Þjóðin á að eiga bankana Björgvin Guðmundsson skrifar 8. desember 2008 06:00 Bankastarfsemi Einkavæðing bankanna mistókst. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans til einkaaðila var algert klúður. Í fyrstu var ákveðið að hafa dreifða eignaraðild að einkavæddu bönkunum og að enginn mætti eiga meira en 3-5% eignarhlut. En eftir að Björgólfur Guðmundsson talaði við þáverandi forsætisráðherra var horfið frá þessu markmiði og samþykkt að Björgólfur, ásamt syni sínum og þriðja aðila, mætti kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. Við þessa ákvörðun var gengið fram hjá einkavæðingarnefnd. Margir telja að Landsbankinn hafi verið seldur á alltof lágu verði. Eftir að þetta hafði verið ákveðið eða samhliða var ákveðið að hópur fyrrum Sambandsmanna mætti kaupa Búnaðarbankann. Fengu þeir m.a. lán í Landsbankanum til þess að geta keypt bankann. Þessir tveir bankar voru m.ö.o. seldir einkavinum stjórnarflokkanna. Í því fólst klúðrið. Þorvaldur Gylfason prófessor segir að bankarnir hafi verið afhentir mönnum, sem ekki kunnu að reka banka. Hann segir að það hefði átt að selja bankana kunnáttumönnum, fagmönnum. Eitt er víst að þessir aðilar sem keyptu bankana settu þá í þrot vegna óvarkárni við rekstur bankanna. Þeir tóku alltof mikil erlend lán, voru óvarkárir. Þeir byggðu á því að geta tekið ný og ný erlend lán til þess að greiða eldri lán og þegar lánalínur lokuðust erlendis fóru þeir í þrot. Nú eru stóru einkabankarnir þrír allir komnir í eigu ríkisins á ný. En þó ekki hafi verið svo nema í nokkrar vikur er samt strax farið að ræða um að selja bankana til einkaaðila! Hafa menn ekkert lært? Eru ekki vítin til þess að varast þau? Ég tel bankana best komna í höndum ríkisins. Ef bankarnir hefðu haldist í höndum ríkisins og engin einkavæðing hefði átt sér stað hefðu þeir ekki komist í þrot. Ríkisbankarnir voru ekki í fjárfestingum erlendis og gífurlegum lántökum ytra til þess að fjármagna fjárfestinguna. En það var þessi fjárfesting erlendis og gífurlegar lántökur, sem settu bankana á hausinn. Ég tel, að ríkið eigi að reka bankana og fara varlega í allar breytingar. Það kæmi til greina síðar, að leyfa lífeyrissjóðunum að kaupa hlut í bönkunum. En ég er andvígur því að hleypa erlendum aðilum inn í bankana. Bankar hafa unnvörpum orðið gjaldþrota erlendis ekki síður en hér og það er engin trygging fyrir öruggum rekstri að fá útlendinga inn í bankana. Markmið einkabankanna að braska og græða. Meðan bankarnir eru í höndum ríkisins, þjóðarinnar, er markmiðið með rekstri þeirra að þjóna viðskiptavinum vel, einstaklingum og fyrirtækjum. Í höndum einkaaðila er markmiðið að græða sem mest á rekstrinum. Vaxtamunur jókst við einkavæðinguna, þjónustugjöld voru hækkuð og bankarnir fóru út í alls konar verðbréfabrask og fjárfestingarbrask, sem að lokum varð þeim að falli. Það var orðið meira atriði hjá einkabönkunum að kaupa og selja fyrirtæki en að þjóna viðskiptaaðilum sínum. Bankarnir sýndu stórar tölur yfir gróða af þessu braski en þetta var pappírsgróði, sem lítið var á bak við. Almenningur var öruggur með sparifé sitt í ríkisbönkunum. En margir hafa tapað stórfé á því að geyma sparifé sitt í ýmsum sérsjóðum, sem sparifjáreigendur voru lokkaðir inn í hjá einkabönkunum. Eldra fólk sem sagði nei takk við peningamarkaðssjóðum og öðrum sérsjóðum einkabankanna og hélt sig við gömlu sparisjóðsbókina slapp við tap og áföll. Um leið og einkaaðilum er hleypt inn í ríkisbankana byrjar þessi leikur á ný. Þá verður aftur farið að gylla fyrir sparisjóðseigendum alls konar kostaboð, hærri vexti á sérreikningum, sem sagði eru án áhættu en svo er ekki. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var að segja, að til greina kæmi að hleypa erlendum aðilum inn í ríkisbankana. Ég er andvígur því. Ég tel, að ríkið eigi að eiga og reka bankana næstu árin. Þeir eru best komnir í höndum þjóðarinnar. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Bankastarfsemi Einkavæðing bankanna mistókst. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans til einkaaðila var algert klúður. Í fyrstu var ákveðið að hafa dreifða eignaraðild að einkavæddu bönkunum og að enginn mætti eiga meira en 3-5% eignarhlut. En eftir að Björgólfur Guðmundsson talaði við þáverandi forsætisráðherra var horfið frá þessu markmiði og samþykkt að Björgólfur, ásamt syni sínum og þriðja aðila, mætti kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. Við þessa ákvörðun var gengið fram hjá einkavæðingarnefnd. Margir telja að Landsbankinn hafi verið seldur á alltof lágu verði. Eftir að þetta hafði verið ákveðið eða samhliða var ákveðið að hópur fyrrum Sambandsmanna mætti kaupa Búnaðarbankann. Fengu þeir m.a. lán í Landsbankanum til þess að geta keypt bankann. Þessir tveir bankar voru m.ö.o. seldir einkavinum stjórnarflokkanna. Í því fólst klúðrið. Þorvaldur Gylfason prófessor segir að bankarnir hafi verið afhentir mönnum, sem ekki kunnu að reka banka. Hann segir að það hefði átt að selja bankana kunnáttumönnum, fagmönnum. Eitt er víst að þessir aðilar sem keyptu bankana settu þá í þrot vegna óvarkárni við rekstur bankanna. Þeir tóku alltof mikil erlend lán, voru óvarkárir. Þeir byggðu á því að geta tekið ný og ný erlend lán til þess að greiða eldri lán og þegar lánalínur lokuðust erlendis fóru þeir í þrot. Nú eru stóru einkabankarnir þrír allir komnir í eigu ríkisins á ný. En þó ekki hafi verið svo nema í nokkrar vikur er samt strax farið að ræða um að selja bankana til einkaaðila! Hafa menn ekkert lært? Eru ekki vítin til þess að varast þau? Ég tel bankana best komna í höndum ríkisins. Ef bankarnir hefðu haldist í höndum ríkisins og engin einkavæðing hefði átt sér stað hefðu þeir ekki komist í þrot. Ríkisbankarnir voru ekki í fjárfestingum erlendis og gífurlegum lántökum ytra til þess að fjármagna fjárfestinguna. En það var þessi fjárfesting erlendis og gífurlegar lántökur, sem settu bankana á hausinn. Ég tel, að ríkið eigi að reka bankana og fara varlega í allar breytingar. Það kæmi til greina síðar, að leyfa lífeyrissjóðunum að kaupa hlut í bönkunum. En ég er andvígur því að hleypa erlendum aðilum inn í bankana. Bankar hafa unnvörpum orðið gjaldþrota erlendis ekki síður en hér og það er engin trygging fyrir öruggum rekstri að fá útlendinga inn í bankana. Markmið einkabankanna að braska og græða. Meðan bankarnir eru í höndum ríkisins, þjóðarinnar, er markmiðið með rekstri þeirra að þjóna viðskiptavinum vel, einstaklingum og fyrirtækjum. Í höndum einkaaðila er markmiðið að græða sem mest á rekstrinum. Vaxtamunur jókst við einkavæðinguna, þjónustugjöld voru hækkuð og bankarnir fóru út í alls konar verðbréfabrask og fjárfestingarbrask, sem að lokum varð þeim að falli. Það var orðið meira atriði hjá einkabönkunum að kaupa og selja fyrirtæki en að þjóna viðskiptaaðilum sínum. Bankarnir sýndu stórar tölur yfir gróða af þessu braski en þetta var pappírsgróði, sem lítið var á bak við. Almenningur var öruggur með sparifé sitt í ríkisbönkunum. En margir hafa tapað stórfé á því að geyma sparifé sitt í ýmsum sérsjóðum, sem sparifjáreigendur voru lokkaðir inn í hjá einkabönkunum. Eldra fólk sem sagði nei takk við peningamarkaðssjóðum og öðrum sérsjóðum einkabankanna og hélt sig við gömlu sparisjóðsbókina slapp við tap og áföll. Um leið og einkaaðilum er hleypt inn í ríkisbankana byrjar þessi leikur á ný. Þá verður aftur farið að gylla fyrir sparisjóðseigendum alls konar kostaboð, hærri vexti á sérreikningum, sem sagði eru án áhættu en svo er ekki. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var að segja, að til greina kæmi að hleypa erlendum aðilum inn í ríkisbankana. Ég er andvígur því. Ég tel, að ríkið eigi að eiga og reka bankana næstu árin. Þeir eru best komnir í höndum þjóðarinnar. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar