Miklu meiri lokaúrslitareynsla í KR-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2009 14:30 Systurnar Hildur og Guðrún Arna Sigurðardætur hafa leikið 19 leiki hvor í lokaúrslitum. Mynd/Vilhelm Haukar og KR hefja á eftir úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Haukar eru deildarmeistarar og með heimavallarrétt en það er miklu meiri lokaúrslitareynsla í liði Vesturbæinga. Tíu KR-konur hafa áður tekið þátt í lokaúrslitum á móti aðeins fjórum Haukakonum. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 16.00 á Ásvöllum. Tíu leikmenn KR hafa tekið þátt í samtals 78 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað í 1358 mínútur í þessum leikjum um Íslandsmeistaratitilinn. Fjórir leikmenn Hauka hafa aftur á móti tekið þátt í samtals 19 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað alls í 202 mínútur í leikjum um titilinn eða í 1156 færri mínútur en KR-konur. Öll lokaúrslitaleikjareynsla Haukaliðsins liggur nánast hjá Kristrúnu Sigurjónsdóttir, fyrirliða liðsins, en hún var í stóru hlutverki þegar Haukar unnu titilinn 2006 og 2007. Kristrún hefur spilað 193 af þessum 202 mínútum og ennfremur skorað 72 af þeim 74 stigum sem leikmenn Hauka hafa áður skorað í lokaúrslitum. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, er reyndasti leikmaður KR-liðsins, en hún hefur spilað 488 mínútur í 19 leikjum í lokaúrslitum. Hildur hefur skorað 8,4 stig og tekið 5,4 fráköst að meðaltali á 27,1 mínútum í þessum leikjum. Hildur varð Íslandsmeistari með KR 2001 og 2002 en tapaði með KR í lokaúrslitum 2000, 2003 og 2008. Systir Hildar, Guðrún Arna, hefur einnig leikið 19 leiki en 399 mínútum færra. Þrír leikmenn KR eru að spila í lokaúrslitum fjórða árið í röð. Þetta eru Borganessysturnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur og Margrét Kara Sturludóttir sem á ein möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Margrét Kara varð Íslandsmeistari með Keflavík í fyrra en hafði þurft að sætta sig við silfrið tvö ár þar á undan. Systurnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur geta orðið Íslandsmeistarar í þriðja sinn á fjórum árum en þær urðu meistarar með Haukum 2006 og 2007. Tveir leikmenn Haukaliðsins, Kristrún Sigurjónsdóttir og Sara Pálmadóttir, eiga einnig möguleika á því að vinna þriðja gullið á fjórum árum. Lokaúrslitaleikjareynslan í Haukaliðinu Kristrún Sigurjónsdóttir 7 leikir, 193 mínútur og 72 stig Sara Pálmadóttir 6 leikir, 7 mínútur og 0 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3 leikir, 2 mínútur og 2 stig Klara Guðmundsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Lokaúrslitaleikjareynslan í KR-liðinu Hildur Sigurðardóttir 19 leikir, 488 mínútur og 152 stig Guðrún Arna Sigurðardóttir 19 leikir, 89 mínútur og 19 stig Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10 leikir, 277 mínútur og 104 stig Margrét Kara Sturludóttir 10 leikir, 224 mínútur og 56 stig Guðrún Ósk Ámundadóttir 9 leikir, 108 mínútur og 21 stig Helga Einarsdóttir 3 leikir, 92 mínútur og 12 stig Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3 leikir, 80 mínútur og 27 stig Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3 leikir, 0 mínútur Brynhildur Jónsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Dóra Björn Þrándardóttir 1 leikur, 0 mínútur Fjögur ár í röð í lokaúrslitum Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (3,0 stig og 4,3 frák. á 18,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (14,0 stig og 7,5 frák. á 30,3 mínútum) KR, 2008 Silfur (13,0 stig og 12,0 frák. á 34,0 mínútum) Guðrún Ósk Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (2,0 stig á 4,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (1,3 stig og 1,5 frák. á 11,5 mínútum) KR, 2008 Silfur (4,7 stig og 1,7 frák. á 19,3 mínútum) Margrét Kara Sturludóttir Keflavík, 2006 Silfur (3,0 stig og 10,5 frák. á 22,5 mínútum) Keflavík, 2007 Silfur (7,8 stig og 8,0 frák. á 26,5 mínútum) Keflavík, 2008 Íslandsmeistari (6,3 stig og 11,0 frák. á 24,3 mínútum) Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Haukar og KR hefja á eftir úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Haukar eru deildarmeistarar og með heimavallarrétt en það er miklu meiri lokaúrslitareynsla í liði Vesturbæinga. Tíu KR-konur hafa áður tekið þátt í lokaúrslitum á móti aðeins fjórum Haukakonum. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 16.00 á Ásvöllum. Tíu leikmenn KR hafa tekið þátt í samtals 78 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað í 1358 mínútur í þessum leikjum um Íslandsmeistaratitilinn. Fjórir leikmenn Hauka hafa aftur á móti tekið þátt í samtals 19 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað alls í 202 mínútur í leikjum um titilinn eða í 1156 færri mínútur en KR-konur. Öll lokaúrslitaleikjareynsla Haukaliðsins liggur nánast hjá Kristrúnu Sigurjónsdóttir, fyrirliða liðsins, en hún var í stóru hlutverki þegar Haukar unnu titilinn 2006 og 2007. Kristrún hefur spilað 193 af þessum 202 mínútum og ennfremur skorað 72 af þeim 74 stigum sem leikmenn Hauka hafa áður skorað í lokaúrslitum. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, er reyndasti leikmaður KR-liðsins, en hún hefur spilað 488 mínútur í 19 leikjum í lokaúrslitum. Hildur hefur skorað 8,4 stig og tekið 5,4 fráköst að meðaltali á 27,1 mínútum í þessum leikjum. Hildur varð Íslandsmeistari með KR 2001 og 2002 en tapaði með KR í lokaúrslitum 2000, 2003 og 2008. Systir Hildar, Guðrún Arna, hefur einnig leikið 19 leiki en 399 mínútum færra. Þrír leikmenn KR eru að spila í lokaúrslitum fjórða árið í röð. Þetta eru Borganessysturnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur og Margrét Kara Sturludóttir sem á ein möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Margrét Kara varð Íslandsmeistari með Keflavík í fyrra en hafði þurft að sætta sig við silfrið tvö ár þar á undan. Systurnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur geta orðið Íslandsmeistarar í þriðja sinn á fjórum árum en þær urðu meistarar með Haukum 2006 og 2007. Tveir leikmenn Haukaliðsins, Kristrún Sigurjónsdóttir og Sara Pálmadóttir, eiga einnig möguleika á því að vinna þriðja gullið á fjórum árum. Lokaúrslitaleikjareynslan í Haukaliðinu Kristrún Sigurjónsdóttir 7 leikir, 193 mínútur og 72 stig Sara Pálmadóttir 6 leikir, 7 mínútur og 0 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3 leikir, 2 mínútur og 2 stig Klara Guðmundsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Lokaúrslitaleikjareynslan í KR-liðinu Hildur Sigurðardóttir 19 leikir, 488 mínútur og 152 stig Guðrún Arna Sigurðardóttir 19 leikir, 89 mínútur og 19 stig Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10 leikir, 277 mínútur og 104 stig Margrét Kara Sturludóttir 10 leikir, 224 mínútur og 56 stig Guðrún Ósk Ámundadóttir 9 leikir, 108 mínútur og 21 stig Helga Einarsdóttir 3 leikir, 92 mínútur og 12 stig Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3 leikir, 80 mínútur og 27 stig Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3 leikir, 0 mínútur Brynhildur Jónsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Dóra Björn Þrándardóttir 1 leikur, 0 mínútur Fjögur ár í röð í lokaúrslitum Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (3,0 stig og 4,3 frák. á 18,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (14,0 stig og 7,5 frák. á 30,3 mínútum) KR, 2008 Silfur (13,0 stig og 12,0 frák. á 34,0 mínútum) Guðrún Ósk Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (2,0 stig á 4,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (1,3 stig og 1,5 frák. á 11,5 mínútum) KR, 2008 Silfur (4,7 stig og 1,7 frák. á 19,3 mínútum) Margrét Kara Sturludóttir Keflavík, 2006 Silfur (3,0 stig og 10,5 frák. á 22,5 mínútum) Keflavík, 2007 Silfur (7,8 stig og 8,0 frák. á 26,5 mínútum) Keflavík, 2008 Íslandsmeistari (6,3 stig og 11,0 frák. á 24,3 mínútum)
Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira