Roma sópaði Real út úr Meistaradeildinni 5. mars 2008 21:37 Rómverjar unnu frækinn sigur í Madríd í kvöld Nordic Photos / Getty Images Roma gerði sér lítið fyrir og sló Real Madrid út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld með fræknum 2-1 sigri í Madríd. Chelsea vann auðveldan sigur á Olympiakos 3-0 en framlengja þarf í leik Porto og Schalke. Roma vann fyrri leikinn gegn Real Madrid 2-1 í Róm og því nægði liðinu jafntefli á Bernabeu í kvöld. Rómverjar voru mjög grimmir og skipulagðir í leiknum í kvöld en hvorugu liðinu tókst að skora fyrr en Taddei kom gestunum yfir með glæsilegu skallamarki á 73. mínútu - en tveimur mínútum áður hafði Pepe verið vikið af leikvelli í liði Madrid. Heimamenn voru ekki af baki dottnir og náðu að jafna skömmu síðar þegar markamaskínan Raul jafnaði á 75. mínútu. Real þurfti að skora annað mark og lagði allt kapp á sóknina, en það var svo Vucinic sem tryggði Roma 2-1 sigur með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Glæsilegur sigur hjá Rómverjum sem voru niðurlægðir af Manchester United í keppninni í fyrra. Chelsea vann tiltölulega auðveldan sigur á Olympiakos á heimavelli sínum í kvöld þar sem Michael Ballack braut ísinn eftir aðeins fimm mínútur. Tuttugu mínútum síðar bætti Frank Lampard við marki fyrir Chelsea og ljóst að liðið færi áfram í keppninni. Salomon Kalou bætti við þriðja og síðasta markinu á þriðju mínútu síðari hálfleiks og Chelsea kláraði formsatriðið með stæl. Leikur Schalke og Porto fór í framlengingu eftir að heimamenn höfðu yfir 1-0 eftir venjulegan leiktíma. Það var Lisandro sem skoraði fyrir Porto á 86. mínútu og tryggði framlenginguna, en Porto menn voru manni færri frá 82. mínútu þegar Fucile var vikiði af velli. Taugar Þjóðverjanna héldu svo betur í vítakeppninni eins og svo oft áður, en markvörður Schalke, Manuel Neuer, var hetja liðsins og varði tvö víti frá Portúgölunum á meðan félagar hans skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum. Chelsea, Roma og Schalke eru því komin áfram í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Arsenal, Manchester United, Fenerbahce og Barcelona, en Liverpool og Inter eiga eftir að leika síðari leik sinn sem verður á dagskrá þann 11. mars. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Roma gerði sér lítið fyrir og sló Real Madrid út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld með fræknum 2-1 sigri í Madríd. Chelsea vann auðveldan sigur á Olympiakos 3-0 en framlengja þarf í leik Porto og Schalke. Roma vann fyrri leikinn gegn Real Madrid 2-1 í Róm og því nægði liðinu jafntefli á Bernabeu í kvöld. Rómverjar voru mjög grimmir og skipulagðir í leiknum í kvöld en hvorugu liðinu tókst að skora fyrr en Taddei kom gestunum yfir með glæsilegu skallamarki á 73. mínútu - en tveimur mínútum áður hafði Pepe verið vikið af leikvelli í liði Madrid. Heimamenn voru ekki af baki dottnir og náðu að jafna skömmu síðar þegar markamaskínan Raul jafnaði á 75. mínútu. Real þurfti að skora annað mark og lagði allt kapp á sóknina, en það var svo Vucinic sem tryggði Roma 2-1 sigur með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Glæsilegur sigur hjá Rómverjum sem voru niðurlægðir af Manchester United í keppninni í fyrra. Chelsea vann tiltölulega auðveldan sigur á Olympiakos á heimavelli sínum í kvöld þar sem Michael Ballack braut ísinn eftir aðeins fimm mínútur. Tuttugu mínútum síðar bætti Frank Lampard við marki fyrir Chelsea og ljóst að liðið færi áfram í keppninni. Salomon Kalou bætti við þriðja og síðasta markinu á þriðju mínútu síðari hálfleiks og Chelsea kláraði formsatriðið með stæl. Leikur Schalke og Porto fór í framlengingu eftir að heimamenn höfðu yfir 1-0 eftir venjulegan leiktíma. Það var Lisandro sem skoraði fyrir Porto á 86. mínútu og tryggði framlenginguna, en Porto menn voru manni færri frá 82. mínútu þegar Fucile var vikiði af velli. Taugar Þjóðverjanna héldu svo betur í vítakeppninni eins og svo oft áður, en markvörður Schalke, Manuel Neuer, var hetja liðsins og varði tvö víti frá Portúgölunum á meðan félagar hans skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum. Chelsea, Roma og Schalke eru því komin áfram í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Arsenal, Manchester United, Fenerbahce og Barcelona, en Liverpool og Inter eiga eftir að leika síðari leik sinn sem verður á dagskrá þann 11. mars.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn