Ný tegund sósíalisma? Stefán Jón Hafstein skrifar 15. maí 2008 00:01 Ef hægt væri að bræða saman allt það besta í kapítalismanum og það besta í sósíalismanum, hver væri útkoman? Nei, ekki norræna velferðarkerfið, heldur fyrirtækin sem Muhammad Yunus Nóbelsverðlaunahafi vill stuðla að í þróunarlöndunum. Í nýrri bók rekur hann yfir tuttugu ára reynslu sína af „félagslegum fyrirtækjum“ (social business). Frægast þessara fyrirtækja er Grameen-örlánabankinn sem löngu er fyrirmynd þúsunda slíkra smálánabanka um allan heim. Þeir lána veðlausum fátæklingum lítilfjörlegar upphæðir, sem þó nægja til að stofna rekstur sem sér þeim farborða. Grameen-fyrirtækin eru miklu fleiri. Þau stunda fjarskipti, framleiða matvæli, veita námslán – þau skipta tugum. Þau eru öll lágmarksgróða fyrirtæki sem hafa það markmið eitt að þjóna fátækum og standa undir sér. Í nýrri bók, Heimur án fátæktar, félagsrekstur og framtíð kapítalisma (Creating a World Without Poverty, Social Businesses and the Future of Capitalism) fjallar Yunus um þá grundvallar hugsanavillu sem hann telur kapítalisma byggjast á: Að allir menn sækist eftir hámarksgróða sjálfum sér til handa, og því eigi hagkerfið að byggja á sókninni í hámarksarðsemi. Það þarf engan speking til að sjá að stór hluti mannkyns kýs um annað að hugsa en hvernig hann fær sem mest af peningum. Lífsgæðasókn hefur margar víddir og gerir Yunus sér tíðrætt um að kapítalismi svari þeim fæstum. Hitt er svo mikilvægara fyrir þennan hagfræðing að kerfi sem knýr gangvirki sitt aðeins í átt til hámarksávöxtunar, skilur eftir stór ósnortin verkefni í samfélaginu sem þar með verða útundan. Svo sem að þjóna fátækum. Grameen-smálánabankinn fór inn á eitt þessara sviða. Yunus kynntist smárekendum sem voru á ofurvaldi okurlánara. Með aðeins 27 dollara framlagi á hóflegum vöxtum varð til efnahagslegt stórveldi: Sex milljarðar dollara hafa verið veittir að láni frá upphafi, endurgreiðsluhlutfall er 99% og Grameen-bankinn hefur fjármagnað sig sjálfur frá 1994. Enginn alvöru kapítalisti leit við þessu tækifæri. Og býðst ekki að kaupa, bankinn er í eigu viðskiptavina. Markaður, samkeppni og hugsjónYunus telur að félagsfyrirtæki eigi að vera markaðsdrifin, meta tækifæri, gera áreiðanleikakannanir og stunda vöruþróun alveg eins og gróðafyrirtæki. Þau eiga líka að stunda harða samkeppni við einkarekstur og ríkisrekstur. Munurinn er bara sá að fjárfestar fá ekki arð. Arður, ef einhver er, fer aftur í rekstur. Fjöldi fólks mun leggja fé sitt í svona fyrirtæki af hugsjón, alveg eins og það gefur fé til góðgerðarmála. Og þróunarstofnanir eiga að hugsa eins, því þetta er sjálfbær rekstur til framtíðar. Að lesa Yunus er í sumu eins og að hverfa aftur til 19. aldar, umræðunnar um samvinnuhreyfinguna, eða „eignarhald öreiganna á framleiðslutækjunum“ svo vitnað sé í Marx. Að öðru leyti er Yunus eins og hver annar viðskiptafræðingur með allt á tæru. Hann er sannfærður um að margt af því besta í kapítalískum rekstri megi nýta í rekstri fyrir fátæka og ná því fram sem sannir sósíalistar hafa alltaf viljað: Að fátækir hefjist til betra lífs með eigin krafti. Fátækir sem gerendurÞróunarhjálp liðinna áratuga skilgreinir verkefni út frá skorti. Yunus skilgreinir verkefnin út frá getu fátækra til að taka frumkvæði. Hann sér markaðstækifæri, frumkvæði og dugnað þar sem aðrir sjá örbirgð og skort. En hann gerir meira. Þeir sem fá lán í bankanum undirgangast félagslegan samning. Í fyrsta lagi ábyrgjast lántakendur hver annan. Í raun tekur Grameen-bankinn veð í félagslegri stöðu lántaka. Enginn vill láta spyrjast að standa ekki við sitt. Þetta er svo árangursrík aðferð að afskriftir lána eru nánast engar: Þetta er áhættulaus rekstur! Í öðru lagi skilgreinir Yunus fátækt á annan hátt en fjölþjóðlegar stofnanir sem skoða „þjóðartekjur á mann“ og álíka grófgerða kvarða. Býr fólk í sæmilegu húsi? Fær það þrjár máltíðir á dag, notar það kamar, hefur það aðgang að vatni, fara börnin í skóla? Árangri telst náð þegar öll skilyrði eru uppfyllt. Ábyrgð á því axlar fólkið sjálft. Það skrifar undir samning um að breyta lífsháttum til batnaðar. Á móti fær það tækifæri til að brjótast úr viðjum fátæktar. Með þessu móti telur Yunus sig hafa fundið hina hóflegu blöndu sem hrærir saman því besta úr markaðskerfinu og sósíalískri hugun. Reynslan af mörgum Grameen-fyrirtækjum styður mál hans. Áhættan er mun minni en „alvöru“ kaítalistar taka eins og sjá má af hruni á alþjóðlegum mörkuðum þessa dagana. Og ávinningurinn er stórbrotinn, fyrir þá sem meta ekki líf sitt í milljörðum milljarða heldur munar um hverja krónu. Nánari umfjöllun um þetta efni er á vef mínum: www.stefanjon.is. Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Ef hægt væri að bræða saman allt það besta í kapítalismanum og það besta í sósíalismanum, hver væri útkoman? Nei, ekki norræna velferðarkerfið, heldur fyrirtækin sem Muhammad Yunus Nóbelsverðlaunahafi vill stuðla að í þróunarlöndunum. Í nýrri bók rekur hann yfir tuttugu ára reynslu sína af „félagslegum fyrirtækjum“ (social business). Frægast þessara fyrirtækja er Grameen-örlánabankinn sem löngu er fyrirmynd þúsunda slíkra smálánabanka um allan heim. Þeir lána veðlausum fátæklingum lítilfjörlegar upphæðir, sem þó nægja til að stofna rekstur sem sér þeim farborða. Grameen-fyrirtækin eru miklu fleiri. Þau stunda fjarskipti, framleiða matvæli, veita námslán – þau skipta tugum. Þau eru öll lágmarksgróða fyrirtæki sem hafa það markmið eitt að þjóna fátækum og standa undir sér. Í nýrri bók, Heimur án fátæktar, félagsrekstur og framtíð kapítalisma (Creating a World Without Poverty, Social Businesses and the Future of Capitalism) fjallar Yunus um þá grundvallar hugsanavillu sem hann telur kapítalisma byggjast á: Að allir menn sækist eftir hámarksgróða sjálfum sér til handa, og því eigi hagkerfið að byggja á sókninni í hámarksarðsemi. Það þarf engan speking til að sjá að stór hluti mannkyns kýs um annað að hugsa en hvernig hann fær sem mest af peningum. Lífsgæðasókn hefur margar víddir og gerir Yunus sér tíðrætt um að kapítalismi svari þeim fæstum. Hitt er svo mikilvægara fyrir þennan hagfræðing að kerfi sem knýr gangvirki sitt aðeins í átt til hámarksávöxtunar, skilur eftir stór ósnortin verkefni í samfélaginu sem þar með verða útundan. Svo sem að þjóna fátækum. Grameen-smálánabankinn fór inn á eitt þessara sviða. Yunus kynntist smárekendum sem voru á ofurvaldi okurlánara. Með aðeins 27 dollara framlagi á hóflegum vöxtum varð til efnahagslegt stórveldi: Sex milljarðar dollara hafa verið veittir að láni frá upphafi, endurgreiðsluhlutfall er 99% og Grameen-bankinn hefur fjármagnað sig sjálfur frá 1994. Enginn alvöru kapítalisti leit við þessu tækifæri. Og býðst ekki að kaupa, bankinn er í eigu viðskiptavina. Markaður, samkeppni og hugsjónYunus telur að félagsfyrirtæki eigi að vera markaðsdrifin, meta tækifæri, gera áreiðanleikakannanir og stunda vöruþróun alveg eins og gróðafyrirtæki. Þau eiga líka að stunda harða samkeppni við einkarekstur og ríkisrekstur. Munurinn er bara sá að fjárfestar fá ekki arð. Arður, ef einhver er, fer aftur í rekstur. Fjöldi fólks mun leggja fé sitt í svona fyrirtæki af hugsjón, alveg eins og það gefur fé til góðgerðarmála. Og þróunarstofnanir eiga að hugsa eins, því þetta er sjálfbær rekstur til framtíðar. Að lesa Yunus er í sumu eins og að hverfa aftur til 19. aldar, umræðunnar um samvinnuhreyfinguna, eða „eignarhald öreiganna á framleiðslutækjunum“ svo vitnað sé í Marx. Að öðru leyti er Yunus eins og hver annar viðskiptafræðingur með allt á tæru. Hann er sannfærður um að margt af því besta í kapítalískum rekstri megi nýta í rekstri fyrir fátæka og ná því fram sem sannir sósíalistar hafa alltaf viljað: Að fátækir hefjist til betra lífs með eigin krafti. Fátækir sem gerendurÞróunarhjálp liðinna áratuga skilgreinir verkefni út frá skorti. Yunus skilgreinir verkefnin út frá getu fátækra til að taka frumkvæði. Hann sér markaðstækifæri, frumkvæði og dugnað þar sem aðrir sjá örbirgð og skort. En hann gerir meira. Þeir sem fá lán í bankanum undirgangast félagslegan samning. Í fyrsta lagi ábyrgjast lántakendur hver annan. Í raun tekur Grameen-bankinn veð í félagslegri stöðu lántaka. Enginn vill láta spyrjast að standa ekki við sitt. Þetta er svo árangursrík aðferð að afskriftir lána eru nánast engar: Þetta er áhættulaus rekstur! Í öðru lagi skilgreinir Yunus fátækt á annan hátt en fjölþjóðlegar stofnanir sem skoða „þjóðartekjur á mann“ og álíka grófgerða kvarða. Býr fólk í sæmilegu húsi? Fær það þrjár máltíðir á dag, notar það kamar, hefur það aðgang að vatni, fara börnin í skóla? Árangri telst náð þegar öll skilyrði eru uppfyllt. Ábyrgð á því axlar fólkið sjálft. Það skrifar undir samning um að breyta lífsháttum til batnaðar. Á móti fær það tækifæri til að brjótast úr viðjum fátæktar. Með þessu móti telur Yunus sig hafa fundið hina hóflegu blöndu sem hrærir saman því besta úr markaðskerfinu og sósíalískri hugun. Reynslan af mörgum Grameen-fyrirtækjum styður mál hans. Áhættan er mun minni en „alvöru“ kaítalistar taka eins og sjá má af hruni á alþjóðlegum mörkuðum þessa dagana. Og ávinningurinn er stórbrotinn, fyrir þá sem meta ekki líf sitt í milljörðum milljarða heldur munar um hverja krónu. Nánari umfjöllun um þetta efni er á vef mínum: www.stefanjon.is. Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun