Öruggur sigur á Færeyingum 16. mars 2008 18:01 Mynd/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld nokkuð öruggan 3-0 sigur á Færeyingum í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Jónas Guðni Sævarsson kom íslenska liðinu yfir með skallamarki rétt fyrir hlé. Jónas skoraði eftir sendingu Baldurs Aðalsteinssonar frá hægri eftir laglegt spil íslenska liðsins. Síðari hálfleikurinn í dag var að heita má eign íslenska liðsins sem náði 2-0 forystu þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum þegar Fróði Benjamínssen sendi fyrirgjöf Tryggva Guðmundssonar frá vinstri í eigið net. Það var svo Tryggvi sem gerði út um leikinn tíu mínútum áður en flautað var af þegar hann skoraði með góðu hægrifótarskoti. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Tryggvi er Færeyingum erfiður en hann skoraði einmitt mark gegn frændum okkar í sínum fyrsta landsleik á sínum tíma. Skömmu fyrir leikslok var svo fyrrum KR-ingnum Rógva Jacobsen vísað af velli fyrir ljóta tæklingu á Aron Gunnarsson. Íslenska liðið í dag var að mestu skipað leikmönnum sem spila hér heima og fengu nokkrir ungir leikmenn að spila sinn fyrsta leik í dag. Færeyingar voru með nokkra fastamenn í sínu liði en mættu ofjörlum sínum í Kórnum að þessu sinni og hafa aðeins einu sinni náð að leggja íslenska liðið í viðureignum þeirra í gegn um tíðina. Íslenska liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum í dag: Byrjunarlið: Kjartan Sturluson - Birkir Már Sævarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Heimir Einarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Baldur I. Aðalsteinsson, Jónas Guðni Sævarsson, Aron Einar Gunnarsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson - Helgi Sigurðsson. Varamenn: Stefán Logi Magnússon, Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Hjörtur Logi Valgarðsson, Marel Baldvinsson. Íslenski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld nokkuð öruggan 3-0 sigur á Færeyingum í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Jónas Guðni Sævarsson kom íslenska liðinu yfir með skallamarki rétt fyrir hlé. Jónas skoraði eftir sendingu Baldurs Aðalsteinssonar frá hægri eftir laglegt spil íslenska liðsins. Síðari hálfleikurinn í dag var að heita má eign íslenska liðsins sem náði 2-0 forystu þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum þegar Fróði Benjamínssen sendi fyrirgjöf Tryggva Guðmundssonar frá vinstri í eigið net. Það var svo Tryggvi sem gerði út um leikinn tíu mínútum áður en flautað var af þegar hann skoraði með góðu hægrifótarskoti. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Tryggvi er Færeyingum erfiður en hann skoraði einmitt mark gegn frændum okkar í sínum fyrsta landsleik á sínum tíma. Skömmu fyrir leikslok var svo fyrrum KR-ingnum Rógva Jacobsen vísað af velli fyrir ljóta tæklingu á Aron Gunnarsson. Íslenska liðið í dag var að mestu skipað leikmönnum sem spila hér heima og fengu nokkrir ungir leikmenn að spila sinn fyrsta leik í dag. Færeyingar voru með nokkra fastamenn í sínu liði en mættu ofjörlum sínum í Kórnum að þessu sinni og hafa aðeins einu sinni náð að leggja íslenska liðið í viðureignum þeirra í gegn um tíðina. Íslenska liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum í dag: Byrjunarlið: Kjartan Sturluson - Birkir Már Sævarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Heimir Einarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Baldur I. Aðalsteinsson, Jónas Guðni Sævarsson, Aron Einar Gunnarsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson - Helgi Sigurðsson. Varamenn: Stefán Logi Magnússon, Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Hjörtur Logi Valgarðsson, Marel Baldvinsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira