Jafnréttissjónarmið réðu ákvörðun Hildar 27. febrúar 2008 10:00 Hildur Petersen. Mynd/E.Ól Hildur Petersen, fráfarandi stjórnarformaður SPRON, segir jafnréttissjónarmið hafa ráðið því að hún ákvað að gefa ekki kost á sér í stjórn SPRON á ný. Kosið verður um nýja stjórn á aðalfundi sparisjóðsins í dag. Hildur segir að í þau sextán ár sem hún hafi setið í stjórn SPRON hafi hún verið ötull talsmaður þess að reynt væri að laða að konur til stjórnarsetu í sparisjóðnum. Hafi hún því fyrr í mánuðinum haft fullan hug á að gefa kost á sér á ný. „Ég lít ekki sem svo á að hér sé eingöngu um jafnréttismál að ræða heldur líka hreina viðskiptahagsmuni, því konur og upplýstir karlmenn beina viðskiptum sínum í auknu mæli til þeirra fyrirtækja sem sýna jafnrétti í verki," segir hún. Hildur segir að skömmu eftir að hún hafi ákveðið þetta hafi tvær af reyndustu konum í íslensku viðskiptalífi, þær Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, og Rannveig Rist, forstjóri Alcan, verið tilbúnar að gefa kost á sér í stjórnina. „Þar með var ljóst að jafnréttis væri gætt í stjórninni," segir Hildur. „Ég tók því þá ákvörðun þrátt fyrir fyrri ummæli. Eftir að hafa setið samtals 16 ár í stjórn SPRON á tveimur tímabilum gæti ég gengið stolt frá þessu starfi og gefið öðrum tækifæri á að spreyta sig." Gunnar Þór Gíslason, stjórnarmaður í SPRON, hefur sömuleiðis ákveðið að gefa ekki kost á sér, að því er fram kemur á heimasíðu sparisjóðsins. Þeir Ari Bergmann Einarsson, Ásgeir Baldurs og Erlendur Hjaltason gefa hins vegar áfram kost á sér í stjórnina auk þeirra Margrétar Guðmundsdóttur og Rannveigar Rist. Stjórn SPRON hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að birta ekki upplýsingar um sölu stjórnarmanna á hlutum í félaginu áður en það fór á markað. Hafa Samtök fjárfesta gagnrýnt svör fyrirtækisins vegna þess. Þar hefur komið fram að SPRON hafi ekki verið heimilt að birta opinberlega upplýsingar um viðskipti stjórnarmanna. Hildur var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þann 5. febrúar síðastliðinn. Þar var hún spurð um orðróm þess efnis að hún væri á leið úr sæti stjórnarformanns. Þá sagðist Hildur ekki hafa heyrt hann en að hún myndi bjóða sig fram aftur á aðalfundi 27. febrúar. Það væri svo hluthafa að taka ákvörðun um það. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Hildur Petersen, fráfarandi stjórnarformaður SPRON, segir jafnréttissjónarmið hafa ráðið því að hún ákvað að gefa ekki kost á sér í stjórn SPRON á ný. Kosið verður um nýja stjórn á aðalfundi sparisjóðsins í dag. Hildur segir að í þau sextán ár sem hún hafi setið í stjórn SPRON hafi hún verið ötull talsmaður þess að reynt væri að laða að konur til stjórnarsetu í sparisjóðnum. Hafi hún því fyrr í mánuðinum haft fullan hug á að gefa kost á sér á ný. „Ég lít ekki sem svo á að hér sé eingöngu um jafnréttismál að ræða heldur líka hreina viðskiptahagsmuni, því konur og upplýstir karlmenn beina viðskiptum sínum í auknu mæli til þeirra fyrirtækja sem sýna jafnrétti í verki," segir hún. Hildur segir að skömmu eftir að hún hafi ákveðið þetta hafi tvær af reyndustu konum í íslensku viðskiptalífi, þær Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, og Rannveig Rist, forstjóri Alcan, verið tilbúnar að gefa kost á sér í stjórnina. „Þar með var ljóst að jafnréttis væri gætt í stjórninni," segir Hildur. „Ég tók því þá ákvörðun þrátt fyrir fyrri ummæli. Eftir að hafa setið samtals 16 ár í stjórn SPRON á tveimur tímabilum gæti ég gengið stolt frá þessu starfi og gefið öðrum tækifæri á að spreyta sig." Gunnar Þór Gíslason, stjórnarmaður í SPRON, hefur sömuleiðis ákveðið að gefa ekki kost á sér, að því er fram kemur á heimasíðu sparisjóðsins. Þeir Ari Bergmann Einarsson, Ásgeir Baldurs og Erlendur Hjaltason gefa hins vegar áfram kost á sér í stjórnina auk þeirra Margrétar Guðmundsdóttur og Rannveigar Rist. Stjórn SPRON hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að birta ekki upplýsingar um sölu stjórnarmanna á hlutum í félaginu áður en það fór á markað. Hafa Samtök fjárfesta gagnrýnt svör fyrirtækisins vegna þess. Þar hefur komið fram að SPRON hafi ekki verið heimilt að birta opinberlega upplýsingar um viðskipti stjórnarmanna. Hildur var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þann 5. febrúar síðastliðinn. Þar var hún spurð um orðróm þess efnis að hún væri á leið úr sæti stjórnarformanns. Þá sagðist Hildur ekki hafa heyrt hann en að hún myndi bjóða sig fram aftur á aðalfundi 27. febrúar. Það væri svo hluthafa að taka ákvörðun um það.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira