Þjóðin á að eiga bankana Björgvin Guðmundsson skrifar 8. desember 2008 06:00 Bankastarfsemi Einkavæðing bankanna mistókst. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans til einkaaðila var algert klúður. Í fyrstu var ákveðið að hafa dreifða eignaraðild að einkavæddu bönkunum og að enginn mætti eiga meira en 3-5% eignarhlut. En eftir að Björgólfur Guðmundsson talaði við þáverandi forsætisráðherra var horfið frá þessu markmiði og samþykkt að Björgólfur, ásamt syni sínum og þriðja aðila, mætti kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. Við þessa ákvörðun var gengið fram hjá einkavæðingarnefnd. Margir telja að Landsbankinn hafi verið seldur á alltof lágu verði. Eftir að þetta hafði verið ákveðið eða samhliða var ákveðið að hópur fyrrum Sambandsmanna mætti kaupa Búnaðarbankann. Fengu þeir m.a. lán í Landsbankanum til þess að geta keypt bankann. Þessir tveir bankar voru m.ö.o. seldir einkavinum stjórnarflokkanna. Í því fólst klúðrið. Þorvaldur Gylfason prófessor segir að bankarnir hafi verið afhentir mönnum, sem ekki kunnu að reka banka. Hann segir að það hefði átt að selja bankana kunnáttumönnum, fagmönnum. Eitt er víst að þessir aðilar sem keyptu bankana settu þá í þrot vegna óvarkárni við rekstur bankanna. Þeir tóku alltof mikil erlend lán, voru óvarkárir. Þeir byggðu á því að geta tekið ný og ný erlend lán til þess að greiða eldri lán og þegar lánalínur lokuðust erlendis fóru þeir í þrot. Nú eru stóru einkabankarnir þrír allir komnir í eigu ríkisins á ný. En þó ekki hafi verið svo nema í nokkrar vikur er samt strax farið að ræða um að selja bankana til einkaaðila! Hafa menn ekkert lært? Eru ekki vítin til þess að varast þau? Ég tel bankana best komna í höndum ríkisins. Ef bankarnir hefðu haldist í höndum ríkisins og engin einkavæðing hefði átt sér stað hefðu þeir ekki komist í þrot. Ríkisbankarnir voru ekki í fjárfestingum erlendis og gífurlegum lántökum ytra til þess að fjármagna fjárfestinguna. En það var þessi fjárfesting erlendis og gífurlegar lántökur, sem settu bankana á hausinn. Ég tel, að ríkið eigi að reka bankana og fara varlega í allar breytingar. Það kæmi til greina síðar, að leyfa lífeyrissjóðunum að kaupa hlut í bönkunum. En ég er andvígur því að hleypa erlendum aðilum inn í bankana. Bankar hafa unnvörpum orðið gjaldþrota erlendis ekki síður en hér og það er engin trygging fyrir öruggum rekstri að fá útlendinga inn í bankana. Markmið einkabankanna að braska og græða. Meðan bankarnir eru í höndum ríkisins, þjóðarinnar, er markmiðið með rekstri þeirra að þjóna viðskiptavinum vel, einstaklingum og fyrirtækjum. Í höndum einkaaðila er markmiðið að græða sem mest á rekstrinum. Vaxtamunur jókst við einkavæðinguna, þjónustugjöld voru hækkuð og bankarnir fóru út í alls konar verðbréfabrask og fjárfestingarbrask, sem að lokum varð þeim að falli. Það var orðið meira atriði hjá einkabönkunum að kaupa og selja fyrirtæki en að þjóna viðskiptaaðilum sínum. Bankarnir sýndu stórar tölur yfir gróða af þessu braski en þetta var pappírsgróði, sem lítið var á bak við. Almenningur var öruggur með sparifé sitt í ríkisbönkunum. En margir hafa tapað stórfé á því að geyma sparifé sitt í ýmsum sérsjóðum, sem sparifjáreigendur voru lokkaðir inn í hjá einkabönkunum. Eldra fólk sem sagði nei takk við peningamarkaðssjóðum og öðrum sérsjóðum einkabankanna og hélt sig við gömlu sparisjóðsbókina slapp við tap og áföll. Um leið og einkaaðilum er hleypt inn í ríkisbankana byrjar þessi leikur á ný. Þá verður aftur farið að gylla fyrir sparisjóðseigendum alls konar kostaboð, hærri vexti á sérreikningum, sem sagði eru án áhættu en svo er ekki. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var að segja, að til greina kæmi að hleypa erlendum aðilum inn í ríkisbankana. Ég er andvígur því. Ég tel, að ríkið eigi að eiga og reka bankana næstu árin. Þeir eru best komnir í höndum þjóðarinnar. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Bankastarfsemi Einkavæðing bankanna mistókst. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans til einkaaðila var algert klúður. Í fyrstu var ákveðið að hafa dreifða eignaraðild að einkavæddu bönkunum og að enginn mætti eiga meira en 3-5% eignarhlut. En eftir að Björgólfur Guðmundsson talaði við þáverandi forsætisráðherra var horfið frá þessu markmiði og samþykkt að Björgólfur, ásamt syni sínum og þriðja aðila, mætti kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. Við þessa ákvörðun var gengið fram hjá einkavæðingarnefnd. Margir telja að Landsbankinn hafi verið seldur á alltof lágu verði. Eftir að þetta hafði verið ákveðið eða samhliða var ákveðið að hópur fyrrum Sambandsmanna mætti kaupa Búnaðarbankann. Fengu þeir m.a. lán í Landsbankanum til þess að geta keypt bankann. Þessir tveir bankar voru m.ö.o. seldir einkavinum stjórnarflokkanna. Í því fólst klúðrið. Þorvaldur Gylfason prófessor segir að bankarnir hafi verið afhentir mönnum, sem ekki kunnu að reka banka. Hann segir að það hefði átt að selja bankana kunnáttumönnum, fagmönnum. Eitt er víst að þessir aðilar sem keyptu bankana settu þá í þrot vegna óvarkárni við rekstur bankanna. Þeir tóku alltof mikil erlend lán, voru óvarkárir. Þeir byggðu á því að geta tekið ný og ný erlend lán til þess að greiða eldri lán og þegar lánalínur lokuðust erlendis fóru þeir í þrot. Nú eru stóru einkabankarnir þrír allir komnir í eigu ríkisins á ný. En þó ekki hafi verið svo nema í nokkrar vikur er samt strax farið að ræða um að selja bankana til einkaaðila! Hafa menn ekkert lært? Eru ekki vítin til þess að varast þau? Ég tel bankana best komna í höndum ríkisins. Ef bankarnir hefðu haldist í höndum ríkisins og engin einkavæðing hefði átt sér stað hefðu þeir ekki komist í þrot. Ríkisbankarnir voru ekki í fjárfestingum erlendis og gífurlegum lántökum ytra til þess að fjármagna fjárfestinguna. En það var þessi fjárfesting erlendis og gífurlegar lántökur, sem settu bankana á hausinn. Ég tel, að ríkið eigi að reka bankana og fara varlega í allar breytingar. Það kæmi til greina síðar, að leyfa lífeyrissjóðunum að kaupa hlut í bönkunum. En ég er andvígur því að hleypa erlendum aðilum inn í bankana. Bankar hafa unnvörpum orðið gjaldþrota erlendis ekki síður en hér og það er engin trygging fyrir öruggum rekstri að fá útlendinga inn í bankana. Markmið einkabankanna að braska og græða. Meðan bankarnir eru í höndum ríkisins, þjóðarinnar, er markmiðið með rekstri þeirra að þjóna viðskiptavinum vel, einstaklingum og fyrirtækjum. Í höndum einkaaðila er markmiðið að græða sem mest á rekstrinum. Vaxtamunur jókst við einkavæðinguna, þjónustugjöld voru hækkuð og bankarnir fóru út í alls konar verðbréfabrask og fjárfestingarbrask, sem að lokum varð þeim að falli. Það var orðið meira atriði hjá einkabönkunum að kaupa og selja fyrirtæki en að þjóna viðskiptaaðilum sínum. Bankarnir sýndu stórar tölur yfir gróða af þessu braski en þetta var pappírsgróði, sem lítið var á bak við. Almenningur var öruggur með sparifé sitt í ríkisbönkunum. En margir hafa tapað stórfé á því að geyma sparifé sitt í ýmsum sérsjóðum, sem sparifjáreigendur voru lokkaðir inn í hjá einkabönkunum. Eldra fólk sem sagði nei takk við peningamarkaðssjóðum og öðrum sérsjóðum einkabankanna og hélt sig við gömlu sparisjóðsbókina slapp við tap og áföll. Um leið og einkaaðilum er hleypt inn í ríkisbankana byrjar þessi leikur á ný. Þá verður aftur farið að gylla fyrir sparisjóðseigendum alls konar kostaboð, hærri vexti á sérreikningum, sem sagði eru án áhættu en svo er ekki. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var að segja, að til greina kæmi að hleypa erlendum aðilum inn í ríkisbankana. Ég er andvígur því. Ég tel, að ríkið eigi að eiga og reka bankana næstu árin. Þeir eru best komnir í höndum þjóðarinnar. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun