Erlent

Fiskistofnar nálgast hrun um allan heim

Óli Tynes skrifar
Verða landfestar bundnar endanlega ?
Verða landfestar bundnar endanlega ?

Samspil ofveiða og loftslagsbreytinga gæti valdið hruni í fiskistofnum um allan heim á næstu áratugum, að sögn yfirmanns Umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Achim Steiner lét þessi orð falla á loftslagsráðstefnu í Monaco í dag. Þar eru samankomnir fulltrúar 150 þjóða, þar á meðal 100 umhverfisráðherrar.

Steiner sagði að hækkandi hitastig drepi kóralrif, ógni hrygningastöðvum túnfiska og breyti hafstraumum. Með straumunum færist svif og smáfiskar sem séu undirstaða fæðukeðju hafsins.

Christian Nellemann, ritstjóri skýrslunnar sem Steiner vísaði til sagði að það væri ekki spurning um að hætta fiskveiðum, heldur að takast á við loftslagsbreytingarnar sem hafi haft meiri áhrif en áður hafi sést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×