Boston komið í vænlega stöðu 29. maí 2008 05:11 Boston fékk hjálp úr óvæntri átt í nótt þegar liðið vann 106-102 sigur á Detroit í fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Kevin Garnett hefur verið besti maður Boston í einvíginu við Detroit og hann var stigahæstur heimamanna í nótt með 33 stig. Hann fékk hinsvegar góða hjálp frá félögum sínum að þessu sinni, í bráðskemmtilegum fimmta leik liðanna. Stórskyttan Ray Allen hefur verið heillum horfinn meira og minna alla úrslitakeppnina, en hann rankaði við sér á mjög góðum tíma í nótt. Allen skoraði 29 stig, hitti úr 5 af 6 þristum sínum og setti niður gríðarlega mikilvægt skot í lokin eftir að Detroit minnkað öruggt forskot Boston niður í aðeins eitt stig. "Mér líður nákvæmlega eins í kvöld eins og þegar ég skora tíu stig. Ef við vinnum er mér alveg sama hvað ég skora mikið. Við unnum í kvöld og það er frábær tilfinning," sagði hinn skyndilega sjóðheiti Allen. Hann hafði aðeins hitt úr 3 af 27 síðustu þriggja stiga skotum sínum í síðustu átta leikjum Boston í úrslitakeppninni. Þá fékk Boston líka frábært framlag frá miðherja sínum Kendrick Perkins, sem átti sinn besta leik í úrslitakeppni á ferlinum með 18 stigum og 16 fráköstum. Leikstjórnandinn ungi Rajon Rondo hitti illa úr skotum sínum í leiknum og skoraði 7 stig, en hann gaf 13 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 4 boltum. Boston hefur nú náð 3-2 forystu í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta skipti í tvo áratugi með sigri í sjötta leiknum í Detroit á föstudagskvöldið. Perkins fór illa með okkurKendrick Perkins og Kevin Garnett léku báðir mjög vel í nóttNordicPhotos/GettyImagesChauncey Billups, sem hefur reyndar átt við meiðsli að stríða, var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig og Richard Hamilton skoraði 25 stig. Rasheed Wallace bætti við 18 stigum, en hann skoraði þau öll úr þriggja stiga skotum."Perkins fór illa með okkur í fráköstunum. Garnett spilaði vel, Rondo fann alltaf opna manninn og Allen spilaði sinn besta leik í úrslitakeppninni. Þeir fengu toppframlag frá fjórum mönnum í kvöld," sagði skúffaður Flip Saunders, þjálfari Detroit, eftir leikinn.Liðin voru jöfn að stigum 23-23 eftir fyrsta leikhlutann og Boston hafði nauma sex stiga forystu í hálfleik. Heimamenn bættu svo við í þriðja leikhlutanum og það var ekki fyrr en á lokasprettinum sem kom dálítið fát á heimamenn, sem hleypti gestunum inn í leikinn."Við vissum vel hve gríðarlega mikilvægur þessi leikur var," sagði Kevin Garnett, sem setti persónulegt met í stigaskori í úrslitakeppninni í ár. "Við hefðum málað okkur út í horn ef við hefðum ekki unnið, því Detroit er mjög reynt lið sem er ýmsu vant. Nú þurfum við bara að fara til Detroit og reyna að stela næsta leik," sagði Garnett.Tölfræði leiksinsNBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Boston fékk hjálp úr óvæntri átt í nótt þegar liðið vann 106-102 sigur á Detroit í fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Kevin Garnett hefur verið besti maður Boston í einvíginu við Detroit og hann var stigahæstur heimamanna í nótt með 33 stig. Hann fékk hinsvegar góða hjálp frá félögum sínum að þessu sinni, í bráðskemmtilegum fimmta leik liðanna. Stórskyttan Ray Allen hefur verið heillum horfinn meira og minna alla úrslitakeppnina, en hann rankaði við sér á mjög góðum tíma í nótt. Allen skoraði 29 stig, hitti úr 5 af 6 þristum sínum og setti niður gríðarlega mikilvægt skot í lokin eftir að Detroit minnkað öruggt forskot Boston niður í aðeins eitt stig. "Mér líður nákvæmlega eins í kvöld eins og þegar ég skora tíu stig. Ef við vinnum er mér alveg sama hvað ég skora mikið. Við unnum í kvöld og það er frábær tilfinning," sagði hinn skyndilega sjóðheiti Allen. Hann hafði aðeins hitt úr 3 af 27 síðustu þriggja stiga skotum sínum í síðustu átta leikjum Boston í úrslitakeppninni. Þá fékk Boston líka frábært framlag frá miðherja sínum Kendrick Perkins, sem átti sinn besta leik í úrslitakeppni á ferlinum með 18 stigum og 16 fráköstum. Leikstjórnandinn ungi Rajon Rondo hitti illa úr skotum sínum í leiknum og skoraði 7 stig, en hann gaf 13 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 4 boltum. Boston hefur nú náð 3-2 forystu í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta skipti í tvo áratugi með sigri í sjötta leiknum í Detroit á föstudagskvöldið. Perkins fór illa með okkurKendrick Perkins og Kevin Garnett léku báðir mjög vel í nóttNordicPhotos/GettyImagesChauncey Billups, sem hefur reyndar átt við meiðsli að stríða, var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig og Richard Hamilton skoraði 25 stig. Rasheed Wallace bætti við 18 stigum, en hann skoraði þau öll úr þriggja stiga skotum."Perkins fór illa með okkur í fráköstunum. Garnett spilaði vel, Rondo fann alltaf opna manninn og Allen spilaði sinn besta leik í úrslitakeppninni. Þeir fengu toppframlag frá fjórum mönnum í kvöld," sagði skúffaður Flip Saunders, þjálfari Detroit, eftir leikinn.Liðin voru jöfn að stigum 23-23 eftir fyrsta leikhlutann og Boston hafði nauma sex stiga forystu í hálfleik. Heimamenn bættu svo við í þriðja leikhlutanum og það var ekki fyrr en á lokasprettinum sem kom dálítið fát á heimamenn, sem hleypti gestunum inn í leikinn."Við vissum vel hve gríðarlega mikilvægur þessi leikur var," sagði Kevin Garnett, sem setti persónulegt met í stigaskori í úrslitakeppninni í ár. "Við hefðum málað okkur út í horn ef við hefðum ekki unnið, því Detroit er mjög reynt lið sem er ýmsu vant. Nú þurfum við bara að fara til Detroit og reyna að stela næsta leik," sagði Garnett.Tölfræði leiksinsNBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira