Öruggur sigur á Færeyingum 16. mars 2008 18:01 Mynd/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld nokkuð öruggan 3-0 sigur á Færeyingum í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Jónas Guðni Sævarsson kom íslenska liðinu yfir með skallamarki rétt fyrir hlé. Jónas skoraði eftir sendingu Baldurs Aðalsteinssonar frá hægri eftir laglegt spil íslenska liðsins. Síðari hálfleikurinn í dag var að heita má eign íslenska liðsins sem náði 2-0 forystu þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum þegar Fróði Benjamínssen sendi fyrirgjöf Tryggva Guðmundssonar frá vinstri í eigið net. Það var svo Tryggvi sem gerði út um leikinn tíu mínútum áður en flautað var af þegar hann skoraði með góðu hægrifótarskoti. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Tryggvi er Færeyingum erfiður en hann skoraði einmitt mark gegn frændum okkar í sínum fyrsta landsleik á sínum tíma. Skömmu fyrir leikslok var svo fyrrum KR-ingnum Rógva Jacobsen vísað af velli fyrir ljóta tæklingu á Aron Gunnarsson. Íslenska liðið í dag var að mestu skipað leikmönnum sem spila hér heima og fengu nokkrir ungir leikmenn að spila sinn fyrsta leik í dag. Færeyingar voru með nokkra fastamenn í sínu liði en mættu ofjörlum sínum í Kórnum að þessu sinni og hafa aðeins einu sinni náð að leggja íslenska liðið í viðureignum þeirra í gegn um tíðina. Íslenska liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum í dag: Byrjunarlið: Kjartan Sturluson - Birkir Már Sævarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Heimir Einarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Baldur I. Aðalsteinsson, Jónas Guðni Sævarsson, Aron Einar Gunnarsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson - Helgi Sigurðsson. Varamenn: Stefán Logi Magnússon, Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Hjörtur Logi Valgarðsson, Marel Baldvinsson. Íslenski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld nokkuð öruggan 3-0 sigur á Færeyingum í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Jónas Guðni Sævarsson kom íslenska liðinu yfir með skallamarki rétt fyrir hlé. Jónas skoraði eftir sendingu Baldurs Aðalsteinssonar frá hægri eftir laglegt spil íslenska liðsins. Síðari hálfleikurinn í dag var að heita má eign íslenska liðsins sem náði 2-0 forystu þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum þegar Fróði Benjamínssen sendi fyrirgjöf Tryggva Guðmundssonar frá vinstri í eigið net. Það var svo Tryggvi sem gerði út um leikinn tíu mínútum áður en flautað var af þegar hann skoraði með góðu hægrifótarskoti. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Tryggvi er Færeyingum erfiður en hann skoraði einmitt mark gegn frændum okkar í sínum fyrsta landsleik á sínum tíma. Skömmu fyrir leikslok var svo fyrrum KR-ingnum Rógva Jacobsen vísað af velli fyrir ljóta tæklingu á Aron Gunnarsson. Íslenska liðið í dag var að mestu skipað leikmönnum sem spila hér heima og fengu nokkrir ungir leikmenn að spila sinn fyrsta leik í dag. Færeyingar voru með nokkra fastamenn í sínu liði en mættu ofjörlum sínum í Kórnum að þessu sinni og hafa aðeins einu sinni náð að leggja íslenska liðið í viðureignum þeirra í gegn um tíðina. Íslenska liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum í dag: Byrjunarlið: Kjartan Sturluson - Birkir Már Sævarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Heimir Einarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Baldur I. Aðalsteinsson, Jónas Guðni Sævarsson, Aron Einar Gunnarsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson - Helgi Sigurðsson. Varamenn: Stefán Logi Magnússon, Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Hjörtur Logi Valgarðsson, Marel Baldvinsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira