Rökþrota Illugi Árni Finnsson skrifar 16. mars 2009 06:00 Árni Finnsson skrifar um loftslagsmál Rökþrota stjórnmálamenn vísa gjarnan í þjóðarhagsmuni – eins og rétt þjóðarinnar til að nýta eigin auðlindir – án frekari skýringa eða rökstuðnings; fyllast þjóðrembingi. Það gerði Illugi Gunnarsson í grein hér í Fréttablaðinu mánudaginn 9. mars. Til skamms tíma var Illugi helsti talsmaður efasemdarmanna um að loftslagsbreytingar væru raunverulegar – efaðist um að þær ættu sér stað og að kenningar þar að lútandi byggðu á traustum vísindum. Ásamt Hannesi Hólmsteini vísaði Illugi gjarnan í fullyrðingar þeirra „fræðimanna“ sem hafa verið á mála hjá kola- eða olíuiðnaðinum í Bandaríkjunum. Það þóttu honum traust vísindi. Umrædd grein Illuga er enn eitt dæmi um fávísi hans í umhverfismálum. Illugi ætti að vita að Ísland er aðili að EES-samningnum, að viðskiptakerfi ESB fyrir losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda er hluti þess samnings og að losun vegna álframleiðslu mun falla undir viðskiptakerfið frá og með 1. janúar 2013. Með öðrum orðum: Sértæk undanþága fyrir áliðnað á Íslandi jafngildir í raun kröfu um uppsögn EES-samningsins. Vill Illugi það? Kosningar nálgast og stjórnmálamenn freistast til þess að skruma fyrir lýðnum, gegn betri vitund. Nýlegt dæmi um það er stuðningur Framsóknarflokksins við hvalveiðar rúmri viku eftir að flokkurinn samþykkti að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Þingmenn þess flokks og formaður vita mæta vel að verði hvalveiðar stundaðar hér við land mun Evrópusambandið ekki fallast á samning um aðild Íslands. Illugi reynir líkt og hvalveiðisinnarnir að tengja málstað sinn fullveldisrétti landsins en á fölskum forsendum því innan EES-samningsins hefur Ísland tryggt fullveldi sitt með því að deila því með öðrum þjóðum. Honum væri nær að gera kjósendum sínum grein fyrir andstöðu sinni við EES-samninginn – ef það er málið. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Árni Finnsson skrifar um loftslagsmál Rökþrota stjórnmálamenn vísa gjarnan í þjóðarhagsmuni – eins og rétt þjóðarinnar til að nýta eigin auðlindir – án frekari skýringa eða rökstuðnings; fyllast þjóðrembingi. Það gerði Illugi Gunnarsson í grein hér í Fréttablaðinu mánudaginn 9. mars. Til skamms tíma var Illugi helsti talsmaður efasemdarmanna um að loftslagsbreytingar væru raunverulegar – efaðist um að þær ættu sér stað og að kenningar þar að lútandi byggðu á traustum vísindum. Ásamt Hannesi Hólmsteini vísaði Illugi gjarnan í fullyrðingar þeirra „fræðimanna“ sem hafa verið á mála hjá kola- eða olíuiðnaðinum í Bandaríkjunum. Það þóttu honum traust vísindi. Umrædd grein Illuga er enn eitt dæmi um fávísi hans í umhverfismálum. Illugi ætti að vita að Ísland er aðili að EES-samningnum, að viðskiptakerfi ESB fyrir losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda er hluti þess samnings og að losun vegna álframleiðslu mun falla undir viðskiptakerfið frá og með 1. janúar 2013. Með öðrum orðum: Sértæk undanþága fyrir áliðnað á Íslandi jafngildir í raun kröfu um uppsögn EES-samningsins. Vill Illugi það? Kosningar nálgast og stjórnmálamenn freistast til þess að skruma fyrir lýðnum, gegn betri vitund. Nýlegt dæmi um það er stuðningur Framsóknarflokksins við hvalveiðar rúmri viku eftir að flokkurinn samþykkti að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Þingmenn þess flokks og formaður vita mæta vel að verði hvalveiðar stundaðar hér við land mun Evrópusambandið ekki fallast á samning um aðild Íslands. Illugi reynir líkt og hvalveiðisinnarnir að tengja málstað sinn fullveldisrétti landsins en á fölskum forsendum því innan EES-samningsins hefur Ísland tryggt fullveldi sitt með því að deila því með öðrum þjóðum. Honum væri nær að gera kjósendum sínum grein fyrir andstöðu sinni við EES-samninginn – ef það er málið. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun