Konur sem töggur er í
Hann lætur fylgja með að hann hafi verið með einni „þarna í lúkarnum". Viðhorf íslenskra karlmanna til vændis hefur jafnan einkennst af barnaskap.
Þeir virðast líta á vændiskonur sem hressar stúlkur sem standist einfaldlega ekki svona víkinga. Og þó svo þeir gauki peningum að dömunum? En nú hefur þjóðin vaknað við vondan draum. Hér hafa menn orðið uppvísir að mansali. Karlar svipta konur frelsinu og aðrir karlar borga síðan þessum körlum fyrir að fá að nauðga þeim. Til eru íslenskir karlmenn sem fúlsa ekki við því. Ekki eru það bara konur sem pyntaðar eru á þennan hátt því unglingsstúlkur sleppa ekki. Hærra verð fæst fyrir þær sem hafa verið „skólaðar til", þ.e.a.s. pyntaðar tímunum saman, oft af hópi karla. Þaðan í frá geta kvalararnir haft hemil á þeim með augnaráðinu einu.
Það segir mikið að litháíska stúlkan sem kom hingað fyrir tveimur vikum, og landar hennar hugðust selja í vændi, skuli hafa verið send ein í flugi. Enginn virðist hafa átt von á að hún veitti mótspyrnu. Lögreglan hefur verið undir smásjá, enda almenningur forvitinn um hvernig hún brygðist við.
Alltaf má gera betur. Fáeinum dögum eftir komu stúlkunnar stóð á lögregluvefnum að götuvændi færi vaxandi hér og síðan sagt: „Í höfuðborgum nágrannalandanna hafa erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum."Þessi undarlega fullyrðing var síðan étin upp af Morgunblaðinu.
Í Bylgjuviðtali nokkru síðar benti Stefán Eiríksson lögreglustjóri þó á að framboðið væri ekki vandamálið við vændi, heldur eftirspurnin. Nákvæmlega! Við vitum of mikið til að geta lokað augunum fyrir eymd annarra. Framan á bókarkápu ævisögunnar sem ég minntist á í upphafi stendur: „Þú hlærð þig máttlausan við lesturinn og á stundum getur þú ekki lesið fyrir hláturrokunum." Jú, ætli maður hlæi ekki af feginleik yfir að dætur íslenskra sjómanna hafi ekki verið neyddar til að sýna allan þann tögg sem í þeim býr.
Skoðun
Erum ekki mætt í biðsal elliáranna
Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur
Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga
Alma D. Möller skrifar
Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir?
Kjartan Sveinsson skrifar
Óstaðsettir í hús
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar
Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja
Sigurður Helgi Pálmason skrifar
Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin
Inga María Backman skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni?
Björn Snæbjörnsson skrifar
Túlkun gagna er ábyrgð
Joanna Marcinkowska skrifar
Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti
Gunnar Salvarsson skrifar
Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa
Snæbjörn R Rafnsson skrifar
Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum
Anna Lára Steindal skrifar
Er munur á trú og trúarbrögðum?
Árni Gunnarsson skrifar
Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann?
Berglind Guðmundsdóttir skrifar
Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis
Víðir Reynisson skrifar
10 tonn af textíl á dag
Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar
Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli
Sandra B. Franks skrifar
Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum?
Samúel Torfi Pétursson skrifar
Horfir barnið þitt á klám?
Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis
Daði Freyr Ólafsson skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur
Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi?
Hanna Katrín Friðriksson skrifar
„Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra
Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Þungaflutningar og vegakerfið okkar
Haraldur Þór Jónsson skrifar
Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Stöðvum ólöglegan flutning barna
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð
Einar Þorsteinsson skrifar
Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn
Nichole Leigh Mosty skrifar