Konur sem töggur er í Gerður Kristný skrifar 26. október 2009 06:00 Lætin voru svo mikil í mellunum, að þær hlupu unnvörpum um borð, ruku niður í lúkar og berháttuðu sig þar umsvifalaust, til að sýna á sér skrokkana. ... Þær voru bráðmyndarlegar stúlkur margar, nokkuð þykkvaxnar. Það er einhver töggur í þessu kvenfólki," segir Íslendingur nokkur um rússneskar vændiskonur í ævisögu frá áttunda áratug síðustu aldar. Hann lætur fylgja með að hann hafi verið með einni „þarna í lúkarnum". Viðhorf íslenskra karlmanna til vændis hefur jafnan einkennst af barnaskap. Þeir virðast líta á vændiskonur sem hressar stúlkur sem standist einfaldlega ekki svona víkinga. Og þó svo þeir gauki peningum að dömunum? En nú hefur þjóðin vaknað við vondan draum. Hér hafa menn orðið uppvísir að mansali. Karlar svipta konur frelsinu og aðrir karlar borga síðan þessum körlum fyrir að fá að nauðga þeim. Til eru íslenskir karlmenn sem fúlsa ekki við því. Ekki eru það bara konur sem pyntaðar eru á þennan hátt því unglingsstúlkur sleppa ekki. Hærra verð fæst fyrir þær sem hafa verið „skólaðar til", þ.e.a.s. pyntaðar tímunum saman, oft af hópi karla. Þaðan í frá geta kvalararnir haft hemil á þeim með augnaráðinu einu. Það segir mikið að litháíska stúlkan sem kom hingað fyrir tveimur vikum, og landar hennar hugðust selja í vændi, skuli hafa verið send ein í flugi. Enginn virðist hafa átt von á að hún veitti mótspyrnu. Lögreglan hefur verið undir smásjá, enda almenningur forvitinn um hvernig hún brygðist við. Alltaf má gera betur. Fáeinum dögum eftir komu stúlkunnar stóð á lögregluvefnum að götuvændi færi vaxandi hér og síðan sagt: „Í höfuðborgum nágrannalandanna hafa erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum."Þessi undarlega fullyrðing var síðan étin upp af Morgunblaðinu. Í Bylgjuviðtali nokkru síðar benti Stefán Eiríksson lögreglustjóri þó á að framboðið væri ekki vandamálið við vændi, heldur eftirspurnin. Nákvæmlega! Við vitum of mikið til að geta lokað augunum fyrir eymd annarra. Framan á bókarkápu ævisögunnar sem ég minntist á í upphafi stendur: „Þú hlærð þig máttlausan við lesturinn og á stundum getur þú ekki lesið fyrir hláturrokunum." Jú, ætli maður hlæi ekki af feginleik yfir að dætur íslenskra sjómanna hafi ekki verið neyddar til að sýna allan þann tögg sem í þeim býr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Lætin voru svo mikil í mellunum, að þær hlupu unnvörpum um borð, ruku niður í lúkar og berháttuðu sig þar umsvifalaust, til að sýna á sér skrokkana. ... Þær voru bráðmyndarlegar stúlkur margar, nokkuð þykkvaxnar. Það er einhver töggur í þessu kvenfólki," segir Íslendingur nokkur um rússneskar vændiskonur í ævisögu frá áttunda áratug síðustu aldar. Hann lætur fylgja með að hann hafi verið með einni „þarna í lúkarnum". Viðhorf íslenskra karlmanna til vændis hefur jafnan einkennst af barnaskap. Þeir virðast líta á vændiskonur sem hressar stúlkur sem standist einfaldlega ekki svona víkinga. Og þó svo þeir gauki peningum að dömunum? En nú hefur þjóðin vaknað við vondan draum. Hér hafa menn orðið uppvísir að mansali. Karlar svipta konur frelsinu og aðrir karlar borga síðan þessum körlum fyrir að fá að nauðga þeim. Til eru íslenskir karlmenn sem fúlsa ekki við því. Ekki eru það bara konur sem pyntaðar eru á þennan hátt því unglingsstúlkur sleppa ekki. Hærra verð fæst fyrir þær sem hafa verið „skólaðar til", þ.e.a.s. pyntaðar tímunum saman, oft af hópi karla. Þaðan í frá geta kvalararnir haft hemil á þeim með augnaráðinu einu. Það segir mikið að litháíska stúlkan sem kom hingað fyrir tveimur vikum, og landar hennar hugðust selja í vændi, skuli hafa verið send ein í flugi. Enginn virðist hafa átt von á að hún veitti mótspyrnu. Lögreglan hefur verið undir smásjá, enda almenningur forvitinn um hvernig hún brygðist við. Alltaf má gera betur. Fáeinum dögum eftir komu stúlkunnar stóð á lögregluvefnum að götuvændi færi vaxandi hér og síðan sagt: „Í höfuðborgum nágrannalandanna hafa erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum."Þessi undarlega fullyrðing var síðan étin upp af Morgunblaðinu. Í Bylgjuviðtali nokkru síðar benti Stefán Eiríksson lögreglustjóri þó á að framboðið væri ekki vandamálið við vændi, heldur eftirspurnin. Nákvæmlega! Við vitum of mikið til að geta lokað augunum fyrir eymd annarra. Framan á bókarkápu ævisögunnar sem ég minntist á í upphafi stendur: „Þú hlærð þig máttlausan við lesturinn og á stundum getur þú ekki lesið fyrir hláturrokunum." Jú, ætli maður hlæi ekki af feginleik yfir að dætur íslenskra sjómanna hafi ekki verið neyddar til að sýna allan þann tögg sem í þeim býr.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun