Umfjöllun: Góður seinni hálfleikur dugði ekki gegn Svartfjallalandi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. ágúst 2009 15:57 Helena var stigahæst hjá Íslandi Mynd/Vilhelm Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi, 77-62, í lokaleik sínum í B-deild Evrópukeppninnar. Slakur fyrri hálfleikur gerði út um vonir Íslands gegn sterkasta liði deildarinnar. Svartfjallaland hóf leikinn betur og náði fljótt fimm stiga forystu, 6-1, en íslensku stelpurnar fóru illa með nokkur opin skot á upphafsmínútunum og virtust ekki hafa mikla trú á eigin aðgerðum. Birna Valgarðsdóttir náði að minnka muninn í tvö stig en nær komst íslenska liðið ekki og Svarfellingar náðu ellefu stiga forystu fyrir lok fyrsta leikhluta, 19-8. Ísland hitti aðeins úr tveim af ellefu skotum sínum utan af velli í fjórðungum og liðum er refsað fyrir það gegn Svartfjallandi sem sigrað hafur alla leiki sína í B-deild Evrópukeppninnar. Svartfellingar hófu annan leikhluta af krafti og náðu 18 stiga forystu, 30-12, þegar rétt þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Þá tók íslenska liðið við sér. Liðið lék af mun meiri ákefð og fór að láta finna fyrir sér. Ísland skoraði níu stig gegn tveimur og minnkaði muninn í 21-32. Íslenska liðið náði ekki fylgja þessum góða leikkafla eftir út hálfleikinn og Svartfjallaland náði 15 stiga forystu fyrir hálfleikinn, 38-23. Miklu munaði um að Helena Sverrisdóttir náði sér ekki á strik í sóknarleiknum og hitti ekki úr neinu af sjö skotum sínum utan af velli í hálfleiknum. Birna Valgarðsdóttir skoraði sjö stig fyrir Ísland í hálfleiknum og Helena fimm, öll af vítalínunni. Allt annað var að sjá til Íslands í upphafi síðari hálfleiks og eftir fimm mínútur í þriðja leikhluta var munurinn kominn niður í tíu stig, 32-42. Svartfjallaland náði að auka forystuna í þrettán stig fyrir lok þriðja leikhluta, 54-41, en íslenska liðið lék mun betur í fjórðungnum en liðið hafði gert fram að því í leiknum, sérstaklega sóknarlega. Íslenska liðið náði ekki að minnka muninn í fjórða leikhluta þó Svartfellingar næðu aldrei meira en sautján stiga forystu í fjórðungnum. Svartfellingar gerðu það sem þær þurftu og komu í veg fyrir að leikurinn yrði spennandi með því halda Íslandi í öruggri fjarlægð og fögnuðu að lokum fimmtán stiga sigri, 77-62. Íslenska liðið getur vel við unað. Liðið lék vel í seinni hálfleik en slök nýting í fyrri hálfleik gerði það að verkum að úrslitin voru svo gott sem ráðin í hálfleik. Stig Íslands:Helena Sverrisdóttir 23, Birna Valgarðsdóttir 18, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6, Hildur Sigurðardóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Guðrún Ámundadóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi, 77-62, í lokaleik sínum í B-deild Evrópukeppninnar. Slakur fyrri hálfleikur gerði út um vonir Íslands gegn sterkasta liði deildarinnar. Svartfjallaland hóf leikinn betur og náði fljótt fimm stiga forystu, 6-1, en íslensku stelpurnar fóru illa með nokkur opin skot á upphafsmínútunum og virtust ekki hafa mikla trú á eigin aðgerðum. Birna Valgarðsdóttir náði að minnka muninn í tvö stig en nær komst íslenska liðið ekki og Svarfellingar náðu ellefu stiga forystu fyrir lok fyrsta leikhluta, 19-8. Ísland hitti aðeins úr tveim af ellefu skotum sínum utan af velli í fjórðungum og liðum er refsað fyrir það gegn Svartfjallandi sem sigrað hafur alla leiki sína í B-deild Evrópukeppninnar. Svartfellingar hófu annan leikhluta af krafti og náðu 18 stiga forystu, 30-12, þegar rétt þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Þá tók íslenska liðið við sér. Liðið lék af mun meiri ákefð og fór að láta finna fyrir sér. Ísland skoraði níu stig gegn tveimur og minnkaði muninn í 21-32. Íslenska liðið náði ekki fylgja þessum góða leikkafla eftir út hálfleikinn og Svartfjallaland náði 15 stiga forystu fyrir hálfleikinn, 38-23. Miklu munaði um að Helena Sverrisdóttir náði sér ekki á strik í sóknarleiknum og hitti ekki úr neinu af sjö skotum sínum utan af velli í hálfleiknum. Birna Valgarðsdóttir skoraði sjö stig fyrir Ísland í hálfleiknum og Helena fimm, öll af vítalínunni. Allt annað var að sjá til Íslands í upphafi síðari hálfleiks og eftir fimm mínútur í þriðja leikhluta var munurinn kominn niður í tíu stig, 32-42. Svartfjallaland náði að auka forystuna í þrettán stig fyrir lok þriðja leikhluta, 54-41, en íslenska liðið lék mun betur í fjórðungnum en liðið hafði gert fram að því í leiknum, sérstaklega sóknarlega. Íslenska liðið náði ekki að minnka muninn í fjórða leikhluta þó Svartfellingar næðu aldrei meira en sautján stiga forystu í fjórðungnum. Svartfellingar gerðu það sem þær þurftu og komu í veg fyrir að leikurinn yrði spennandi með því halda Íslandi í öruggri fjarlægð og fögnuðu að lokum fimmtán stiga sigri, 77-62. Íslenska liðið getur vel við unað. Liðið lék vel í seinni hálfleik en slök nýting í fyrri hálfleik gerði það að verkum að úrslitin voru svo gott sem ráðin í hálfleik. Stig Íslands:Helena Sverrisdóttir 23, Birna Valgarðsdóttir 18, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6, Hildur Sigurðardóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Guðrún Ámundadóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira