Harry prins kominn heim frá Afganistan Óli Tynes skrifar 1. mars 2008 12:07 Harry Bretaprins er kominn til Bretlands eftir rúmlegja tveggja mánaða dvöl í Afghanistan þar sem hann sinnti herþjónustu. Prinsinn var þegar í gær sendur frá vígstöðvunum í Helmand héraði til Kandahar, þar sem hann tók flugvél heim til Bretlands. Hann lenti á Brize Norton herstöðinni laust fyrir hádegi. Harry er sagður vera bæði sár og reiður yfir því að fjölmiðlar komu upp um veru hans í Afganistan. Hann hefur undanfarnar tíu vikur verið í fremstu víglínu í Helmand héraði, sem er róstusamasta hérað í landinu. Breska herstjórnin vildi í upphafi hvorki senda Harry til Íraks né Afganistan. Ástæður herstjórnarinnar voru þær að það myndi skapa mikla hættu bæði fyrir Harry sjálfan og félaga hans að hann væri sendur á átakasvæði. Telja mætti nokkuð víst að óvinirnir myndu gera allt sem þeir gætu til þess að ræna honum eða drepa. Harry hótaði þá að segja sig úr hernum, þar sem hann taldi ekkert gagn af því að vera þar ef hann fengi ekki að fylgja félögum sínum á vígvöllinn. Þá var gripið til þess ráðs að senda hann með mikilli leynd til Afganistans. Gerðir voru samningar við breska fjölmiðla um að segja ekki frá því, gegn því að þeir fengju að fylgjast með honum og mynda hann á vígvellinum. Ástralskt kvennablað sagði frá veru hans í Afganistans fyrir einhverjum vikum, en ekki var tekið neitt mark á því. Í gær birtist hinsvegar frétt um málið í Drudge report og þá var ekki aftur snúið. Þrátt fyrir að prinsinn sé nú farinn frá Afganistan hafa talibanar hótað hefndum fyrir dvöl hans í landinu. Erlent Tengdar fréttir Harry prins nú helsta skotmark hryðjuverkamanna Róttækur klerkur í Líbanon segir að Harry Bretaprins sé nú helsta skotmark hryðjuverkamanna eftir að hann sinnti herþjónustu í Afganistan á laun. 1. mars 2008 12:40 Karl Bretaprins: Mikill léttir að fá Harry heim Karl Bretaprins og Vilhjálmur sonur hans fögnuðu Harry prins þegar hann sneri aftur frá Afghanistan í dag. Harry hafði sinnt herskyldu í Helmand frá því í desember. Fréttir í fjölmiðlum urðu þess valdandi að hann var sendur í skyndingu til Bretlands fjórum vikum áður en áætlað hafði verið. 1. mars 2008 17:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Sjá meira
Harry Bretaprins er kominn til Bretlands eftir rúmlegja tveggja mánaða dvöl í Afghanistan þar sem hann sinnti herþjónustu. Prinsinn var þegar í gær sendur frá vígstöðvunum í Helmand héraði til Kandahar, þar sem hann tók flugvél heim til Bretlands. Hann lenti á Brize Norton herstöðinni laust fyrir hádegi. Harry er sagður vera bæði sár og reiður yfir því að fjölmiðlar komu upp um veru hans í Afganistan. Hann hefur undanfarnar tíu vikur verið í fremstu víglínu í Helmand héraði, sem er róstusamasta hérað í landinu. Breska herstjórnin vildi í upphafi hvorki senda Harry til Íraks né Afganistan. Ástæður herstjórnarinnar voru þær að það myndi skapa mikla hættu bæði fyrir Harry sjálfan og félaga hans að hann væri sendur á átakasvæði. Telja mætti nokkuð víst að óvinirnir myndu gera allt sem þeir gætu til þess að ræna honum eða drepa. Harry hótaði þá að segja sig úr hernum, þar sem hann taldi ekkert gagn af því að vera þar ef hann fengi ekki að fylgja félögum sínum á vígvöllinn. Þá var gripið til þess ráðs að senda hann með mikilli leynd til Afganistans. Gerðir voru samningar við breska fjölmiðla um að segja ekki frá því, gegn því að þeir fengju að fylgjast með honum og mynda hann á vígvellinum. Ástralskt kvennablað sagði frá veru hans í Afganistans fyrir einhverjum vikum, en ekki var tekið neitt mark á því. Í gær birtist hinsvegar frétt um málið í Drudge report og þá var ekki aftur snúið. Þrátt fyrir að prinsinn sé nú farinn frá Afganistan hafa talibanar hótað hefndum fyrir dvöl hans í landinu.
Erlent Tengdar fréttir Harry prins nú helsta skotmark hryðjuverkamanna Róttækur klerkur í Líbanon segir að Harry Bretaprins sé nú helsta skotmark hryðjuverkamanna eftir að hann sinnti herþjónustu í Afganistan á laun. 1. mars 2008 12:40 Karl Bretaprins: Mikill léttir að fá Harry heim Karl Bretaprins og Vilhjálmur sonur hans fögnuðu Harry prins þegar hann sneri aftur frá Afghanistan í dag. Harry hafði sinnt herskyldu í Helmand frá því í desember. Fréttir í fjölmiðlum urðu þess valdandi að hann var sendur í skyndingu til Bretlands fjórum vikum áður en áætlað hafði verið. 1. mars 2008 17:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Sjá meira
Harry prins nú helsta skotmark hryðjuverkamanna Róttækur klerkur í Líbanon segir að Harry Bretaprins sé nú helsta skotmark hryðjuverkamanna eftir að hann sinnti herþjónustu í Afganistan á laun. 1. mars 2008 12:40
Karl Bretaprins: Mikill léttir að fá Harry heim Karl Bretaprins og Vilhjálmur sonur hans fögnuðu Harry prins þegar hann sneri aftur frá Afghanistan í dag. Harry hafði sinnt herskyldu í Helmand frá því í desember. Fréttir í fjölmiðlum urðu þess valdandi að hann var sendur í skyndingu til Bretlands fjórum vikum áður en áætlað hafði verið. 1. mars 2008 17:01