Sigrar hjá United og Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2008 20:35 Wayne Roony fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP Manchester United og Barcelona unnu í kvöld góða útisigra í fyrri viðureignum liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. United vann AS Roma á Ítalíu, 2-0, með mörkum Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney. Í Þýskalandi vann Barcelona 1-0 sigur á Schalke en táningurinn Bojan Krkic skoraði eina mark leiksins á tólftu mínútu. Það þýðir að United og Barcelona eru í góðum málum fyrir síðari viðureign liðanna sem fara fram á miðvikudaginn í næstu viku. Edwin van der Sar var í byrjunarliði United á nýjan leik og var Ji-Sung Park stillt upp á miðjunni í stað Ryan Giggs. Anderson var einnig í byrjunarliðinu, á kostnað Carlos Tevez. Francesco Totti var ekki með Roma í kvöld eins og fram hafði komið en Vucinic kom í byrjunarliðið í hans stað. Rómverjar voru öflugri í byrjun leiksins en liðin áttu þó bæði sín hálffæri. United varð reyndar fyrir áfalli snemma leiks er Nemanja Vidic meiddist og kom John O'Shea inn í hans stað. Skömmu síðar kom svo markið. Cristiano Ronaldo kom á fleygiferð inn í teginn og skallaði fyrirgjöf Paul Scholes í markið af miklum krafti. Vucinic fékk síðan gott færi til að jafna leikinn skömmu síðar en skot hans geigaði. Skömmu síðar átti Cristiano Panucci gott færi en hitti ekki markið. Rómverjar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og átti Max Tonetto gott skot að marki sem fór hins vegar rétt framhjá. En það voru hins vegar leikmenn United sem nýttu færin sín. Wes Brown átti fyrirgjöf sem Park skallaði aftur í teiginn þar sem boltinn datt fyrir Wayne Rooney sem kom knettinum á endanum í netið. Skömmu síðar átti Ronaldo skot í utanverða stöngina en 3-0 sigur í Róm hefði fleytt United langleiðina í undanúrslitin. 2-0 var hins vegar niðurstaðan en leikmenn United geta engu að síður vel við unað. Bojan Krkic skorar mark Börsunga í leiknum.Nordic Photos / Bongarts Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í byrjunarliði Börsunga í kvöld sem stillti þeim Eto'o, Bojan og Henry upp í sóknarlínunni. Börsungar byrjuðu betur í leiknum og voru ekki nema tólf mínútur að skora fyrsta markið. Andrés Iniesta átti þá góða sendingu inn fyrir vörn heimamanna og Theirry Henry skaut að marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, náði hins vegar ekki að halda boltanum sem skaust aftur til Henry. Hann gaf boltann fyrir markið þar sem Bojan var aleinn og skoraði í autt markið. Börsungar gerðu vel til að verjast lengst af í fyrri hálfleik en heimamenn voru öflugri í þeim síðari, án þess þó að ná að skora. Halil Altintop átti skot að marki sem hafði viðkomu í varnarmanni en hitti ekki markið snemma í fyrri hálfleik og þá átti Sören Larsen skalla rétt fram hjá marki Börsunga. En allt kom fyrir ekki og Börsungar fögnuðu dýrmætum sigri í Þýskalandi. Eiður Smári sat á varamannabekk liðsins allan leikinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira
Manchester United og Barcelona unnu í kvöld góða útisigra í fyrri viðureignum liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. United vann AS Roma á Ítalíu, 2-0, með mörkum Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney. Í Þýskalandi vann Barcelona 1-0 sigur á Schalke en táningurinn Bojan Krkic skoraði eina mark leiksins á tólftu mínútu. Það þýðir að United og Barcelona eru í góðum málum fyrir síðari viðureign liðanna sem fara fram á miðvikudaginn í næstu viku. Edwin van der Sar var í byrjunarliði United á nýjan leik og var Ji-Sung Park stillt upp á miðjunni í stað Ryan Giggs. Anderson var einnig í byrjunarliðinu, á kostnað Carlos Tevez. Francesco Totti var ekki með Roma í kvöld eins og fram hafði komið en Vucinic kom í byrjunarliðið í hans stað. Rómverjar voru öflugri í byrjun leiksins en liðin áttu þó bæði sín hálffæri. United varð reyndar fyrir áfalli snemma leiks er Nemanja Vidic meiddist og kom John O'Shea inn í hans stað. Skömmu síðar kom svo markið. Cristiano Ronaldo kom á fleygiferð inn í teginn og skallaði fyrirgjöf Paul Scholes í markið af miklum krafti. Vucinic fékk síðan gott færi til að jafna leikinn skömmu síðar en skot hans geigaði. Skömmu síðar átti Cristiano Panucci gott færi en hitti ekki markið. Rómverjar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og átti Max Tonetto gott skot að marki sem fór hins vegar rétt framhjá. En það voru hins vegar leikmenn United sem nýttu færin sín. Wes Brown átti fyrirgjöf sem Park skallaði aftur í teiginn þar sem boltinn datt fyrir Wayne Rooney sem kom knettinum á endanum í netið. Skömmu síðar átti Ronaldo skot í utanverða stöngina en 3-0 sigur í Róm hefði fleytt United langleiðina í undanúrslitin. 2-0 var hins vegar niðurstaðan en leikmenn United geta engu að síður vel við unað. Bojan Krkic skorar mark Börsunga í leiknum.Nordic Photos / Bongarts Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í byrjunarliði Börsunga í kvöld sem stillti þeim Eto'o, Bojan og Henry upp í sóknarlínunni. Börsungar byrjuðu betur í leiknum og voru ekki nema tólf mínútur að skora fyrsta markið. Andrés Iniesta átti þá góða sendingu inn fyrir vörn heimamanna og Theirry Henry skaut að marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, náði hins vegar ekki að halda boltanum sem skaust aftur til Henry. Hann gaf boltann fyrir markið þar sem Bojan var aleinn og skoraði í autt markið. Börsungar gerðu vel til að verjast lengst af í fyrri hálfleik en heimamenn voru öflugri í þeim síðari, án þess þó að ná að skora. Halil Altintop átti skot að marki sem hafði viðkomu í varnarmanni en hitti ekki markið snemma í fyrri hálfleik og þá átti Sören Larsen skalla rétt fram hjá marki Börsunga. En allt kom fyrir ekki og Börsungar fögnuðu dýrmætum sigri í Þýskalandi. Eiður Smári sat á varamannabekk liðsins allan leikinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira