Erlent

Ástandið versnar stöðugt í Darfur

Óli Tynes skrifar
Frá Darfur.
Frá Darfur.

Tvöhundruð þúsund manns hafa látið lífið og tvær og hálf milljón er á flótta eftir fimm ára hernað hinnan arabisku ríkisstjórnar Súdans gegn svörtu fólki í Darfur héraði.

Flóttafólkinu eru allar bjargir bannaðar í heimalandinu og lifa aðeins á erlendri aðstoð.

Hjálparstarf íslensku kirkjunnar er nú með með söfnun í gangi en hún tekur þátt í neyðaraðstoð ásamt erlendum kirkjum. Það er stærsta hjálparverkefni sem er í gangi í héraðinu.

Hjálparstarf kirkjunnar hefur sent gíróseðla á hvert heimili í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×