Erlent

Heimskur þjófur

Óli Tynes skrifar

Það eru til margar sögur af heimskum þjófum sem skildu eftir sönnunargögn á staðnum.

Líklega líða þó einhverjir dagar þangað til einhver slær út þjófinn í Amsterdam sem stal þar vænum kjötpakkaúr stórmarkaði.

Þegar til hans sást þaut hann út í bílinn sinn og hrinti þar burt afgreiðslumanni sem reyndi að hindra för hans. Svo brenndi hann gúmmí og hvarf sjónum.

Hann hvarf sjónum afgreiðslumannsins. Og hann hvarf sjónum 12 ára sonar síns sem hann hafði skilið eftir í markaðinum. Sonurinn vissi auðvitað gemsanúmerið hjá pabba og löggan hringdi í það.

Pabbi neitaði að koma aftur til að sækja strákinn. Sagði löggunni að hafa samband við móður hans í staðinn. Hann gaf sig þó fram við lögregluna nokkuð seinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×