Ríkisstjórnin endurskoði áherslur í atvinnumálum Elín Björg Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2009 06:00 BSRB átti aðild að stöðugleikasáttmálanum sem aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum síðastliðið sumar. Bandalagið studdi - og styður enn - það meginmarkmið sáttmálans að verja kjör launafólks og tryggja fulla atvinnu. Hins vegar er ekki sama hvernig að verki er staðið. Það skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli hvernig þetta er gert, hverjar áherslurnar eru við atvinnusköpun og hvernig stjórnvöld bera sig að. Á nýafstöðnu þingi BSRB var lögð rík áhersla á að standa vörð um almannaþjónustuna. Bent var á að á samdráttartímum væri meiri þörf en nokkru sinni fyrir öflugt velferðarkerfi. Göt á öryggisneti velferðarþjónustunnar geta hæglega valdið óbætanlegu tjóni, ekki eingöngu fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga heldur samfélagið allt. Frændur okkar Finnar sem gengu í gegnum djúpa kreppu á tíunda áratug síðustu aldar hafa varað alvarlega við því að skera um of niður í velferðarþjónustu á samdráttartímum - og ekki að ástæðulausu. Rannsóknir þar í landi hafa nefnilega sýnt að enn í dag er samfélagið að súpa seyðið af of kröppum niðurskurði í velferðarþjónustunni á þessum tíma. Þessi atriði komu öll til skoðunar á þingi BSRB og varð niðurstaðan sú að þingið fól forystu bandalagsins að beita sér af alefli til að verja störf í almannaþjónustunni í þeim niðurskurði sem hafinn er. Þing bandalagsins var ósátt við þau áform sem birtast í stöðugleikasáttmálanum þar sem aðaláhersla er á uppbyggingu hefðbundinna karlastarfa á sama tíma og áformað er að skera ótæpilega niður á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála. Ein hlið á þessum málum er sú að niðurskurður í samfélagsþjónustunni bitnar fremur á konum en körlum því í velferðarkerfinu eru kvennastörf í yfirgnæfandi meirihluta. Það er öfugsnúið að byrja á því að fækka kvennastörfum en setjast að því búnu yfir úrræði sem miða fyrst og fremst að því að skapa störf fyrir karla, að þeim ólöstuðum að sjálfsögðu. Þess má geta að á þingi BSRB kom fram gagnrýni á þessa stefnumörkun og ekkert síður frá hinum svokölluðu karlastéttum en kvennastéttum. Allir stjórnmálaflokkar hafa sagst vilja standa vörð um jafnrétti kynjanna í atvinnumálum sem öðru. Þessi framganga er hins vegar ekki í þeim anda. Stjórnmálamenn verða að vera sjálfum sér samkvæmir í orðum og athöfnum. Þetta er nokkuð sem núverandi ríkisstjórn verður að taka til sín. Mér virðist því miður skorta á að samræmi sé í fyrirheitum hennar annars vegar og gjörðum hins vegar. Þegar þeir þættir sem hér hafa verið raktir eru teknir saman - mikilvægi velferðarþjónustunnar á krepputímum á annan bóginn og svo jafnrétti kynjanna í atvinnumálum á hinn bóginn - er augljóst að ríkisstjórnin verður að endurskoða áherslur í fjárlagagerðinni fyrir komandi ár. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
BSRB átti aðild að stöðugleikasáttmálanum sem aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum síðastliðið sumar. Bandalagið studdi - og styður enn - það meginmarkmið sáttmálans að verja kjör launafólks og tryggja fulla atvinnu. Hins vegar er ekki sama hvernig að verki er staðið. Það skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli hvernig þetta er gert, hverjar áherslurnar eru við atvinnusköpun og hvernig stjórnvöld bera sig að. Á nýafstöðnu þingi BSRB var lögð rík áhersla á að standa vörð um almannaþjónustuna. Bent var á að á samdráttartímum væri meiri þörf en nokkru sinni fyrir öflugt velferðarkerfi. Göt á öryggisneti velferðarþjónustunnar geta hæglega valdið óbætanlegu tjóni, ekki eingöngu fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga heldur samfélagið allt. Frændur okkar Finnar sem gengu í gegnum djúpa kreppu á tíunda áratug síðustu aldar hafa varað alvarlega við því að skera um of niður í velferðarþjónustu á samdráttartímum - og ekki að ástæðulausu. Rannsóknir þar í landi hafa nefnilega sýnt að enn í dag er samfélagið að súpa seyðið af of kröppum niðurskurði í velferðarþjónustunni á þessum tíma. Þessi atriði komu öll til skoðunar á þingi BSRB og varð niðurstaðan sú að þingið fól forystu bandalagsins að beita sér af alefli til að verja störf í almannaþjónustunni í þeim niðurskurði sem hafinn er. Þing bandalagsins var ósátt við þau áform sem birtast í stöðugleikasáttmálanum þar sem aðaláhersla er á uppbyggingu hefðbundinna karlastarfa á sama tíma og áformað er að skera ótæpilega niður á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála. Ein hlið á þessum málum er sú að niðurskurður í samfélagsþjónustunni bitnar fremur á konum en körlum því í velferðarkerfinu eru kvennastörf í yfirgnæfandi meirihluta. Það er öfugsnúið að byrja á því að fækka kvennastörfum en setjast að því búnu yfir úrræði sem miða fyrst og fremst að því að skapa störf fyrir karla, að þeim ólöstuðum að sjálfsögðu. Þess má geta að á þingi BSRB kom fram gagnrýni á þessa stefnumörkun og ekkert síður frá hinum svokölluðu karlastéttum en kvennastéttum. Allir stjórnmálaflokkar hafa sagst vilja standa vörð um jafnrétti kynjanna í atvinnumálum sem öðru. Þessi framganga er hins vegar ekki í þeim anda. Stjórnmálamenn verða að vera sjálfum sér samkvæmir í orðum og athöfnum. Þetta er nokkuð sem núverandi ríkisstjórn verður að taka til sín. Mér virðist því miður skorta á að samræmi sé í fyrirheitum hennar annars vegar og gjörðum hins vegar. Þegar þeir þættir sem hér hafa verið raktir eru teknir saman - mikilvægi velferðarþjónustunnar á krepputímum á annan bóginn og svo jafnrétti kynjanna í atvinnumálum á hinn bóginn - er augljóst að ríkisstjórnin verður að endurskoða áherslur í fjárlagagerðinni fyrir komandi ár. Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar