Jafnréttissjónarmið réðu ákvörðun Hildar 27. febrúar 2008 10:00 Hildur Petersen. Mynd/E.Ól Hildur Petersen, fráfarandi stjórnarformaður SPRON, segir jafnréttissjónarmið hafa ráðið því að hún ákvað að gefa ekki kost á sér í stjórn SPRON á ný. Kosið verður um nýja stjórn á aðalfundi sparisjóðsins í dag. Hildur segir að í þau sextán ár sem hún hafi setið í stjórn SPRON hafi hún verið ötull talsmaður þess að reynt væri að laða að konur til stjórnarsetu í sparisjóðnum. Hafi hún því fyrr í mánuðinum haft fullan hug á að gefa kost á sér á ný. „Ég lít ekki sem svo á að hér sé eingöngu um jafnréttismál að ræða heldur líka hreina viðskiptahagsmuni, því konur og upplýstir karlmenn beina viðskiptum sínum í auknu mæli til þeirra fyrirtækja sem sýna jafnrétti í verki," segir hún. Hildur segir að skömmu eftir að hún hafi ákveðið þetta hafi tvær af reyndustu konum í íslensku viðskiptalífi, þær Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, og Rannveig Rist, forstjóri Alcan, verið tilbúnar að gefa kost á sér í stjórnina. „Þar með var ljóst að jafnréttis væri gætt í stjórninni," segir Hildur. „Ég tók því þá ákvörðun þrátt fyrir fyrri ummæli. Eftir að hafa setið samtals 16 ár í stjórn SPRON á tveimur tímabilum gæti ég gengið stolt frá þessu starfi og gefið öðrum tækifæri á að spreyta sig." Gunnar Þór Gíslason, stjórnarmaður í SPRON, hefur sömuleiðis ákveðið að gefa ekki kost á sér, að því er fram kemur á heimasíðu sparisjóðsins. Þeir Ari Bergmann Einarsson, Ásgeir Baldurs og Erlendur Hjaltason gefa hins vegar áfram kost á sér í stjórnina auk þeirra Margrétar Guðmundsdóttur og Rannveigar Rist. Stjórn SPRON hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að birta ekki upplýsingar um sölu stjórnarmanna á hlutum í félaginu áður en það fór á markað. Hafa Samtök fjárfesta gagnrýnt svör fyrirtækisins vegna þess. Þar hefur komið fram að SPRON hafi ekki verið heimilt að birta opinberlega upplýsingar um viðskipti stjórnarmanna. Hildur var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þann 5. febrúar síðastliðinn. Þar var hún spurð um orðróm þess efnis að hún væri á leið úr sæti stjórnarformanns. Þá sagðist Hildur ekki hafa heyrt hann en að hún myndi bjóða sig fram aftur á aðalfundi 27. febrúar. Það væri svo hluthafa að taka ákvörðun um það. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Hildur Petersen, fráfarandi stjórnarformaður SPRON, segir jafnréttissjónarmið hafa ráðið því að hún ákvað að gefa ekki kost á sér í stjórn SPRON á ný. Kosið verður um nýja stjórn á aðalfundi sparisjóðsins í dag. Hildur segir að í þau sextán ár sem hún hafi setið í stjórn SPRON hafi hún verið ötull talsmaður þess að reynt væri að laða að konur til stjórnarsetu í sparisjóðnum. Hafi hún því fyrr í mánuðinum haft fullan hug á að gefa kost á sér á ný. „Ég lít ekki sem svo á að hér sé eingöngu um jafnréttismál að ræða heldur líka hreina viðskiptahagsmuni, því konur og upplýstir karlmenn beina viðskiptum sínum í auknu mæli til þeirra fyrirtækja sem sýna jafnrétti í verki," segir hún. Hildur segir að skömmu eftir að hún hafi ákveðið þetta hafi tvær af reyndustu konum í íslensku viðskiptalífi, þær Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, og Rannveig Rist, forstjóri Alcan, verið tilbúnar að gefa kost á sér í stjórnina. „Þar með var ljóst að jafnréttis væri gætt í stjórninni," segir Hildur. „Ég tók því þá ákvörðun þrátt fyrir fyrri ummæli. Eftir að hafa setið samtals 16 ár í stjórn SPRON á tveimur tímabilum gæti ég gengið stolt frá þessu starfi og gefið öðrum tækifæri á að spreyta sig." Gunnar Þór Gíslason, stjórnarmaður í SPRON, hefur sömuleiðis ákveðið að gefa ekki kost á sér, að því er fram kemur á heimasíðu sparisjóðsins. Þeir Ari Bergmann Einarsson, Ásgeir Baldurs og Erlendur Hjaltason gefa hins vegar áfram kost á sér í stjórnina auk þeirra Margrétar Guðmundsdóttur og Rannveigar Rist. Stjórn SPRON hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að birta ekki upplýsingar um sölu stjórnarmanna á hlutum í félaginu áður en það fór á markað. Hafa Samtök fjárfesta gagnrýnt svör fyrirtækisins vegna þess. Þar hefur komið fram að SPRON hafi ekki verið heimilt að birta opinberlega upplýsingar um viðskipti stjórnarmanna. Hildur var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þann 5. febrúar síðastliðinn. Þar var hún spurð um orðróm þess efnis að hún væri á leið úr sæti stjórnarformanns. Þá sagðist Hildur ekki hafa heyrt hann en að hún myndi bjóða sig fram aftur á aðalfundi 27. febrúar. Það væri svo hluthafa að taka ákvörðun um það.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira