Konur sem töggur er í Gerður Kristný skrifar 26. október 2009 06:00 Lætin voru svo mikil í mellunum, að þær hlupu unnvörpum um borð, ruku niður í lúkar og berháttuðu sig þar umsvifalaust, til að sýna á sér skrokkana. ... Þær voru bráðmyndarlegar stúlkur margar, nokkuð þykkvaxnar. Það er einhver töggur í þessu kvenfólki," segir Íslendingur nokkur um rússneskar vændiskonur í ævisögu frá áttunda áratug síðustu aldar. Hann lætur fylgja með að hann hafi verið með einni „þarna í lúkarnum". Viðhorf íslenskra karlmanna til vændis hefur jafnan einkennst af barnaskap. Þeir virðast líta á vændiskonur sem hressar stúlkur sem standist einfaldlega ekki svona víkinga. Og þó svo þeir gauki peningum að dömunum? En nú hefur þjóðin vaknað við vondan draum. Hér hafa menn orðið uppvísir að mansali. Karlar svipta konur frelsinu og aðrir karlar borga síðan þessum körlum fyrir að fá að nauðga þeim. Til eru íslenskir karlmenn sem fúlsa ekki við því. Ekki eru það bara konur sem pyntaðar eru á þennan hátt því unglingsstúlkur sleppa ekki. Hærra verð fæst fyrir þær sem hafa verið „skólaðar til", þ.e.a.s. pyntaðar tímunum saman, oft af hópi karla. Þaðan í frá geta kvalararnir haft hemil á þeim með augnaráðinu einu. Það segir mikið að litháíska stúlkan sem kom hingað fyrir tveimur vikum, og landar hennar hugðust selja í vændi, skuli hafa verið send ein í flugi. Enginn virðist hafa átt von á að hún veitti mótspyrnu. Lögreglan hefur verið undir smásjá, enda almenningur forvitinn um hvernig hún brygðist við. Alltaf má gera betur. Fáeinum dögum eftir komu stúlkunnar stóð á lögregluvefnum að götuvændi færi vaxandi hér og síðan sagt: „Í höfuðborgum nágrannalandanna hafa erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum."Þessi undarlega fullyrðing var síðan étin upp af Morgunblaðinu. Í Bylgjuviðtali nokkru síðar benti Stefán Eiríksson lögreglustjóri þó á að framboðið væri ekki vandamálið við vændi, heldur eftirspurnin. Nákvæmlega! Við vitum of mikið til að geta lokað augunum fyrir eymd annarra. Framan á bókarkápu ævisögunnar sem ég minntist á í upphafi stendur: „Þú hlærð þig máttlausan við lesturinn og á stundum getur þú ekki lesið fyrir hláturrokunum." Jú, ætli maður hlæi ekki af feginleik yfir að dætur íslenskra sjómanna hafi ekki verið neyddar til að sýna allan þann tögg sem í þeim býr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lætin voru svo mikil í mellunum, að þær hlupu unnvörpum um borð, ruku niður í lúkar og berháttuðu sig þar umsvifalaust, til að sýna á sér skrokkana. ... Þær voru bráðmyndarlegar stúlkur margar, nokkuð þykkvaxnar. Það er einhver töggur í þessu kvenfólki," segir Íslendingur nokkur um rússneskar vændiskonur í ævisögu frá áttunda áratug síðustu aldar. Hann lætur fylgja með að hann hafi verið með einni „þarna í lúkarnum". Viðhorf íslenskra karlmanna til vændis hefur jafnan einkennst af barnaskap. Þeir virðast líta á vændiskonur sem hressar stúlkur sem standist einfaldlega ekki svona víkinga. Og þó svo þeir gauki peningum að dömunum? En nú hefur þjóðin vaknað við vondan draum. Hér hafa menn orðið uppvísir að mansali. Karlar svipta konur frelsinu og aðrir karlar borga síðan þessum körlum fyrir að fá að nauðga þeim. Til eru íslenskir karlmenn sem fúlsa ekki við því. Ekki eru það bara konur sem pyntaðar eru á þennan hátt því unglingsstúlkur sleppa ekki. Hærra verð fæst fyrir þær sem hafa verið „skólaðar til", þ.e.a.s. pyntaðar tímunum saman, oft af hópi karla. Þaðan í frá geta kvalararnir haft hemil á þeim með augnaráðinu einu. Það segir mikið að litháíska stúlkan sem kom hingað fyrir tveimur vikum, og landar hennar hugðust selja í vændi, skuli hafa verið send ein í flugi. Enginn virðist hafa átt von á að hún veitti mótspyrnu. Lögreglan hefur verið undir smásjá, enda almenningur forvitinn um hvernig hún brygðist við. Alltaf má gera betur. Fáeinum dögum eftir komu stúlkunnar stóð á lögregluvefnum að götuvændi færi vaxandi hér og síðan sagt: „Í höfuðborgum nágrannalandanna hafa erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum."Þessi undarlega fullyrðing var síðan étin upp af Morgunblaðinu. Í Bylgjuviðtali nokkru síðar benti Stefán Eiríksson lögreglustjóri þó á að framboðið væri ekki vandamálið við vændi, heldur eftirspurnin. Nákvæmlega! Við vitum of mikið til að geta lokað augunum fyrir eymd annarra. Framan á bókarkápu ævisögunnar sem ég minntist á í upphafi stendur: „Þú hlærð þig máttlausan við lesturinn og á stundum getur þú ekki lesið fyrir hláturrokunum." Jú, ætli maður hlæi ekki af feginleik yfir að dætur íslenskra sjómanna hafi ekki verið neyddar til að sýna allan þann tögg sem í þeim býr.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun