Ísland upp um níu sæti á heimslista FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. október 2009 11:00 Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán Íslenska landsliðið í knattspyrnu fór upp um níu sæti á heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í dag. Ísland er nú í 87. sæti en hefur síðan síðasti listi var gefinn út unnið tvo vináttulandsleiki - gegn Georgíu og Suður-Afríku - og gert jafntefli við Noreg í undankeppni HM 2010. Ísland fékk 392,5 stig fyrir Noregsleikinn, 352,43 stig fyrir sigurinn á Suður-Afríku og 264 stig fyrir sigurinn á Georgíu. Ísland hefur hæst náð 75. sæti á heimslistanum á þessu ári en það var í mars síðastliðnum. Ísland er nú í 40. sæti af alls 53 Evrópuþjóðum og fór upp um tvö sæti frá síðasta mánuði. Liðið hoppaði þar með upp fyrir Moldóvu og Albaníu. Næstu Evrópulið fyrir ofan Ísland eru Wales, Svartfjallaland, Hvíta-Rússland og Belgía. Suður-Afríka hrundi um tólf sæti eftir að hafa tapað fjórum af fimm leikjum sínum á undanförnum mánuði. Liðið er nú í 85. sæti og hefur ekki verið neðar á listanum síðan 1993. Engin breyting er á meðal fjögurra efstu þjóða á heimslistanum. Brasilía, Spánn, Holland og Ítalía eru efst á blaði en Þýskaland er nú í fimmta sæti. Þjóðverjar voru í síðasta mánuði ásamt Ítölum í 4.-5. sæti. Diego Maradona og hans menn í Argentínu hoppa upp um tvö sæti og eru nú í sjötta sæti listans. England er í sjöunda sæti en næst koma Króatía, Frakkland og Portúgal. Af þessum þjóðum hafa þau tvö síðastnefndu ekki enn tryggt sér sæti á HM í Suður-Afríku á næsta ári en Króatía er hins vegar fallið úr leik. Króatar og Tékkar eru einu þjóðirnar meðal þeirru 20 efstu sem náðu ekki að tryggja sér farseðilinn til Suður-Afríku. Þrettán eru þegar búnar að koma sér á HM og fimm þurfa að fara í umspil. Aðeins tvær þjóðir sem munu taka þátt í HM í Suður-Afríku á næsta ári eru ekki á meðal efstu 50 á heimslistanum. Það eru gestgjafarnir (85. sæti) og Norður-Kórea sem er í 91. sæti. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu fór upp um níu sæti á heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í dag. Ísland er nú í 87. sæti en hefur síðan síðasti listi var gefinn út unnið tvo vináttulandsleiki - gegn Georgíu og Suður-Afríku - og gert jafntefli við Noreg í undankeppni HM 2010. Ísland fékk 392,5 stig fyrir Noregsleikinn, 352,43 stig fyrir sigurinn á Suður-Afríku og 264 stig fyrir sigurinn á Georgíu. Ísland hefur hæst náð 75. sæti á heimslistanum á þessu ári en það var í mars síðastliðnum. Ísland er nú í 40. sæti af alls 53 Evrópuþjóðum og fór upp um tvö sæti frá síðasta mánuði. Liðið hoppaði þar með upp fyrir Moldóvu og Albaníu. Næstu Evrópulið fyrir ofan Ísland eru Wales, Svartfjallaland, Hvíta-Rússland og Belgía. Suður-Afríka hrundi um tólf sæti eftir að hafa tapað fjórum af fimm leikjum sínum á undanförnum mánuði. Liðið er nú í 85. sæti og hefur ekki verið neðar á listanum síðan 1993. Engin breyting er á meðal fjögurra efstu þjóða á heimslistanum. Brasilía, Spánn, Holland og Ítalía eru efst á blaði en Þýskaland er nú í fimmta sæti. Þjóðverjar voru í síðasta mánuði ásamt Ítölum í 4.-5. sæti. Diego Maradona og hans menn í Argentínu hoppa upp um tvö sæti og eru nú í sjötta sæti listans. England er í sjöunda sæti en næst koma Króatía, Frakkland og Portúgal. Af þessum þjóðum hafa þau tvö síðastnefndu ekki enn tryggt sér sæti á HM í Suður-Afríku á næsta ári en Króatía er hins vegar fallið úr leik. Króatar og Tékkar eru einu þjóðirnar meðal þeirru 20 efstu sem náðu ekki að tryggja sér farseðilinn til Suður-Afríku. Þrettán eru þegar búnar að koma sér á HM og fimm þurfa að fara í umspil. Aðeins tvær þjóðir sem munu taka þátt í HM í Suður-Afríku á næsta ári eru ekki á meðal efstu 50 á heimslistanum. Það eru gestgjafarnir (85. sæti) og Norður-Kórea sem er í 91. sæti.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira