Erlent

Herskip sitja um sjóræningja

Óli Tynes skrifar
Franska snekkjan sem rænt var.
Franska snekkjan sem rænt var.

Bandarísk og frönsk herskip fylgjast nú með stórri franskri snekkju sem sjóræningjar hertóku undan strönd Sómalíu í gær.

Þrjátíu manna áhöfn er haldið í gíslingu, en engir farþegar eru um borð. Franska ríkisstjórnin hefur skipað sérstaka neyðarnefnd til þess að leysa málið.

Óstaðfestar fréttir herma að sjóræningjar á tveim hraðbátum hafi ráðist um borð í snekkjuna. Hún er áttatíu og átta metra löng og gengur bæði fyrir vélum og seglum. Lúxuskáetur eru um borð fyrir 64 farþega.

Sjórán eru algeng á þessum slóðum. Yfirleitt lýkur þeim með því að skipum og áhöfnum er sleppt eftir að lausnargjald hefur verið greitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×