Roma sópaði Real út úr Meistaradeildinni 5. mars 2008 21:37 Rómverjar unnu frækinn sigur í Madríd í kvöld Nordic Photos / Getty Images Roma gerði sér lítið fyrir og sló Real Madrid út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld með fræknum 2-1 sigri í Madríd. Chelsea vann auðveldan sigur á Olympiakos 3-0 en framlengja þarf í leik Porto og Schalke. Roma vann fyrri leikinn gegn Real Madrid 2-1 í Róm og því nægði liðinu jafntefli á Bernabeu í kvöld. Rómverjar voru mjög grimmir og skipulagðir í leiknum í kvöld en hvorugu liðinu tókst að skora fyrr en Taddei kom gestunum yfir með glæsilegu skallamarki á 73. mínútu - en tveimur mínútum áður hafði Pepe verið vikið af leikvelli í liði Madrid. Heimamenn voru ekki af baki dottnir og náðu að jafna skömmu síðar þegar markamaskínan Raul jafnaði á 75. mínútu. Real þurfti að skora annað mark og lagði allt kapp á sóknina, en það var svo Vucinic sem tryggði Roma 2-1 sigur með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Glæsilegur sigur hjá Rómverjum sem voru niðurlægðir af Manchester United í keppninni í fyrra. Chelsea vann tiltölulega auðveldan sigur á Olympiakos á heimavelli sínum í kvöld þar sem Michael Ballack braut ísinn eftir aðeins fimm mínútur. Tuttugu mínútum síðar bætti Frank Lampard við marki fyrir Chelsea og ljóst að liðið færi áfram í keppninni. Salomon Kalou bætti við þriðja og síðasta markinu á þriðju mínútu síðari hálfleiks og Chelsea kláraði formsatriðið með stæl. Leikur Schalke og Porto fór í framlengingu eftir að heimamenn höfðu yfir 1-0 eftir venjulegan leiktíma. Það var Lisandro sem skoraði fyrir Porto á 86. mínútu og tryggði framlenginguna, en Porto menn voru manni færri frá 82. mínútu þegar Fucile var vikiði af velli. Taugar Þjóðverjanna héldu svo betur í vítakeppninni eins og svo oft áður, en markvörður Schalke, Manuel Neuer, var hetja liðsins og varði tvö víti frá Portúgölunum á meðan félagar hans skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum. Chelsea, Roma og Schalke eru því komin áfram í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Arsenal, Manchester United, Fenerbahce og Barcelona, en Liverpool og Inter eiga eftir að leika síðari leik sinn sem verður á dagskrá þann 11. mars. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Roma gerði sér lítið fyrir og sló Real Madrid út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld með fræknum 2-1 sigri í Madríd. Chelsea vann auðveldan sigur á Olympiakos 3-0 en framlengja þarf í leik Porto og Schalke. Roma vann fyrri leikinn gegn Real Madrid 2-1 í Róm og því nægði liðinu jafntefli á Bernabeu í kvöld. Rómverjar voru mjög grimmir og skipulagðir í leiknum í kvöld en hvorugu liðinu tókst að skora fyrr en Taddei kom gestunum yfir með glæsilegu skallamarki á 73. mínútu - en tveimur mínútum áður hafði Pepe verið vikið af leikvelli í liði Madrid. Heimamenn voru ekki af baki dottnir og náðu að jafna skömmu síðar þegar markamaskínan Raul jafnaði á 75. mínútu. Real þurfti að skora annað mark og lagði allt kapp á sóknina, en það var svo Vucinic sem tryggði Roma 2-1 sigur með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Glæsilegur sigur hjá Rómverjum sem voru niðurlægðir af Manchester United í keppninni í fyrra. Chelsea vann tiltölulega auðveldan sigur á Olympiakos á heimavelli sínum í kvöld þar sem Michael Ballack braut ísinn eftir aðeins fimm mínútur. Tuttugu mínútum síðar bætti Frank Lampard við marki fyrir Chelsea og ljóst að liðið færi áfram í keppninni. Salomon Kalou bætti við þriðja og síðasta markinu á þriðju mínútu síðari hálfleiks og Chelsea kláraði formsatriðið með stæl. Leikur Schalke og Porto fór í framlengingu eftir að heimamenn höfðu yfir 1-0 eftir venjulegan leiktíma. Það var Lisandro sem skoraði fyrir Porto á 86. mínútu og tryggði framlenginguna, en Porto menn voru manni færri frá 82. mínútu þegar Fucile var vikiði af velli. Taugar Þjóðverjanna héldu svo betur í vítakeppninni eins og svo oft áður, en markvörður Schalke, Manuel Neuer, var hetja liðsins og varði tvö víti frá Portúgölunum á meðan félagar hans skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum. Chelsea, Roma og Schalke eru því komin áfram í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Arsenal, Manchester United, Fenerbahce og Barcelona, en Liverpool og Inter eiga eftir að leika síðari leik sinn sem verður á dagskrá þann 11. mars.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira