Innlent

Verkalýðsforingjar með tekjur langt umfram umbjóðendurna

Helga Arnardóttir skrifar
Gylfi Arnbjörnsson er með tæpa milljón á mánuði.
Gylfi Arnbjörnsson er með tæpa milljón á mánuði.
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er með tvöfaldar tekjur viðsemjenda sinna eða tæpar tvær milljónir á mánuði. Verkalýðsforingjarnir eru með tekjur langt umfram laun umbjóðenda sinna.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er með hæstu mánaðartekjur af fjórum áberandi verkalýðsforingjum landsins eða rúm nítján hundruð þúsund.

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ kemur þar næstur með tæpa milljón,

Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins er með tæp níu hundruð þúsund og Sigurður Bessason formaður Eflingar er með lægstu mánaðartekjurnar eða tæp sjö hundruð þúsund.

Þá er forseti landsins Ólafur Ragnar Grímsson með rúm átján hundruð þúsund í mánartekjur og Dorrit Mousaieff eiginkona hans með rúm fjögur hundruð þúsund.

Ef litið er á mánaðartekjur fjölmiðlafólks þá trónir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hæstur eða með tæpar þrjár og hálfa milljón. Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Morgunblaðsins er með rúm sautján hundruð þúsund. Páll Magnússon útvarpsstjóri með tæp fimmtán hundruð þúsund og Jón Kaldal ritstjóri Fréttablaðsins með rúm tólf hundruð þúsund.

Þá er Þórhallur Gunnarsson dagsskrárstjóri Rúv með rúm níu hundruð þúsund, Óðinn Jónsson fréttastjóri Rúv með tæp átta hundruð þúsund og Óskar Hrafn Þorvaldsson fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis með tæp sjö hundruð og fimmtíu þúsund í mánaðartekjur.

Í röðum sjónvarpsmanna eru Egill Helgason og Logi Bergmann með hæstu mánaðartekjurnar eða tæpa milljón, Elín Hirst með tæp níu hundruð þúsund, Bogi Ágústsson með rúm sjö hundruð þúsund og Edda Andrésdóttir með rúm sex hundruð þúsund á mánuði.

Í röðum nokkurra listamanna er Jón Gnarr Kristinsson með rúm tólf hundruð þúsund, Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona er með tæp sex hundruð þúsund og Bubbi Morthens er með tæp fjögur hundruð þúsund í mánaðartekjur.

Tekjur þúsund íslendinga eru nú aðgengilegar á Vísi, lesendum að kostnaðarlausu.




Tengdar fréttir

Tekjur 1000 Íslendinga: Skoðaðu frítt á Vísi

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með hæstu tekjur allra Íslendinga á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í dag. Hreiðar Már var með rúmar 35 milljónir á mánuði í tekjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×