Ríkisstjórnin endurskoði áherslur í atvinnumálum Elín Björg Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2009 06:00 BSRB átti aðild að stöðugleikasáttmálanum sem aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum síðastliðið sumar. Bandalagið studdi - og styður enn - það meginmarkmið sáttmálans að verja kjör launafólks og tryggja fulla atvinnu. Hins vegar er ekki sama hvernig að verki er staðið. Það skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli hvernig þetta er gert, hverjar áherslurnar eru við atvinnusköpun og hvernig stjórnvöld bera sig að. Á nýafstöðnu þingi BSRB var lögð rík áhersla á að standa vörð um almannaþjónustuna. Bent var á að á samdráttartímum væri meiri þörf en nokkru sinni fyrir öflugt velferðarkerfi. Göt á öryggisneti velferðarþjónustunnar geta hæglega valdið óbætanlegu tjóni, ekki eingöngu fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga heldur samfélagið allt. Frændur okkar Finnar sem gengu í gegnum djúpa kreppu á tíunda áratug síðustu aldar hafa varað alvarlega við því að skera um of niður í velferðarþjónustu á samdráttartímum - og ekki að ástæðulausu. Rannsóknir þar í landi hafa nefnilega sýnt að enn í dag er samfélagið að súpa seyðið af of kröppum niðurskurði í velferðarþjónustunni á þessum tíma. Þessi atriði komu öll til skoðunar á þingi BSRB og varð niðurstaðan sú að þingið fól forystu bandalagsins að beita sér af alefli til að verja störf í almannaþjónustunni í þeim niðurskurði sem hafinn er. Þing bandalagsins var ósátt við þau áform sem birtast í stöðugleikasáttmálanum þar sem aðaláhersla er á uppbyggingu hefðbundinna karlastarfa á sama tíma og áformað er að skera ótæpilega niður á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála. Ein hlið á þessum málum er sú að niðurskurður í samfélagsþjónustunni bitnar fremur á konum en körlum því í velferðarkerfinu eru kvennastörf í yfirgnæfandi meirihluta. Það er öfugsnúið að byrja á því að fækka kvennastörfum en setjast að því búnu yfir úrræði sem miða fyrst og fremst að því að skapa störf fyrir karla, að þeim ólöstuðum að sjálfsögðu. Þess má geta að á þingi BSRB kom fram gagnrýni á þessa stefnumörkun og ekkert síður frá hinum svokölluðu karlastéttum en kvennastéttum. Allir stjórnmálaflokkar hafa sagst vilja standa vörð um jafnrétti kynjanna í atvinnumálum sem öðru. Þessi framganga er hins vegar ekki í þeim anda. Stjórnmálamenn verða að vera sjálfum sér samkvæmir í orðum og athöfnum. Þetta er nokkuð sem núverandi ríkisstjórn verður að taka til sín. Mér virðist því miður skorta á að samræmi sé í fyrirheitum hennar annars vegar og gjörðum hins vegar. Þegar þeir þættir sem hér hafa verið raktir eru teknir saman - mikilvægi velferðarþjónustunnar á krepputímum á annan bóginn og svo jafnrétti kynjanna í atvinnumálum á hinn bóginn - er augljóst að ríkisstjórnin verður að endurskoða áherslur í fjárlagagerðinni fyrir komandi ár. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
BSRB átti aðild að stöðugleikasáttmálanum sem aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum síðastliðið sumar. Bandalagið studdi - og styður enn - það meginmarkmið sáttmálans að verja kjör launafólks og tryggja fulla atvinnu. Hins vegar er ekki sama hvernig að verki er staðið. Það skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli hvernig þetta er gert, hverjar áherslurnar eru við atvinnusköpun og hvernig stjórnvöld bera sig að. Á nýafstöðnu þingi BSRB var lögð rík áhersla á að standa vörð um almannaþjónustuna. Bent var á að á samdráttartímum væri meiri þörf en nokkru sinni fyrir öflugt velferðarkerfi. Göt á öryggisneti velferðarþjónustunnar geta hæglega valdið óbætanlegu tjóni, ekki eingöngu fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga heldur samfélagið allt. Frændur okkar Finnar sem gengu í gegnum djúpa kreppu á tíunda áratug síðustu aldar hafa varað alvarlega við því að skera um of niður í velferðarþjónustu á samdráttartímum - og ekki að ástæðulausu. Rannsóknir þar í landi hafa nefnilega sýnt að enn í dag er samfélagið að súpa seyðið af of kröppum niðurskurði í velferðarþjónustunni á þessum tíma. Þessi atriði komu öll til skoðunar á þingi BSRB og varð niðurstaðan sú að þingið fól forystu bandalagsins að beita sér af alefli til að verja störf í almannaþjónustunni í þeim niðurskurði sem hafinn er. Þing bandalagsins var ósátt við þau áform sem birtast í stöðugleikasáttmálanum þar sem aðaláhersla er á uppbyggingu hefðbundinna karlastarfa á sama tíma og áformað er að skera ótæpilega niður á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála. Ein hlið á þessum málum er sú að niðurskurður í samfélagsþjónustunni bitnar fremur á konum en körlum því í velferðarkerfinu eru kvennastörf í yfirgnæfandi meirihluta. Það er öfugsnúið að byrja á því að fækka kvennastörfum en setjast að því búnu yfir úrræði sem miða fyrst og fremst að því að skapa störf fyrir karla, að þeim ólöstuðum að sjálfsögðu. Þess má geta að á þingi BSRB kom fram gagnrýni á þessa stefnumörkun og ekkert síður frá hinum svokölluðu karlastéttum en kvennastéttum. Allir stjórnmálaflokkar hafa sagst vilja standa vörð um jafnrétti kynjanna í atvinnumálum sem öðru. Þessi framganga er hins vegar ekki í þeim anda. Stjórnmálamenn verða að vera sjálfum sér samkvæmir í orðum og athöfnum. Þetta er nokkuð sem núverandi ríkisstjórn verður að taka til sín. Mér virðist því miður skorta á að samræmi sé í fyrirheitum hennar annars vegar og gjörðum hins vegar. Þegar þeir þættir sem hér hafa verið raktir eru teknir saman - mikilvægi velferðarþjónustunnar á krepputímum á annan bóginn og svo jafnrétti kynjanna í atvinnumálum á hinn bóginn - er augljóst að ríkisstjórnin verður að endurskoða áherslur í fjárlagagerðinni fyrir komandi ár. Höfundur er formaður BSRB.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun