu á stöðugleika krónunnar. Birting fundargerða í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar er nýmæli. Í nýjum lögum um Seðlabankann frá því í febrúar er kveðið á um að þær skuli birta tveimur vikum eftir hverja ákvörðun. Í peningastefnunefnd Seðlabankans sitja Þórarinn G. Pétursson, starfandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, Svein Harald Øygard seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Að líkindum funda þeir nú stíft, enda viðbótarvaxtaákvörðunardagur á morgun. holmfridur@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Sjá meira
Horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar voru verri á vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans 19. mars en við stýrivaxtaákvörðun 29. janúar. Þetta má lesa úr fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, frá 17. og 18. mars. Þar er gerð grein fyrir ákvörðunum nefndarinnar um eins prósentustigs lækkun stýrivaxta 19. mars og forsendum þeirra. Um miðjan mars var eftirspurn í heiminum orðin minni en gert hafði verið ráð fyrir, efnahagskreppan hafði dýpkað á heimsvísu og vaxtarhorfur helstu viðskiptalanda Íslendinga versnað. Áhrif þessa komu fram í lægra verði fyrir helstu útflutningsafurðir. Í fundargerðinni segir að spáð sé að verð á áli fyrir árið 2009 verði um átta prósentum lægra en áætlað var í janúar. Þá sýni ný gögn um sjávarútveginn að spáin í janúar hafi byggt á of mikilli bjartsýni. Fiskverð hafi lækkað um fjögur prósent milli mánaða í janúar og hafi haldið áfram að lækka í febrúar og mars. Endurskipulagning innlenda bankakerfisins gekk hægar en ætlað var samkvæmt fundargerðinni. Útlán innlánsstofnana frá bankahruninu hafi verið nánast engin. Þá hafi gengi krónunnar veikst, eftir hækkun í byrjun ársins. Í fundargerðinni kemur fram að þjóðarbúskapurinn aðlagist hratt, sem endurspegli sveigjanleika hans. Verðbólguþrýstingur muni óðum hverfa og verðlag verða stöðugt á meðan gengið helst tiltölulega stöðugt. Peningastefnunefndin var sammála um að við núverandi aðstæður væri mikilvægast að tryggja gengisstöðugleika. Því var tekin ákvörðun um hóflega lækkun stýrivaxta, úr átján prósentum í sautján. Það hafi verið viðeigandi með hliðsjón af hugsanlegum neikvæðum áhrifum af slökun peningastefnu á stöðugleika krónunnar. Birting fundargerða í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar er nýmæli. Í nýjum lögum um Seðlabankann frá því í febrúar er kveðið á um að þær skuli birta tveimur vikum eftir hverja ákvörðun. Í peningastefnunefnd Seðlabankans sitja Þórarinn G. Pétursson, starfandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, Svein Harald Øygard seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Að líkindum funda þeir nú stíft, enda viðbótarvaxtaákvörðunardagur á morgun. holmfridur@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Sjá meira