Vinaböndin traust frá Rússlandsárunum 28. maí 2008 00:01 Viðmælendur Markaðarins eru sammála um að vinaböndin á milli þremenninganna í Samsonarhópnum séu geysisterk og þurfi mikið að ganga á til að slíta þeim. Viðskilnaður Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar er staðfestur." Þetta sagði Óli Björn Kárason, fyrrverandi ritstjóri DV og Viðskiptablaðsins, í viðskiptabloggi sínu á dögunum. Vísaði hann til brotthvarfs Magnúsar úr varastjórn Icelandic Group. Magnús, sem er stór hluthafi í félaginu, hafði verið stjórnarformaður Icelandic Group frá miðjum nóvember árið 2006. Hann steig úr stólnum fyrir aðalfund félagsins í apríl en gaf á móti kost á sér í varastjórn. Nú í maí dró hann það til baka og steig endanlega út fyrir stjórnarherbergið. Nokkrum mánuðum fyrr hafði hann sömuleiðis skilað frá sér stóli stjórnarformanns Eimskipafélagsins. Viðmælendur Markaðarins telja afar ólíklegt að viðskilnaður hafi orðið í hópi hinnar heilögu þrenningar, þremenninganna sem komu eins og stormsveipur inn í íslenskt efnahagslíf skömmu eftir aldamótin með fangið fullt af fjármagni. Til þess séu vinaböndin alltof sterk. Þau hafi mótast á árunum sem þeir störfuðu í Rússlandi. Þar gekk mikið á, menn deildu blóði svita og tárum og styrktust vinaböndin mjög - nærri því á dulúðlegan hátt, ef marka má ummæli viðmælenda um vinfengi þeirra Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar.Bravó – RússlandLíkt og margoft hefur verið sagt frá varð auðsöfnun Samsonarhópsins til í Rússlandi á síðasta áratug síðustu aldar. Forsaga málsins var í stuttu máli sú að Björgólfur Guðmundsson var framkvæmdastjóri Gosan-gosdrykkjaverksmiðjunnar þegar ákveðið var að flytja hana í heilu lagi frá Akureyri til Pétursborgar í Rússlandi árið 1993. Feðgarnir sáu um flutninginn en tóku með sér hóp valmenna til að sjá um uppbygginguna þarna austur frá. Þar á meðal var Magnús Þorsteinsson frá Akureyri. Hann átti stóran þátt í uppbyggingu verksmiðjunnar.Eins og sagan hermir gekk mikið á. Þrekvirki þurfti til að koma verksmiðju sem þessari á koppinn í því spillta umhverfi sem ríkti á rústum gömlu Sovétríkjanna. Menn lögðu mikið á sig. Menn með fjölskyldur sem bjuggu heima á Íslandi á meðan ermar voru brettar upp í mörg þúsund kílómetra fjarlægð. Slíkt getur tekið á, líkt og þeir þekkja til sem oft þurfa að dvelja langdvölum fjarri konu og börnum. Einum viðmælanda Markaðarins var á orði, að þarna úti hafi þremenningarnir bundist böndum með nær órjúfanlegum þræði.En erfiðið skilaði árangri tæpum áratug síðar. Bravo-verksmiðjan, sem þeir þremenningar stýrðu og áttu á endanum, framleiddi og seldi gos og áfenga gosdrykki auk hefðbundins mjaðar og náði sterkri stöðu á Rússlandsmarkaði. Þegar best lét hafði það 25 prósenta markaðshlutdeild í Pétursborg og sex prósent í landinu öllu. Slíkt hlýtur að teljast þrekvirki.Utan um eignarhaldið var svo Bravo International stofnað sem selt var til Heineken árið 2002 fyrir mjög hundruð milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um fjörutíu milljarða íslenskra króna samkvæmt gengi dals gagnvart krónu þá. Salan lagði grunninn að auðæfum feðganna og Magnúsar Þorsteinssonar og markaði brautina að þeim mikla vexti sem lá fyrir fótum þeirra hér á landi og erlendis.sameiginlegar fjárfestingarÁrið sem salan á Bravo gekk í gegn var án nokkurs efa annasamt í dagbókum þremenninganna í Samsonarhópnum. Þótt þeir hafi dag og nótt rekið farsæla bjórverksmiðju í Rússlandi höfðu þeir ekki lokað augunum fyrir öðrum fjárfestingartækifærum.Þeir Björgólfur Thor og Magnús höfðu fjárfest saman í einkavæðingu búlgarska ríkisins á lyfjafyrirtækinu Balkanpharma sem síðar rann saman við Pharmaco og í síðar Delta undir merkjum Actavis. Vöxtur lyfjafyrirtækisins var ævintýralegur í kjölfarið.Hinn eiginlegi Samsonarhópur varð formlega til síðla árs 2002. Hópurinn óskaði eftir kaupum á kjölfestuhlut ríkisins í Landsbankanum í kjölfarið. Kaup á 48,5 prósenta hlut fyrir 12,3 milljarða króna voru svo innsigluð eftir langt og ítarlegt karp á gamlársdag sama ár. Kaupin voru eðlilega umdeild. Ekki skal þó fara nánar út í þá sálma hér.Samson skiptir liðiÞótt Samsonarmenn hafi átt samleið í nokkrum fjárfestingarverkefnum horfðu þeir hver í sína áttina.Björgólfur Thor stofnaði fjárfestingarfélagið Novator í kringum áhættufjárfestingar í farsíma- og tæknifyrirtækjum, auk lyfjasafna, ekki síst í Austur-Evrópu. Hann hefur auðgast gríðarlega á verkefnum sínum, sérstaklega með sölu á búlgarska símafyrirtækinu BTC í fyrrasumar þegar hann seldi hlut sinn til bandaríska tryggingarisans AIG fyrir jafnvirði 127 milljarða króna á þávirði. Aðrar fjárfestingar liggja í farsímafyrirtækjum víða austantjalds. Þá hefur Björgólfur verið eigandi Actavis frá í fyrrasumar.Faðir hans hefur hins vegar fjárfest, eins og þekkt er orðið, í áhættuminni verkefnum, svo sem í breska knattspyrnufélaginu West Ham. Ósagt skal hins vegar látið hvort þær hafi lukkast. Eignir hans liggja víða, svo sem í Landsbankanum og tengdum félögum. Þar með talinn er ráðandi hlutur í Eimskipafélaginu og Icelandic Group. Þá eru viðamiklar fjárfestingar í fasteignum ótaldar.Magnús Þorsteinsson fór hins vegar á flug í bókstaflegri merkingu orðsins. Sama ár og salan á Bravo gekk í gegn keypti hann ásamt hópi fjárfesta helmingshlut í flugfélaginu Atlanta til móts við stofnendurna, þau Arngrím Jóhannsson og Þóru Guðmundsdóttur. Tæpur fjórðungur kom úr eignasafni Búnaðarbankans sáluga en afgangurinn í formi aukins hlutafjár úr vösum Magnúsar. Engar fjárhæðir lágu á borðinu. Viðmælendur Markaðarins telja þó að Magnús hafi ekki reitt fram háar fjárhæðir með kaupunum.Svipaða sögu er að segja af öðrum fjárfestingum Magnúsar. Hann fór stórum í kjölfarið með umsvifamiklum flugrekstri og stofnaði Avion Group utan um eignarhaldið. Margt var í pípunum.Þá voru eftir tveirMörgum kom á óvart þegar Magnús seldi þeim Björgólfsfeðgum hlut sinn í Samsonarfélaginu fyrir sléttum þremur árum. Að því er hann sagði sjálfur frá á þeim tíma vildi hann einbeita sér að fjárfestingum í almennri flutningastarfsemi og flugrekstri. Þremur dögum síðar var tilkynnt að Burðarás, sem Björgólfsfeðgar réðu, hefði selt nærri allan hlut félagsins í Eimskipafélagið til Avion Group, félags Magnúsar sem fór með tæpan fjórðungshlut í félaginu. Gríðarstór flutningafélag á láði og legi var í mótun og tók við mikill vöxtur. Menn eru ekki á einu máli hvort hann hafi mátt vera einbeittari. Engu er hins vegar um það logið að kæli- og frystigeymslurisi með starfsemi um allan heim búi nú í Eimskipi.Rekstur flugrekstrarhlutans gekk hins vegar ekki sem skyldi. Haft var eftir Magnúsi að ekki væri á teikniborðinu að félagið færi sig úr flugrekstrinum. Þvert á móti félli hann vel að flutningaskipahlutanum.Nafnabreyting Avion Group í Eimskipafélagið var máske merki um það sem var í vændum. Þrátt fyrir orð Magnúsar kvarnaðist talsvert úr rekstri Eimskipafélagsins í kjölfar mikils og dýrkeypts vaxtar og varð úr að flugreksturinn var hægt og bítandi seldur undan samstæðunni. Í desember í fyrra sagði Magnús sig svo úr stjórn Eimskipafélagsins. Svipuðu máli gegnir um Icelandic Group. Eimskip keypti stóran hlut í félaginu fyrir þremur árum á háu gengi, í kringum sjö krónur á hlut.Félagið fylgdi lykilorðum íslensku útrásarinnar í kjölfarið, óx með fyrirtækjakaupum og skuldsetningu. Mat manna er að félagið hafi farið of geyst í fjárfestingum. Samþætting á nýjum fyrirtækjum gekk seint og illa, forstjóraskipti tíð og lenti félagið í kröggum. Gengi hlutabréfa þess hefur hríðfallið síðan Eimskip festi sér hlutaféð og er lántaka félagsins á dögunum merki um það sem koma skal. Líklegt þykir að það færist á endanum í bækur stærsta lánadrottins, Landsbankans. Afskráning félagsins er sömuleiðis í pípunum.órjúfanleg böndViðmælendur Markaðarins segja að þrátt fyrir vandræði félaga sem Magnús hafi komið nálægt og tengjast Björgólfsfeðgum sé fjarri því að að stirt sé á milli þremenninganna. Með sölu á Samsonarhlut sínum hafi Magnús Þorsteinsson einungis verið að losa um fjármagn og marka aðra og sjálfstæðari leið í fjárfestingum sínum og sé enn gott þeirra á milli. Reyndar benti einn heimildarmaður þeim tengdur að þótt góð tengsl séu milli þeirra aðgreini þeir viðskipti og vináttu.Viðmælendurnir benda jafnframt að þeir Björgólfur Guðmundsson og Magnús vinna enn náið saman í Rússlandi. Þar í landi eiga þeir og reka prentsmiðjuna Eddu Printing and Publishing Ltd. Umsvif fyrirtækisins austur frá er geysimikið og ver Magnús orðið miklum tíma í kringum hana. Hvað sem öllu líður eru viðmælendur Markaðarins sammála um eitt. Mikil, sterk og næsta órjúfanleg bönd binda þá þremenninga saman sem eitt sinn mynduðu Samsonarhópinn. Mikið þarf til að slíta þau bönd og ólíklegt að slíkt gerist á næstunni. Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Viðskilnaður Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar er staðfestur." Þetta sagði Óli Björn Kárason, fyrrverandi ritstjóri DV og Viðskiptablaðsins, í viðskiptabloggi sínu á dögunum. Vísaði hann til brotthvarfs Magnúsar úr varastjórn Icelandic Group. Magnús, sem er stór hluthafi í félaginu, hafði verið stjórnarformaður Icelandic Group frá miðjum nóvember árið 2006. Hann steig úr stólnum fyrir aðalfund félagsins í apríl en gaf á móti kost á sér í varastjórn. Nú í maí dró hann það til baka og steig endanlega út fyrir stjórnarherbergið. Nokkrum mánuðum fyrr hafði hann sömuleiðis skilað frá sér stóli stjórnarformanns Eimskipafélagsins. Viðmælendur Markaðarins telja afar ólíklegt að viðskilnaður hafi orðið í hópi hinnar heilögu þrenningar, þremenninganna sem komu eins og stormsveipur inn í íslenskt efnahagslíf skömmu eftir aldamótin með fangið fullt af fjármagni. Til þess séu vinaböndin alltof sterk. Þau hafi mótast á árunum sem þeir störfuðu í Rússlandi. Þar gekk mikið á, menn deildu blóði svita og tárum og styrktust vinaböndin mjög - nærri því á dulúðlegan hátt, ef marka má ummæli viðmælenda um vinfengi þeirra Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar.Bravó – RússlandLíkt og margoft hefur verið sagt frá varð auðsöfnun Samsonarhópsins til í Rússlandi á síðasta áratug síðustu aldar. Forsaga málsins var í stuttu máli sú að Björgólfur Guðmundsson var framkvæmdastjóri Gosan-gosdrykkjaverksmiðjunnar þegar ákveðið var að flytja hana í heilu lagi frá Akureyri til Pétursborgar í Rússlandi árið 1993. Feðgarnir sáu um flutninginn en tóku með sér hóp valmenna til að sjá um uppbygginguna þarna austur frá. Þar á meðal var Magnús Þorsteinsson frá Akureyri. Hann átti stóran þátt í uppbyggingu verksmiðjunnar.Eins og sagan hermir gekk mikið á. Þrekvirki þurfti til að koma verksmiðju sem þessari á koppinn í því spillta umhverfi sem ríkti á rústum gömlu Sovétríkjanna. Menn lögðu mikið á sig. Menn með fjölskyldur sem bjuggu heima á Íslandi á meðan ermar voru brettar upp í mörg þúsund kílómetra fjarlægð. Slíkt getur tekið á, líkt og þeir þekkja til sem oft þurfa að dvelja langdvölum fjarri konu og börnum. Einum viðmælanda Markaðarins var á orði, að þarna úti hafi þremenningarnir bundist böndum með nær órjúfanlegum þræði.En erfiðið skilaði árangri tæpum áratug síðar. Bravo-verksmiðjan, sem þeir þremenningar stýrðu og áttu á endanum, framleiddi og seldi gos og áfenga gosdrykki auk hefðbundins mjaðar og náði sterkri stöðu á Rússlandsmarkaði. Þegar best lét hafði það 25 prósenta markaðshlutdeild í Pétursborg og sex prósent í landinu öllu. Slíkt hlýtur að teljast þrekvirki.Utan um eignarhaldið var svo Bravo International stofnað sem selt var til Heineken árið 2002 fyrir mjög hundruð milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um fjörutíu milljarða íslenskra króna samkvæmt gengi dals gagnvart krónu þá. Salan lagði grunninn að auðæfum feðganna og Magnúsar Þorsteinssonar og markaði brautina að þeim mikla vexti sem lá fyrir fótum þeirra hér á landi og erlendis.sameiginlegar fjárfestingarÁrið sem salan á Bravo gekk í gegn var án nokkurs efa annasamt í dagbókum þremenninganna í Samsonarhópnum. Þótt þeir hafi dag og nótt rekið farsæla bjórverksmiðju í Rússlandi höfðu þeir ekki lokað augunum fyrir öðrum fjárfestingartækifærum.Þeir Björgólfur Thor og Magnús höfðu fjárfest saman í einkavæðingu búlgarska ríkisins á lyfjafyrirtækinu Balkanpharma sem síðar rann saman við Pharmaco og í síðar Delta undir merkjum Actavis. Vöxtur lyfjafyrirtækisins var ævintýralegur í kjölfarið.Hinn eiginlegi Samsonarhópur varð formlega til síðla árs 2002. Hópurinn óskaði eftir kaupum á kjölfestuhlut ríkisins í Landsbankanum í kjölfarið. Kaup á 48,5 prósenta hlut fyrir 12,3 milljarða króna voru svo innsigluð eftir langt og ítarlegt karp á gamlársdag sama ár. Kaupin voru eðlilega umdeild. Ekki skal þó fara nánar út í þá sálma hér.Samson skiptir liðiÞótt Samsonarmenn hafi átt samleið í nokkrum fjárfestingarverkefnum horfðu þeir hver í sína áttina.Björgólfur Thor stofnaði fjárfestingarfélagið Novator í kringum áhættufjárfestingar í farsíma- og tæknifyrirtækjum, auk lyfjasafna, ekki síst í Austur-Evrópu. Hann hefur auðgast gríðarlega á verkefnum sínum, sérstaklega með sölu á búlgarska símafyrirtækinu BTC í fyrrasumar þegar hann seldi hlut sinn til bandaríska tryggingarisans AIG fyrir jafnvirði 127 milljarða króna á þávirði. Aðrar fjárfestingar liggja í farsímafyrirtækjum víða austantjalds. Þá hefur Björgólfur verið eigandi Actavis frá í fyrrasumar.Faðir hans hefur hins vegar fjárfest, eins og þekkt er orðið, í áhættuminni verkefnum, svo sem í breska knattspyrnufélaginu West Ham. Ósagt skal hins vegar látið hvort þær hafi lukkast. Eignir hans liggja víða, svo sem í Landsbankanum og tengdum félögum. Þar með talinn er ráðandi hlutur í Eimskipafélaginu og Icelandic Group. Þá eru viðamiklar fjárfestingar í fasteignum ótaldar.Magnús Þorsteinsson fór hins vegar á flug í bókstaflegri merkingu orðsins. Sama ár og salan á Bravo gekk í gegn keypti hann ásamt hópi fjárfesta helmingshlut í flugfélaginu Atlanta til móts við stofnendurna, þau Arngrím Jóhannsson og Þóru Guðmundsdóttur. Tæpur fjórðungur kom úr eignasafni Búnaðarbankans sáluga en afgangurinn í formi aukins hlutafjár úr vösum Magnúsar. Engar fjárhæðir lágu á borðinu. Viðmælendur Markaðarins telja þó að Magnús hafi ekki reitt fram háar fjárhæðir með kaupunum.Svipaða sögu er að segja af öðrum fjárfestingum Magnúsar. Hann fór stórum í kjölfarið með umsvifamiklum flugrekstri og stofnaði Avion Group utan um eignarhaldið. Margt var í pípunum.Þá voru eftir tveirMörgum kom á óvart þegar Magnús seldi þeim Björgólfsfeðgum hlut sinn í Samsonarfélaginu fyrir sléttum þremur árum. Að því er hann sagði sjálfur frá á þeim tíma vildi hann einbeita sér að fjárfestingum í almennri flutningastarfsemi og flugrekstri. Þremur dögum síðar var tilkynnt að Burðarás, sem Björgólfsfeðgar réðu, hefði selt nærri allan hlut félagsins í Eimskipafélagið til Avion Group, félags Magnúsar sem fór með tæpan fjórðungshlut í félaginu. Gríðarstór flutningafélag á láði og legi var í mótun og tók við mikill vöxtur. Menn eru ekki á einu máli hvort hann hafi mátt vera einbeittari. Engu er hins vegar um það logið að kæli- og frystigeymslurisi með starfsemi um allan heim búi nú í Eimskipi.Rekstur flugrekstrarhlutans gekk hins vegar ekki sem skyldi. Haft var eftir Magnúsi að ekki væri á teikniborðinu að félagið færi sig úr flugrekstrinum. Þvert á móti félli hann vel að flutningaskipahlutanum.Nafnabreyting Avion Group í Eimskipafélagið var máske merki um það sem var í vændum. Þrátt fyrir orð Magnúsar kvarnaðist talsvert úr rekstri Eimskipafélagsins í kjölfar mikils og dýrkeypts vaxtar og varð úr að flugreksturinn var hægt og bítandi seldur undan samstæðunni. Í desember í fyrra sagði Magnús sig svo úr stjórn Eimskipafélagsins. Svipuðu máli gegnir um Icelandic Group. Eimskip keypti stóran hlut í félaginu fyrir þremur árum á háu gengi, í kringum sjö krónur á hlut.Félagið fylgdi lykilorðum íslensku útrásarinnar í kjölfarið, óx með fyrirtækjakaupum og skuldsetningu. Mat manna er að félagið hafi farið of geyst í fjárfestingum. Samþætting á nýjum fyrirtækjum gekk seint og illa, forstjóraskipti tíð og lenti félagið í kröggum. Gengi hlutabréfa þess hefur hríðfallið síðan Eimskip festi sér hlutaféð og er lántaka félagsins á dögunum merki um það sem koma skal. Líklegt þykir að það færist á endanum í bækur stærsta lánadrottins, Landsbankans. Afskráning félagsins er sömuleiðis í pípunum.órjúfanleg böndViðmælendur Markaðarins segja að þrátt fyrir vandræði félaga sem Magnús hafi komið nálægt og tengjast Björgólfsfeðgum sé fjarri því að að stirt sé á milli þremenninganna. Með sölu á Samsonarhlut sínum hafi Magnús Þorsteinsson einungis verið að losa um fjármagn og marka aðra og sjálfstæðari leið í fjárfestingum sínum og sé enn gott þeirra á milli. Reyndar benti einn heimildarmaður þeim tengdur að þótt góð tengsl séu milli þeirra aðgreini þeir viðskipti og vináttu.Viðmælendurnir benda jafnframt að þeir Björgólfur Guðmundsson og Magnús vinna enn náið saman í Rússlandi. Þar í landi eiga þeir og reka prentsmiðjuna Eddu Printing and Publishing Ltd. Umsvif fyrirtækisins austur frá er geysimikið og ver Magnús orðið miklum tíma í kringum hana. Hvað sem öllu líður eru viðmælendur Markaðarins sammála um eitt. Mikil, sterk og næsta órjúfanleg bönd binda þá þremenninga saman sem eitt sinn mynduðu Samsonarhópinn. Mikið þarf til að slíta þau bönd og ólíklegt að slíkt gerist á næstunni.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira