Erlent

Mikið mannfall á Gaza ströndinni

Óli Tynes skrifar
Ísraelskar orrustuþotur hafa jafnað við jörðu eitt af stjórnsýsluhúsum Hamas samtakanna.
Ísraelskar orrustuþotur hafa jafnað við jörðu eitt af stjórnsýsluhúsum Hamas samtakanna.

Ísraelskir hermenn felldu 22 Palestínumenn í dag í hörðustu bardögum sem orðið hafa á Gaza ströndinni í margar vikur.

Alls hafa 57 Palestínumenn fallið í bardögum og loftárásum undanfarna fjóra daga. Ísraelar hafa jafnframt hótað harðari aðgerðum til þess að stöðva eldflaugaskothríð frá ströndinni.

Sjónarvottar segja að bardagar hafi hafist þegar ísraelskir hermenn studdir orrustuþyrlum réðust inn á Gaza ströndina og hittu þar fyrir vígamenn Hamas samtakanna.

Ísraelska herstjórnin hefur staðfest að hermenn hennar séu við aðgerðir á ströndinni og að finn þeirra hafi særst lítillega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×